Mömmublogg og hið daglega veður.

Sólin hefur brotist fram hér og skín eins og henni sé borgað fyrir það. 

IMG_4808

Já sólin er að komast í gegn.

IMG_4812

Yndislegt veður hér í dag, eins og sjá má.

En við vöknuðum í morgun og litla Ásthildur varð að vera heima, því hún er með hlaupabóluna, svo afi þurfti að fara með stóru stelpuna okkar á leikskólann.

IMG_4778

Þær léku sér samt svolitið saman í morgun og voru svo góðar.

IMG_4780

Amma komdu að sjá hvað Ásthildur er góð við mig.

IMG_4782

Knúsí knús.

IMG_4783

Og koss Heart

IMG_4785

Svolítið að dröslast líka.

IMG_4794

Og dansa. 

IMG_4790

Svo þarf maður aðeins að velta sér og prófa nýja hluti.

IMG_4796

Já Hanna Sól að verða alveg tilbúin á leikskólann.

IMG_4799

Ásthildur grallarast við afa við morgunverðarborðið.

IMG_4802

Svona gerir maður þegar maður er ógislega fyndinn og allir hlæja að manni hehehe.

IMG_4784

Svo kíkti Evíta litla við með pabba sínum í morgun.

IMG_4786

Fóstran hennar var veik í dag, svo hún þurfti að fara með pabba í vinnuna, en hún er svo dugleg.

IMG_4804

Þær léku sér aðeins við kisu hann Brand.

IMG_4809

Svo þarf maður aðeins að kíkja í spegil.

IMG_4811

Það eru svona stelpur þar nefnilega, sem eru áhugaverðar.

IMG_4810

Jafnvel fleiri en ein.

En í gær kom Ingi Þór með stelpurnar um kl. 6 um kvöldið, svo ég fékk gott frí.  Ég bauð honum í mat, og svo pabba gamla eins og venjulega.  Það var líf og fjör hjá okkur. 

IMG_4758

Tílskudaman þarf náttúrulega að hafa húfuna öðruvísi, hún er jú tískudama.

IMG_4761

Afi og langafi.

IMG_4762

Hér er Aron Máni, komin úr sveitinni.

IMG_4763

Og það var náttúrulega farið í fjársjóðskistuna góðu, og klætt sig upp á LoL

IMG_4765

Kristján Logi stórglæsilegur hershöfðingi.

IMG_4767

Rótað í kistunni.

IMG_4768

Einhverra hluta vegna eru gulir hanskar allt í einu orðnir töff Tounge

IMG_4769

en Birta situr bara stillt og prúð.

IMG_4770

Sóley Ebba með húfuna sem hún saumaði sjálf.  Þau gera öll svona og svo púða.  Stubburinn kom hróðugur heim með húfu og púða núna áðan. 

IMG_4775

Hér er svo kjúklingurinn, öll skræpótt í framan.  En hún vaknaði kl. hálf sex í morgun og neitaði að sofna aftur.  Uns Ingi Þór tók hana með sér í bílinn og þá sofnaði hún eins og skot.  Þess vegna hef ég komist í tölvuna.  Því ég kemst ekki spönn frá rassi með þessa litlu dúllu.  Heart 

Þess vegna kemst ég ekki blogghringinn strax allavega, og vona að mér fyrirgefist það.  Vonandi eigið þið góðan og blessaðan dag.  Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Hallgerður mín.  Ætli maður geti keypt kvóta

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.4.2008 kl. 15:27

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Mikið er gaman að sjá fallegu börnin, svo orðar þú þetta á skemmtilegan hátt.

Sammála Hallgerði þú ert hetja.

Kristín Katla Árnadóttir, 7.4.2008 kl. 15:36

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Fjör á bæ hjá þér eins og fyrri daginn, ég átti eftir að kommenta á ,,pólitísku" færsluna hér á undan, en hún er svo yfirgripsmikil ég þarf tíma til að íhuga hana!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 7.4.2008 kl. 15:43

4 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Þetta eru frábærar myndir af frábærum börnum. Þú ert greinilega svona amma eins og í ævintýrunum þar sem allt er til og allt má. Til hamingju með ungana þína.

Helga Magnúsdóttir, 7.4.2008 kl. 15:52

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég sé að þú lætur ekki deigan síga mín kæra.  En börnin eru öll yndisleg.  Það er nokkuð ljóst.  Mikið rosalega eru gulu hanskarnir eitthvað kunnuglegir

Knús

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.4.2008 kl. 16:07

6 Smámynd: Linda litla

Það er alltaf líf og fjör á þínu heimili. Krúttlegar myndir. Vonandi fær litla hlaupabólustelpan þín ekki mikinn hita með þessu, ég slapp vel með strákinn minn, hann fékk ekki margar bólur, né mikinn hita, hann varð bara óvenju rólegur hehehe

Eigðu góðan dag.

Linda litla, 7.4.2008 kl. 16:15

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Katla mín

Ókey Jóhanna mín.

Takk Helga mín.

Jamm Jenný þessir gulu hanzkar, eru dálítið spes.

Nei hún var með hita í nótt, en er öll að lagast með það  sem betur fer. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.4.2008 kl. 16:41

8 Smámynd: Helga skjol

Yndislegt,yndslegt,yndislegt þú ert svo dugleg að það hálfa væri nóg.

Knús á ykkur öll í kúluni

Helga skjol, 7.4.2008 kl. 16:59

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Helgurnar mínar tvær

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.4.2008 kl. 18:34

10 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það hefur verið mikið um kærleik hjá ykkur í morgun og dag.  Við bíðum róleg, allt í lagi þó þú kíkir ekki inn, bara gott að fá færslu.  Er ekki au pair stelpan alveg að koma  ???

Ásdís Sigurðardóttir, 7.4.2008 kl. 21:08

11 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð. Yndislegar myndir. Æði þegar þær systur voru að knúsast.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 7.4.2008 kl. 21:43

12 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Líf og fjör hjá þér Ásthildur mín.  Alltaf gaman að kíkja í "heimsókn"!

Sigrún Jónsdóttir, 7.4.2008 kl. 21:51

13 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Skemmtilegar myndir, og sú litla bara brött með allar hlaupabólurnar sínar,  sú er dugleg.  Yndisleg myndin af þeim systrum að  knúsast og kyssast. 

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 7.4.2008 kl. 22:20

14 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Þakka fyrir mig í dag  

Þær hafa ekki spurt hvert bólurnar hlaupa

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 7.4.2008 kl. 22:32

15 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Komin tími á karlmann hérna, þó þetta séu allt landsins fræknustu freyjur hérna!

Þú ert bara fágæt eðalamma frú Cesil og ég er viss um að mér finndist sönn sæla að láta þig passa mig!Eins gott að foreldrar þessara barnabarna kunni að meta!

Magnús Geir Guðmundsson, 7.4.2008 kl. 22:55

16 Smámynd: Huld S. Ringsted

Yndislegar myndir af systrum, minna mig á mínar á þessum aldri

Huld S. Ringsted, 7.4.2008 kl. 23:08

17 Smámynd: Solla Guðjóns

Þetta eru nú meiri krúsídúllurnar sem þú átt

Solla Guðjóns, 7.4.2008 kl. 23:39

18 Smámynd: G Antonia

Hamingjan skín af börnunum, enda alltaf líf og fjör....  Enda er hamingjan eins og ilmvatn, maður getur ekki sett það á aðra án þess að eitthvað slettist á mann sjálfan  Góða nótt og takk fyrir að leyfa okkur að fylgjast með.. alltaf gaman að koma hér! **

G Antonia, 8.4.2008 kl. 01:24

19 Smámynd: Tiger

  Ó svo yndislegt að sjá.. alltaf sama kátínan í kringum þig Ásthildur mín og börnin - mikið hlýtur Guð að vera hamingjusamur þegar hann lítur við hjá þér í sínum bloggvinahringrúnti! Hann elskar auðvitað mest þá sem eru bestir við börnin, ásamt því að elska börnin auðvitað...  Þú ert yndisleg Ásthildur, og þvílíkur prakkarasvipur á þinni litlu - bara stórkostlegur svipur og svo mikið fyndinn! Knús á þig ljúfust og eigðu góða nótt og yndislegan dag á morgun!

Tiger, 8.4.2008 kl. 03:38

20 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk öll sömul, eins og sést þá er ég afar upptekinn við litla sjúklingin minn.  En hún er samt frábær og dugleg.   Erfitt að vera svona bólóttur svo klæjar hana heil ósköp, svo það þarf að passa upp á að bera á hana, og passa að bossinn sé alltaf þurr og hreinn.

Ég vona svo sannarlega að það fari að koma aupair Ásdís mín, svo lífið komist í samt lag aftur.  Það er svo margt sem þarf að gera, en auðvitað skiptir öllu máli að fá góða manneskju sem passar inn í þessa tilteknu mannlífsflóru

Já Rósa mín, þær voru æðislegar, þær eru yfirleitt góðar hvor við aðra, þó stundum slettist upp á vinskapinn.

Alltaf velkominn Sigrún mín.

Já Lilja mín hún er ótrúlega kraftmikil þessi stelpa, hún verður einhverntíman góð, hún mun aldrei láta miðalda hvíta karlmenn kúga sig heheheheh

Hehehe Hulda mín, nei  þeim hefur ekki dottið það í hug.

Takk Magnús minn, jamm það er örugglega komin tími á einn flottan gaur hér

Já Huld mín, ég er viss um að allar systur eru stundum svona góðar, og það er ljúft

Góðan dag á þig Gréta mín.

Takk Solla mín

Já þetta er sennilega alveg rétt hjá þér GAntonía mín, ástin er eins og ilmvatn.

Sé Guð fyrir mér fara   blogghringinn TíCí minnTakk fyrir hlý orð minn kæri.

Knús á ykkur öll inn í daginn

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.4.2008 kl. 09:55

21 Smámynd: Laufey B Waage

Mikið sem þú átt nú skilið að komast í gott sumarfrí, eftir allt þetta barnastúss, elsku kegglingin. Börnin þín eiga svo sannarlega góða að. En njóttu þess á meðan á því stendur.

Laufey B Waage, 8.4.2008 kl. 14:23

22 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Laufey mín, við förum reyndar í vikuferð til Ungvarjalands með karlakórnum Erni í byrjun júní.  Það verður afslöppun, ég þarf bara að gera ótal ráðstafanir áður.  Beata verður með í för, það er alltaf persónulegra að fara með heimamanneskju, förum fyrst til Budabest og svo þaðan til heimaslóða Beotu.  Þeir eru að æfa prógramm á fullu karlarnir.  það er eitthvað til að hlakka til.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.4.2008 kl. 14:49

23 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Tja, afslöppun segir þú kæra Cesil, vona að svo verði, en þegar einn minna ágætu bræðra fór með Kvennakór Akureyrar til Slóveníu fyrir tveimur árum minnir mig, fengu makarnir jú að fara með (konan hans í kórnum) svona sem töskuberar og þjónar haha! En þetta var víst hin fínasta ferð, betra að taka það fram og skemmti minn bróðir sér alveg ágætlega.

En vel við hæfi annars fyrir þig að fara með, fórst jú til Austurríkis fyrr í ár, fullkomnar því heimsókn til gamla keisaraveldisins Austurríkis-Ungverjalands með karlakórsförinni.

Magnús Geir Guðmundsson, 8.4.2008 kl. 15:14

24 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Magnús ég ber ekki töskurnar en ég veit að ég þarf að vera í biðröðinni og tékka okkur inn  það er mitt mál að passa upp á svoleiðis og svo skilríkin.  En jamm þú segir nokkuð, Austurríki - Ungverjaland, hef líka verið í Tékklandi og Sloveníu, Póllandi og fer sennilega líka til Eistlands Svo flandur mitt um þetta svæði er ekki lítið.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.4.2008 kl. 15:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 2022951

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband