Hið daglega veður.

Hér er yndælis veður í dag, í gær var mugga, og hefur bætt í snjóinn, fuglarnir eru svangir, og koma í stórum hópum þegar maður gefur þeim korn.

IMG_3170

Ósköp kalsalegt, en þó er ekki kallt þegar maður kemur út.

IMG_3171

Ef til vill gægist sólin fram seinna í dag, hver veit.

Danmark 524

Hér er svo ein fyrir hitapúkana mín, þessi er tekin á ströndiinni í Mazatlán í Mexico, þar er heitt og notalegt.  En ég held að ég vildi samt heldur bara vera hér heima í snjónum. 

Sendi ykkur öllum knús inn í þennan föstudag. Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynja skordal

Fallegur er ísafjörður í þessum vetrabúningi En yljar manni líka að fá eina svona sæta mynd af þér á ströndinni hafðu góðan dag Ásthildur mín

Brynja skordal, 7.3.2008 kl. 10:17

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Fallegar myndir að venju. Oh hvað é vildi vera á þessum stað þar sem þú ert á síðustu myndinni. Knús

Kristín Katla Árnadóttir, 7.3.2008 kl. 10:36

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þetta er skemmtilegur staður. Á hverjum morgni birtist maður af hafinu syngjandi með ostrur sem hann hafði verið að fanga, settist við litinn trékassa, þar sem var sítróna og salt, þar sat hann og braut skelina og maður gat fengið sér ostru í morgunmat, alveg ferska.  Nammi namm. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.3.2008 kl. 10:57

4 Smámynd: Helga skjol

OOHHH ábyggilega ekki slæmt á vera í mexico,eigðu góða helgi elskan.

knús. 

Helga skjol, 7.3.2008 kl. 11:01

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góða helgi til ykkar líka elskurnar.

Knús á þig Helga mín.

Einmitt Adda mín smá nasaþefur af sumri.

Knús á þig líka Móðir góð.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.3.2008 kl. 11:30

6 Smámynd: Jakob Kristinsson

Skoðaðu nýju síðuna bbv1950 og láttu mig vita ef við þurfum að breyta einhverju.

Kv.

JFK

Jakob Kristinsson, 7.3.2008 kl. 11:55

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hehehe Hallgerður já ég setti rósir yfir kúgabólusetninguna.

Gerði það Jakob minn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.3.2008 kl. 12:17

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Flottur ertu Karlinn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.3.2008 kl. 12:19

9 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Æðinslegar myndir, en ég held ég myndi frekar vera í sólinni í Mexíkó núna heldur en í snjónum og leiðinda veðrinu hérna á suðurnesjum núna. kv. á Ísafjörð og góða helgi

Guðborg Eyjólfsdóttir, 7.3.2008 kl. 12:28

10 Smámynd: Huld S. Ringsted

Mér líst sko best á neðstu myndina! sól og strönd frekar en snjó og kulda

Huld S. Ringsted, 7.3.2008 kl. 12:31

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Við pöntum bara þotu og fljúgum í sólina og sumarið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.3.2008 kl. 12:46

12 Smámynd: Gló Magnaða

Ég verð að vera ósammála flestum hér. Fyrstu myndirnar finnst mér miklu meira heillandi enda kaus ég að búa á þessum frábæra stað. Eina sem er heillandi við neðstu myndina er fallega konan á henni.

PS.  Það er eins og að það sé olíuhreinsunarstöð eða eitthvað álíka í fjarlægð  

Gló Magnaða, 7.3.2008 kl. 12:58

13 Smámynd: Tiger

  Uzzz... ég er endalaust þekktur fyrir að vilja mikinn snjó, ófærð og kulda - rétt eins og myndirnar sýna svo fallega. En, ég dýrka líka sólina og sumaril og fer í lööööng frí til Spánar og bara útum allt á hverju ári til að sækja hita og sól.

  Þú er náttla flottust á strandamyndinni - eins og einhver sagði - alger töffari sko! En ertu viss um að þetta sé í Mehíkó, gæti eins verið bara úti á seltjarnanesi - út við vitann sko! *flaut*

Eigðu góða helgi stelpuskott og vertu góð við sjálfið!

Tiger, 7.3.2008 kl. 13:46

14 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk fyrir myndir.  Er þetta ekki svona?  Annaðhvort í ökkla eða eyra?

Knús

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.3.2008 kl. 13:53

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Júm Jenný mín ýmist í ökla eða eyra.

Ég ætla mér svo sannarlega að eiga góða helgi takk fyrir TíCí minn.  Já ég er alveg viss með Mexícó sko

Það er alveg rétt hjá þér Jóhanna, eins gott að við erum öll ólík.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.3.2008 kl. 13:59

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hehehe Gló mange takk, nei þetta er ekki olíuhreinsistöð, þetta er náttúrulega olíumengandi Hótel.  Ströndin er full af hótelum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.3.2008 kl. 14:00

17 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Flottar myndir, eins og venjulega hjá þér Ásthildur mín!

Vestfirðirnir "hrikalega" flottir í vetrarbúningi, sandstrendur Mexíkó örugglega yndislegar fyrir þá, sem þær velja!  Ég myndi samt vilja hafa þetta svona mitt á milli....alltaf!  

Sigrún Jónsdóttir, 7.3.2008 kl. 16:03

18 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Ásthildur -  alltaf flott og flott Tattoo! ..   Ég vel nú sól framyfir snjóinn.. nema þegar ég er á skíðum!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 7.3.2008 kl. 16:10

19 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Flottar andstæður þessar myndir.

Bestu Kveðjur.

Jens Sigurjónsson, 7.3.2008 kl. 16:48

20 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Sigrún mín.

Sólin er yndæl, Jóhanna mín, og ég er ánægð með tattooið, lét gera þetta á kanarí fyrir nokkrum árum.

Takk Jens minn. Og bestu kveðjur til þín líka.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.3.2008 kl. 17:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 2022150

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband