Kúlulíf

Já lífið heldur áfram eða þannig.  Ég segi við ungar mömmur, núna man ég þetta allt saman, hvernig það er að vera ungamamma, með lítil börn í pilsfaldinum, geta ekki hreyft sig spönn frá rassi af því að þessar litlu manneskjur vilja bara hafa mömmu/ömmu hjá sér, og helst vera í fanginu á henni.  Líka mest af því að litla fólkið er með hita og lasið.  Við settum litlu dömuna í kartöflumjöls bað í kvöld áður en við settum hana í rúmið, ég á von á að það svíi á kláðann.  Hún var grafkyrr meðan við veltum henni upp úr kartöflumjöli, og smurðum því allstaðar.  Hún er sofnuð núna, en Úlfi og Hönnu Sól var boðið í pizzur heima hjá Inga Þór.  Ég er svo heppin að eiga svo góða að, Júlli og Sigga fóru yfir húsið, og þrifu, þar sem allt var komið úr skorðum Blush Svona er maður heppinn að eiga góða að.

IMG_4837

Þau fengu að fara í heitapottinn, reyndar fór Hana Sól með afa í sund á Suðureyri, kríjaði það út úr honum á leiðinni til Suðureyrar, af því að hann gleymdi snuddunni heima hehehehe LoL Sú stutta, snýr afa alveg 180° ef því er að skipta. 

IMG_4839

Reyndar tók Ingi Þór þessar heitupotta myndir, hann er listrænn í sér. Og hefur fengið viðurkenningar fyrir myndirnar sínar.

IMG_4842

Hér er ein, en svo vinnur hann með þær á listrænan hátt eins og Maddý vinkona mín. 

IMG_4849

Hér eru Kristján Logi og Hanna Sól í góðum fíling.

IMG_4851

Meðan amma og Ásthildur elda matinn ef ykkur finnst amma sjúskuð, þá er það náttúrulega út af því að vera mikið vakandi í nótt plús að vakna kl. hálf sex í morgunn með litlu skvísunni.  Við fylgjumst að í þessum veikindum sko LoL

IMG_4854

Bólur og spekulasjónir, hún segir ýmislegt, í dag þegar Úlfur var á klóinu bankaði hún á dyrnar og sagði skiljanlega; afastelpa.  Hún segir nefnilega ýmislegt meira en bojda bodja sjibju sjibbju sem ég held að sé rússneska, hún segir til dæmis takk fyrir, og ýmislegt annað ef maður leggur sig eftir því. 

IMG_4856

Manni myndi ekki líða vel með svona bólur út um allt, en þessi litla hetja reynir að vera sterk. 

Knús á ykkur öll og góða nótt Heart Reyni að fara blogghringinn seinna í kvöld ef ég orka W00t


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda litla

Kartöflumjöl er einmitt snilldarráð við hlaupabóluuni, það er líka til einvher áburður en hann er ekki að virka eins vel og kartöflumjölið.

Takk fyrir flottar myndir. Vonandi færðu meiri hvíld í nótt heldur en síðustu nótt.

Kv. Linda

Linda litla, 8.4.2008 kl. 20:53

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég keypti þennan áburð fyrir Hönnu Sól, en einhvernveginn virkar kartöflumjölið best.  Takk Linda mín

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.4.2008 kl. 20:55

3 Smámynd: Helga skjol

Knús á ykkur öll í kúluni og vonandi fer litlu elskuni að batna hlaupabólan.

Helga skjol, 8.4.2008 kl. 21:07

4 Smámynd: Steingrímur Helgason

Já, sveimérþáalladaga, gott ef að ég muni ekki líka þetta með kartöflumjölið núna !  Hvernig náði ég nú að gleyma þessu fína húsráði þegar mínir ormar fengu bólusóttina hlaupandi.

Fræðslubloggerí með fjölskylduskemmtanagildi.

Gott verður stundum betra.

Kveðja,

Steingrímur Helgason, 8.4.2008 kl. 21:23

5 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Ásthildur mín. Flottar myndir og fjör. Fyndnar stelpurnar. Þær vita alveg hvernig á að bræða afa sinn. Afi varð auðvita að borga fyrir gleymskuna á snuddunni og fara í sund og svo segist sú stutta vera afastelpa og þá auðvita fær hún 100% dekur í staðinn. Klárar stelpur sem vita hvað þær vilja. Gangi þér vel öllu þessu. Hægt að tala um að þú sért á vertíð. Baráttukveðjur/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 8.4.2008 kl. 22:52

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ásthildur ég skil að þú sért þreytt en þú ert að grennast kona.  Dálítið mikið sýnist mér.

Kveðja í kúluna

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.4.2008 kl. 23:00

7 Smámynd: Solla Guðjóns

Þú ert flottasta amman elskling

Solla Guðjóns, 8.4.2008 kl. 23:20

8 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Knús á ykkur í "Kúlu", ég vona að hlaupabólan sé á undanhaldi.  Sofðu rótt.

Sigrún Jónsdóttir, 8.4.2008 kl. 23:40

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Flott dropamyndin

Hrönn Sigurðardóttir, 8.4.2008 kl. 23:44

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Helga mín ég vona það líka elskuleg

Steingrímur minn, þess vegna verður náttúrulega að halda þessu ál loti ekki satt ?

Hehehe Jóna Ingibjörg mín, má ætli maður ætti ekki bara að fara í svona kartöflugarðarnirheimamjöls business  Sonur minn á heiðurinn af dropamyndinni.

Takk Helga mín, já ég vona að stelpudýrið litla sofi betur með kartöflumjölið á bólunum.  Þessi litla elska

Rósa, þær vita þetta alveg þessar litlu dömur, og afi snýst bara eins og skopparakringla, enda hefði þetta aldrei komið til, ef ég hefði ekki átt svona varnarlausan "afa"

Jenný, ertu að meina þetta, ég hef verið að spá í að vigta mig, en vigtin er horfinn held að karlinn hafi hent henni heheheh... En ég er í hevý líkamsrækt allan daginn og á nóttunni líka.  Ég ætti ef til vill að fara að gefa út kúrs um megrun  

Takki takk Solla mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.4.2008 kl. 23:47

11 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Þú ert ofurkona Ásthildur, og hún nafna þín virðist ætla að feta í fótspor ömmu nöfnu, mikið er hún dugleg.   Flottar myndir hjá syni þínum t.d. af Hönnu Sól í pottinum.  Sannkallað listaverk.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 8.4.2008 kl. 23:49

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Lilja mín, þegar ég kemst til að kommentera á boggið þitt ætla ég að segja þér hvað ég skemmti mér vel yfir hlutverkinu þínu í Mannaveiðum, þú varst frábær kúguð kona prédikara, love you hreint og beint ljúfust.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.4.2008 kl. 23:58

13 Smámynd: Brynja skordal

Sammála jenný þú hefur grennst þetta er sem sagt nýi ömmukúrinn já auðvitað virkar svona kúr hvernig á annað að vera þetta er fúll tæm djop 24/7 svo mikið er víst En vonandi færðu góða nótt og litla nafna þín fari að hressast

Brynja skordal, 9.4.2008 kl. 00:58

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Brynja mín, jamm sennilega hef ég grennst þig nösku konur, en það krefst líkamsræktar að vera sífellt að taka upp litla kroppa og sækja þetta og hitt, og geta ekki bara setið á sínum rassi endalaust.  Svona krýli eru mestu harðstjórarnir á hverju heimili

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.4.2008 kl. 01:25

15 Smámynd: Lena pena

Sæt með hlaupabólu

Lena pena, 9.4.2008 kl. 09:51

16 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þrátt fyrir veikindi og svoleiðis ófögnuð, þá virðist nú vera sérstaklega gaman hjá börnunum og greinilegt að þau hafa það MJÖG gott í kúlunni há afa og ömmu.  Þú átt sko heiður skilinn fyrir dugnaðinn og eljuna, því það er engin smá vinna að fá barnabörnin í heimsókn og sinna þeim eins vel og þið hjónin gerið greinilega.

Jóhann Elíasson, 9.4.2008 kl. 10:17

17 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Frábærar myndir hjá þér. Börnin hafa það greinilega gott hjá ömmu, það er ljúft að hafa ömmu sína meira að segja þegar maður er með hlaupabólu.

Helga Magnúsdóttir, 9.4.2008 kl. 12:49

18 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Lenapena mín, þrátt fyrir þessar hlaupandi bólur er hún flott.

Takk Jóhann minn, ég er löngu búin að læra að láta ekki fara í  taugarnar á mér þó húsið fari á hvolf  Draslið hleypur ekkert, en það gera börnin, þau vaxa manni upp fyrir höfuð löngu áður en maður veit af.

Takk Jóhanna mín.

Já Helga mín, maður er voða lítill þegar hlaupabólan herjar á.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.4.2008 kl. 14:25

19 Smámynd: Tiger

  Æi elsku blessað krúttið litla. Og svo skilja þau elsku börnin ekkert í því afhverju er ekki bara hægt að "taka bágtið" burt sí svona... Mikið vona ég að þessir hundar fari að hypja sig brott.

En eins og ætíð já - frábærar myndir - og pottamyndirnar eru stórkoslegar, sérstaklega myndin með vatnsdropunum um allt - alveg brilljant! Mér finnst þú reyndar líta stórkoslega út, svo ungleg og glæsileg - ert eiginlega frekar miklu mömmulegri en ömmulegri. Þú ert svo ungleg að það hefði ekkert komið mér á óvart þó þú ættir litluna sjálf. Mikið knús á þig - þú mikla kærleiksljós - megi allir góðir vættir sveima um kúluna þína hjá þér og afleggjurum ..

Tiger, 9.4.2008 kl. 14:40

20 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

You flatter me my dear TíCí En það er alveg satt, þau geta ekki skilið af hverju þetta er svona erfitt.  Hún svaf miklu betur í nótt, ég setti hana í kartöflumjölsbað, og það er greinilega að virka, en einnig ber ég á hana Kalmín áburð, hann minnkar kláðan, góður við bruna líka skilst mér. 

Þú ert flottastur TÍCÍ minn  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.4.2008 kl. 14:53

21 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það væri nú gott ef fleiri hugsuðu svona Ásthildur mín, mikið eiga börnin gott að hafa ykkur hjónin.

Jóhann Elíasson, 9.4.2008 kl. 14:53

22 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir þetta Jóhann minn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.4.2008 kl. 15:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband