9.4.2008 | 22:47
Krúttfærsla og daglegt veður.
Jæja loksins smá break, börnin sofnuð og ég í tómarúmi. Sú litla var með meiri hita í dag en í gær, en hún svaf vel eftir kartöflumjölsbaðið, en hún dormaði langt fram eftir morgninum, en ég mátti ekki víkja frá henni samt sem áður. Sárlasin litla skinnið. Sú stóra fór í leikskólann í galadressi hehehe.... og við skiptumst á börnum svona yfir daginn við sonur minn Ingi Þór. Ég stakk upp á því við hann að hann stofnaði svona vöggustofu á hjólum, með rútu fulla af barnastólum tæki þessi litlu börn og rúntaði með þau í svona þrjá tíma þau virðast sofa svo vel í akstri. annað eins hefur nú verið fundið upp. Mæli með þessu.
En hér er hið daglega veður, ekkert meira um það að segja, myndin talar sínu máli.
Ekki satt.
Jamm hún fékk galadress frá Sóley Ebbu, og hún elskar þennan kjól, og hún er líka svo flott, var einhver að tala um stjörnur ?
Nú eða fyrirsætur ?
Verið að búa sig undir rauð teppið Flott sú stóra mín.
Ef þið haldið að það sé ekki menning á þessu heimili þá er það röng ályktun, hér er verið að spila; I just called to say I love you, stórsveitaræfing, svo er lúðrarsveitaræfing og svo karlakóraæfinar.
Sóley Ebba semur lög og spilar, hún þarf bara að heyra lag einu sinni og þá spilar hún það, með hljómum og alles ótrúlega tónelsk þessi stelpa.
En það er líka alvara lífsins, hér er tekist á um landafræði.
Meira að segja prinsessur þurfa að bursta tennurnar sínar.
Hrmm hún fór í leikskólann í galadressinu, það var ekkert um annað að ræða, hér er ráðsmaðurinn að hjálpa prinsessunni í skóna Vill til að þær eru frábærar fóstrurnar á leikskólanum í Tjarnarborg.
Bless amma mín
En það eru fleiri fyrirsætur í fjölskyldunni, sumar eru bara aðeins öðruvísi Hafa ekki sama smekk eða þannig.
en kunna engu síða að pósa.
Jamm stóra systir var bara nokkuð hrifinn og líka pabbi.
Aðrir létu sér bara nægja teppið eins og í smáfólkinu. Hún var ósköp lítil í dag þessi elska, en hún fékk kartöflumjölsbað undir svefninn núna áðan, svo vonandi svíar það aðeins á kláðan í fjand... bólunum.
en prinsessur þurfa líka að skipta á bleyjum.
Því bangsar þurfa líka aðstoð.
Taktu líka mynd af mér, sagði þessi stubbur.
Amma þessi þarf líka bleyju, sagði Aron.
Að lokum ein lítil subbinn ömmustúlka, sem segir Góða nótt.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 8
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 2022160
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það eru orð að sönnu að myndir segja meira en þúsund orð - Takk fyrir að deila
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 23:02
Góða nótt Helga mín
Góða nótt Anna mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.4.2008 kl. 23:08
Þú ert ótrúlega dugleg við að safna upp minningum í myndforminu Cesil. Alltaf skemmtilegar myndirnar þínar og stundum svo rosalega krúttlegar eins og núna
Haukur Nikulásson, 9.4.2008 kl. 23:14
Tek undir með Önnu, myndasögurnar þínar eru magnaðarKnús í Kúluna.
Sigrún Jónsdóttir, 9.4.2008 kl. 23:17
Vá hvað daman er flott í kjólnum og sú litla í risaskónum. Batakveðjur til litlunnar.
Jenný Anna Baldursdóttir, 9.4.2008 kl. 23:17
Svo flottar myndir hafið góða nótt í kúlunni ykkar
Brynja skordal, 9.4.2008 kl. 23:38
Dásamlega falleg prinsessa í bleikum kjól, og stórkostleg lítil maddama í stórum bomsum. Svo sætur sá tannlausi! Á eina svona tónelska einsog þú lýsir henni Sóleyju Ebbu, það er ótrúlegt að fylgjast með svona börnum. En hvað er að heyra, litla nafna þín með svona mikin hita, er hún enn að steypast út úr bólum? Vonandi er hámarkinu í hita náð svo henni fari nú að batna. Góða nótt, Ásthildur, vona að þú náir hvíld í nótt. Kær kveðja
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 9.4.2008 kl. 23:51
Æ hvað hún er sæt í prinsessukjólnum og sú litla í risaskónum Vonandi fer litlu dúllunni að batna.
Góða nótt Ásthildur mín
Huld S. Ringsted, 10.4.2008 kl. 00:00
Krúttmyndir eins og vanalega, það held ég að það sé svo sannarlega líf í þinni kúlu. Ég væri sko alveg til í að eiga fullt af barnabörnum, en það er bara komið eitt. Þegar þau verða orðin mörg þá ætla ég að vera svona dugleg að mynda þau eins og þú, þetta eru svo yndislega fallegar myndir. Takk fyrir mig.
Góða nótt Ásthildur mín.
Linda litla, 10.4.2008 kl. 00:09
Takk Haukur minn.
Knús á þig líka Sigrún mín
Jamm Jenný svona skófrík eins og sumir heheheheh... Nema þessir eru á breiddina ekki hæðina
Góða nótt Brynja mín.
Veistu Lilja mín, að við vorum að ræða það hjónin að ef hún væri með hita á morgun myndi ég tala við læknir. Þetta er orðin of langur tími með svona mikinn hita. Knús á þig líka.
Góða nótt Huld mín.
Já Linda mín, veistu að ég held að það verði ómæld uppspretta ánægju hjá litla fólkinu þegar það vex úr grasi.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.4.2008 kl. 00:35
Þú ert nú meiri lifandis dugnaðarforkurinn Ásthildur Cesil, en kærleiksheimili með ást og umhyggju , umleikis er yndislegt að sjá til handa prinsum og prinsessum framtíðarinnar.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 10.4.2008 kl. 01:40
Sæl Ásthildur mín.
Allar þessar myndir eru hver annari betri,vertu áfram ófeimin við að lofa okkur að vera með á heimilinu ykkar.
Kærar kveðjur til þín og allra þinna .Þói Gísla.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 04:16
Ohh, hvað mig langar með honum á lúðrarsveitaræfingu. Það var alltaf svo gaman að spila með þeim.
Kartöflumjölsráðið er komið í pokann minn, ég nota það þegar minn fær bólurnar.
Kveðjur í kúluna.
ÞE
Þórdís Einarsdóttir, 10.4.2008 kl. 09:22
Prinsessan náttúrulega bara sú flottasta og börnin öll krútt! .. Tók nú líka eftir rassinum á Ráðsmanninum, en kannski ekki við hæfi að hrósa honum!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 10.4.2008 kl. 09:32
Það er alveg bókað að héðan fer ég alltaf í góðu skapi og létt í lund. Takk fyrir að lífga upp daginn fyrir mér.
Ég man þá tíð þegar minn yngri var með magakrampa að þá var það eina leiðin fyrir okkur að fara með hann á smárúnt.
Knús í hamingjukúluna
Kidda (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 10:43
Flottar myndir. Vonandi fer þeirri stuttu að batna.
Helga Magnúsdóttir, 10.4.2008 kl. 10:56
Yndislegt! Æ, það er svo gaman að skoða færslurnar þínar og myndirnar, eins og alltaf Vonandi að litla krúttið fari að losna við þessar "hlaupandi bólur"
bestu kveðjur vestur
Ragnhildur Jónsdóttir, 10.4.2008 kl. 10:58
Alltaf verður maður sannfærðari um það hversu rík manneskja þú ert Ásthildur að vera umkringd svona frábærri fjölskyldu. Ekki er hægt að hugsa sér betra ríkidæmi.
Kveðja frá London,
Guðmundur
Guðmundur Auðunsson, 10.4.2008 kl. 11:59
Svo hlýnar manni auðvitað um hjartaræturnar að sjá stubbinn með baráttuhnefann á lofti og hinn í Che bolnum!
Guðmundur Auðunsson, 10.4.2008 kl. 12:00
Þessi krúttfærsla var svo mikið ljúf og falleg. Dásamleg litla stjarnan þín.. svo mikið falleg og framtíðar heartbraker look! Meina, það geta ekki allir fengið svona skvísu þegar þar að kemur - en mikið verður sá heppinn sem fær sína prinsessuna! Litla dúllan er stórglæsileg á sínum tískubomsum - alveg tær snilldarmynd af henni...hahaha! Bara leitt hve lasin hún er greyið, batakveðjur til hennar!
Núna er maður farinn að sætta sig við að veturinn er búinn og sumarið er að skella á - þannig að þó ég vilji helst snjóþungan vetur með öllum sínum ófærðum og látum - þá óaði mér við nýjasta hretinu.. birrrrr!
Stórt knú á þig mikla manngæskukona, knús á þitt risastóra og fallega hjarta! Eigðu góðan og fallegan dag Ásthildur mín!
Tiger, 10.4.2008 kl. 13:20
Takk öll sömul, hvað þið eruð yndæl við mig.
Takk Gmaría mín.
Takk Þói minn.
Takk Arna mín.
Ég skil þig Þórdís, ég skal segja Ella frá þér. Jamm kartöflumjölið er mjög gott.
Jú Jóhanna mín, hann er flottur þessi karl minn, sérstaklega þegar hann er komin í mörgæsabúninginn.
Einmitt Kidda mín, ótrúlegt hvað svona rúntur gerir mikið, hún er einmitt á runtinum núna með Inga frænda.
Já ég vona það líka Helga mín.
Kveðja og knús á þig líka Ragnhildur mín.
Takk Guðmundur minn, já þessir tveir eru flottir baráttumenn.
Takk TíCí minn, þú ert flottastur Eigðu góðan dag líka.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.4.2008 kl. 13:39
Sæl og blessuð.
Gaman af öllum þessum myndum og frábært hvað Sóley Ebba er flink að spila á píanóið.
Baráttukveðjur/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 10.4.2008 kl. 14:35
Sjá hvað þú ert rík af litlum prinsesseum og prinsum!
Hanna Sól er óborganleg í þessum kjól og með þessa flottu hárkollu!!
Hjördís Pétursd. (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 11:43
Takk Rósa mín.
Já finnst þér ekki Hjördís mín. Þú ætlar að hringja í hana við tækifæri ekki satt ?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.4.2008 kl. 13:00
Jú ég verð að fara að drífa í því, Hlakka til að heyra í henni
Hjördís (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 23:47
Já Hjördís mín, hún er ótrúlega vel máli farin þrátt fyrir alla þýskuna sína
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.4.2008 kl. 00:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.