9.4.2008 | 14:46
Góð grein í Fréttablaðinu og list frá Kína.
Langar að benda á góða grein sem Jóhannes Bjarni Guðmundsson formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna skrifaði í Fréttablaðið þann 7. apríl s.l.
Flugvöllur og fólk Umræðan Skipulagsmál Það er fagnaðarefni að núverandi stjórnvöld, bæði borgarstjórn og ríkisstjórn, vilji festa Reykjavíkurflugvöll í sessi.UmræðanSkipulagsmálÞað er fagnaðarefni að núverandi stjórnvöld, bæði borgarstjórn og ríkisstjórn, vilji festa Reykjavíkurflugvöll í sessi. Nauðsynlegt er að eyða þeirri skipulagslegu óvissu sem hefur ríkt og losa þá starfsemi sem er við völlinn úr þeirri spennitreyju sem hún hefur verið í til þessa. Áætlanir yfirvalda um að hefja loks byggingu samgöngumiðstöðvar er skref í þessa átt og sérstaklega ánægjulegt.Flugvöllur í Vatnsmýrinni er samgöngumiðstöð þjóðarinnar, sem tryggir þjóðinni gott og öruggt aðgengi að höfuðborginni þar sem er að finna þungamiðju stjórnsýslu, viðskipta og heilbrigðisþjónustu. Allt of lengi hefur hávær minnihluti (sbr. nýlegar skoðanakannanir) haft sig í frammi og talað um að flugvöllurinn og starfsemi sem honum tengist eigi að víkja fyrir öðru mikilvægara, að þeirra mati. Vatnsmýrin er sögð svo dýrmæt sem byggingarland að "þjóðhagsleg hagkvæmni" kalli á að þarna rísi íbúðabyggð. Þegar menn setja upp slík reikningsdæmi og fá út "þjóðhagslega hagkvæmni", leyfi ég mér að stórefast um þær fjölmörgu forsendur sem liggja til grundvallar slíkum útreikningum. Það vakti t.a.m. óskipta athygli að allar verðlaunatillögur í samkeppni um framtíðarskipulag í Vatnsmýri nýverið, gerðu ráð fyrir lágreistri byggð, keimlíkri þeirri sem fyrir er í miðborginni. Er slíkt í samræmi við forsendur sem heyrst hafa um tuttugu þúsund manna byggð?Meira en mannvirkiReykjavíkurflugvöllur er annað og meira en þarft mannvirki í höfuðborginni. Á Reykjavíkurflugvelli starfa ekki færri en um 500 manns við störf sem tengjast beint þeirri flugstarfsemi sem þar fer fram; farþegaflugi, kennsluflugi, sjúkraflugi og útsýnis- og leiguflugi. Fjölmörg fjárfest verulega í aðstöðu á vellinum, ekki hvað síst á allra síðustu árum, enda hefur staðsetningin verulegt gildi fyrir reksturinn. Þetta á sérstaklega við þegar litið er til þess hagræðis í tíma og kostnaði fyrir sveitarfélög, stofnanir og fyrirtæki sem ferðast til og frá borginni. Þetta hefur verið staðfest m.a. með síaukinni umferð um flugvöllinn á síðustu árum.Flugvöllurinn í Vatnsmýrinni er afar vel staðsettur með tilliti til veðurfars og atvinnuflugmenn þekkja vel hversu mikilvægt hlutverk vallarins er sem varaflugvöllur. Í því sambandi styðja Reykjavíkur- og Keflavíkurflugvöllur hvor annan sérlega vel, en standa mjög höllum fæti einir og sér. Þetta hefur verið staðfest oft í vetur, þegar reynt hefur á varaflugvöll í slæmum veðrum - hvort sem er fyrir innanlandsflug eða millilandaflug. Væru ekki tveir nothæfir flugvellir á suðvesturhorni landsins, þýddi það skert öryggi og verulegan aukinn kostnað flugrekendur. Þá liggur fyrir að með tilliti til almannavarna, er ekki boðlegt að hafa einungis einn flugvöll þar sem mikill meirihluti landsmanna býr.Fleiri flugvelliÞað væri þjóðráð að bæta við flugvelli í nágrenni borgarinnar OG halda Reykjavíkurflugvelli. Það liggur fyrir vilji til að búa til flugbraut í nágrenni Reykjavíkur til að nota í æfinga- og kennsluflugi. Slíkt er þarfaþing og um leið ætti að gera þá braut þannig úr garði að hún gæti nýst t.d. sem varabraut í útsynningi fyrir innanlandsflugið. Öryggisnefnd FÍA hefur ítrekað bent á nauðsyn þess að hafa til reiðu braut á suðvesturhorninu sem liggur suðvestur/norðaustur og ekki hvað síst þar sem samsvarandi braut hefur verið lokað í Keflavík! Það er eðlileg krafa flugmanna að slík braut sé til reiðu á svæðinu - öryggisins vegna. Slík braut kæmi þá í stað sambærilegrar brautar á Reykjavíkurflugvelli og losaði þá um leið byggingarland í Vatnsmýrinni.Á undanförnum vikum og mánuðum hefur mikið verið spáð og spekúlerað um mögulegan flutning Reykjavíkurflugvallar. Persónulega tel ég að það að ætla sér að færa starfsemi Reykjavíkurflugvallar upp á Hólmsheiði eða til Keflavíkur yrði mikil afturför; óásættanlegt fyrir fyrirtækin á vellinum og illgerlegt. En það vantar veðurfarsupplýsingar og fleiri gögn til að taka upplýsta afstöðu um önnur möguleg flugvallarstæði. Ekki síst í ljósi þess, eigum við að virða tilveru Reykjavíkurflugvallar og þau fyrirtæki og það fólk sem þar starfar, með því að tala ekki um að völlurinn sé það ómerkilegur að hann skuli víkja. Þvert á móti eigum við að hlúa að flugvellinum og virða atvinnustarfsemina sem þar er. Hún er ekki síður mikilvæg en arkitektúr og kaffihúsamenning í miðborginni.Höfundur er flugmaður og formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA).fyrirtæki hafa
Svo svona til gaman þá er hér frétt í sama blaði:
Naktar gínur ollu hjartaáfalli Kína Kínverski listamaðurinn Liu Jin náði heldur betur að vekja athygli með listagjörningi sínum í Shanghai um helgina.Kína Kínverski listamaðurinn Liu Jin náði heldur betur að vekja athygli með listagjörningi sínum í Shanghai um helgina. Hann átti hins vegar ekki beinlínis von á að áhorfendur fengju hjartaáfall við að líta verkið augum.Verkið kallaðist Særðir englar og samanstóð af nokkrum gínum í fullri stærð sem héngu utan á skýjakljúfum með vængi á bakinu.Vegfarendur rak í rogastans þegar þeir urðu varir við gínurnar enda töldu flestir að hér væru á ferðinni menn af holdi og blóði sem ætluðu sér að stökkva til jarðar.Lögreglu bárust fjölmargar ábendingar frá skelfingu lostnum borgarbúum og slökkviliðið var kallað á staðinn til að bjarga fólkinu sem reyndist þegar betur var að gáð ekki mennskt.Líklega tók þó enginn verkið jafn nærri sér og öldruð kona sem fékk hjartaáfall þegar hún sá gínurnar. Hún var flutt í snarhasti á sjúkrahús til aðhlynningar. - þoHér er myndin. Þetta minnir mig á annan kínverskan listamann sem er að sýna í Vín.Hér er mynd af hans skúlptúr.Ætli einhver hafi fengið hjartaslag af þessari innrásUm bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Stend með þér í þessu flugvallarmáli, það er einhver sjarmi líka að hafa flugvöllinn þarna!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 9.4.2008 kl. 15:23
Já og ekki myndi lagast umferðin í miðborginni ef þarna myndu rísa íbúðarhús með fleiri þúsund manns.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.4.2008 kl. 15:46
Blessi þig
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 9.4.2008 kl. 16:05
Flottar myndir.
Helga Magnúsdóttir, 9.4.2008 kl. 16:11
Sömuleiðis Steina mín.
Takk Helga mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.4.2008 kl. 16:21
Sæl Ásthildur. Sammála með flugvöllinn. Hlakka til að það verði gerð ný flugstöð og nóg af bílastæðum. Aðkoman að flugstöðvarbyggingunni er ömurleg.
Vesalings kerlingin sem hefur haldið að þarna væri lifandi vera sem væri í vanda stödd og hún þoldi ekki þá tilhugsun. Vona að kerlingin braggist.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 9.4.2008 kl. 17:29
Uss.. ég er viss um að þeir sem öllu ráða eiga eftir að blaðra um flugvallamál og allt sem tengist þessu batteríi í óratíma og svo verður þetta allt dregið á langinn um aldur og ævi.. en ég hlakka líka til nýrrar flugstöðvar. Sú fyrri er hvorki fugl né fiskur og ömurleg aðkoma á bíl þarna. Knús á þig Ásthildur mín..
Tiger, 9.4.2008 kl. 17:35
Já aumingja kerlinginn Rósa mín
Vonandi hefur þú rétt fyrir þér TíCí minn. Og já ég held bara að þannig verði þetta. Því hér er alltof mikið í húfi, og lagt upp með ranga hugsun að mínu mati.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.4.2008 kl. 22:26
Takk Helga mín Knús á þig.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.4.2008 kl. 22:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.