6.3.2008 | 17:33
Skilningstréð.
Það er margt sameiginlegt með manni og tré. Til dæmis hafa tré tvennskonar æðar, þær sem flytja steinefni og önnur tilvistarefni úr jörðinni upp í krónuna og svo æðar sem bera ljóstillífunina niður til rótanna. Við höfum svipað æðakerfi innra með okkur, þar sem eru ósæðar og bláæðar, sem gegna sitt hvoru hlutverki. Tré hafa græn blóðkorn en við rauð. En ég er ekki beint að tala um lífræðilegan mun, heldur frekar okkar andlega svið. Meðan tréð tekur næringu úr jörðinni, og síðan koltvísiring úr andrúmsloftinu og framleiðir súrefni, þá komumst við heldur ekki langt án þess að sækja okkar orku úr móður jörð, og að rækta anda okkar með hugsunum og andlegu ríkidæmi.
Trén nýta sér líka framlengingu í jörðinni, þau eiga í samvinnu við sveppi sem lifa neðanjarðar, þeir eru framlenging á rótum trésins, og fá í staðin súrefni frá krónu trésins.
Okkar framlenging er ef til vill fólgin í samvinnu og samstöðu með öðru fólki, eða jafnvel dýrum sem við tökum að okkur og gefa okkur ást og kærleika.
Í fyrstu eru tré örlítil, njóta ekki virðingar, né er eftir þeim tekið. Sama á við um mannfólkið, okkur hættir til að líta yfir smáfólkið og hlusta ekki á það. Þó finnst sannleikurinn í sinni tærustu mynd einmitt í hugum barnanna, réttlætið sterkast og sýnin á það sem er, skærastur.Þegar tré aftur á móti eru fullvaxta og standa glæsileg og bein á sinni rót, þá fyllast margir lotningu yfir fegurð þeirra, og jafnvel margir sem trúa á mátt þeirra og megin.
Við eldumst og þroskumst, og berum ávöxt. En aldurinn eykur okkur þroska. Það er ekki út af engu sem öldungarnir voru aðalráðgjafarnir í eldri samfélögum. Menn vissu að því eldri sem menn urðu, því vísari urðu þeir, og þroskaðir til að takast á við hið daglega líf, og miðla öðrum af visku sinni. Því er dálítið sorglegt að upplifa æskudýrkun mannsins í dag, það er þó að breytast smátt og smátt, þegar menn eru aftur að uppgötva fjársjóðin í fólki sem er reynslunni ríkari. Menn mættu stundum fara aftur til eldri tíma og skoða upphaf sitt.Það er líka svo með menntun. Nú er allt kapp lagt á að fólk mennti sig, nái sér í gráður og titla. Það er svo sem af hinu góða, svo lengi sem menn missa ekki sjónar á því sem skiptir raunverulega máli, en það er hæfni einstaklingsins sjálfs til að takast á við lifið og umhverfi sitt.
Menn geta haft allskonar próf og nafnbætur, en verið alveg jafn ófærir um að miðla því af sér. Ég þekki líka fjöldann allan af fólki sem rétt hefur gengið gegnum gagnfræðaskóla, en er sjálfmenntað í þessu eða hinu, ég hef hitt mann sem eru með bestu rafeindsvirkjum, af því að að áhuginn hans vaknaði á slíku. Og fleiri sem gengu aldrei í skóla, en eru sjálfmenntaðir, ég hef séð bifvélavirkja, tölvufræðinga og bara allkonar fólk sem hefur komist vel áfram á sínum eigin dugnaði og áhuga. Ekki að ég sé að vanmeta skólagöngu, hún ein og sér skilar bara ekki einstaklingi út í lífið, ef hann hefur ekki ræktað sjálfan sig til að takast á við það sem hann er að vinna við.
Það er stundum talað um menntasnobb og vissulega leggja margir upp úr því að vera titlaðir hitt og þetta. En skiptir það svo miklu máli þegar allt kemur til alls, ef þeir sömu standa ekki undir þeim væntingum sem til þeirra eru gerðir og hafa ekkert nema prófgráðuna til að sýna fram á getu sína ?Og skiptir það þá máli hvort þessi eða hinn hafi ekki skírteini upp á vasann um að hann hafi lært þetta eða hitt, ef hann getur sýnt fram á getu sína til að sinna því sem hann vill vinna við ?
Við erum oft föst í einhverju neti, þar sem hið raunverulega gildismat kemst aldrei að, af því að við erum uppfull af einhverju öðru en því sem er kjarninn í okkur. Hið andlega ríkidæmi, og ræturnar ofan í jörðinni. Sú festa sem ekki verður af okkur tekinn, en er samt svo einföld og sjálfsögð, bara ef við komum auga á hana. Viðurkennum hana og lifum samkvæmt því.
Mér finnst stundum eins og við lifum í gerfiveröld, þar sem við höfum búið til önnur gildi og gerfiþarfir sem þjóna í raun og veru ekki okkar andlegu verund. Er það þess vegna sem við erum svona ráðvillt og veruleika firrt ? Ég hef oft leitt hugan að þessu, og mér finnst einhvern veginn að við leiðumst æ lengra í burtu frá því sem skiptir okkur mestu máli. Sálinni og hennar þörfum. Hún þarf ekki auð og völd, hún þarf ekki að eignast allt sem hugurinn girnist. Sálin okkar er einföld og sjálfri sér nóg. Þegar við skynjum að veraldleg gæði þessa heims hafa lítið með sálina í okkur að gera, þá fyrst er hægt að fara að lifa góðu og fullnægjandi lífi. Þegar áhugi okkar er bundin þeim sem við elskum, og því sem næst okkur er, og umhyggja okkar beinist að þeim sem minna mega sín, þegar grundvallarþörf okkar verður að allir aðrir séu líka hamingjusamir, þá fyrst getum við sagt að við séum hamingjusöm. Þá blómstrar vort andlega líf.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 5
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 2022149
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þessi pistill, Queen Ásthildur of Vestfjarðarríki, er endalaust vel og snilldarlega skrifaður. Svo mikið réttur og sannur að aðdáun er að, svo ég tali nú ekki um samlíkinguna við okkar virðulegu tré.
Við gleymum nefnilega einmitt oft uppruna okkar og ættum sannarlega að leita oftar í eldri tíma og skoða upprunann eins og þú segir. Ef við gerðum meira af því að skoða og viðhalda gömlum gildum, stundum, myndum við örugglega lifa í meiri sátt við sjálfið.
Sannarlega er menntasnobbið ekki til fyrirmyndar, þó námið sjálft sem slíkt sé nauðsynlegt. Þá er líka rétt að ef fólk er bara að sækjast eftir snobbbréfum og titlum uppá vasann þá er ekki þar með sagt að sá menntaði sé eitthvað hæfari til að sýna kærleik og hafi meiri mannlega færni en sá ómenntaði. Ómenntað/sjálfmenntað fólk er um allar jarðir og hafa oftar en ekki meira vit á því sem það tekur sér fyrir hendur - einmitt vegna þess að brennandi áhugi og ástundum af ástríðu er þeirra vopn.
Þakka fyrir mig, ég er farinn að hlúa að mínum andlega auði - farinn að huga að og vökva ræturnar í jörð minni. Knús á þig fyrir þetta.
Tiger, 6.3.2008 kl. 17:57
Takk fyrir þennan góða pistil Ásthildur mín þú orðar allt svo vel þú ert svo yndisleg kona.
Kristín Katla Árnadóttir, 6.3.2008 kl. 19:28
Þarfur og frábær pistill.
Kidda (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 20:15
Mikið er þetta rétt hjá þér. það er alltof mikið af eftirsókn eftir vindi og tómi sem reynt er að fylla með hlutum. Ef ég bara ætti þetta eða hitt þá væri ég hamingjusöm/samur. Of margir hugsa ekki um að ef hamingjan býr ekki innra með okkur og við finnum hana ekki í samskiptum við fjölskyldu og vini eða annað fólk í kringum okkur, þá er hún vandfundin. Lífshamingjan er ekki í einbýlishúsinu eða jeppanum eða húsbílnum, heldur í samneyti við aðra. Viskunni söfnum við á lífsleiðinni til viðbótar skólanáminu. Sum viska finnst ekki í neinum skóla, bara í lífinu sjálfu. .
Og nú er ég orðin jafnháfleyg og þú.
Dísa (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 20:22
Takk yndislegi TíCí minn. Sé reyndar á þessu svari þínu að þú hefur góðan sálarþroska.
Takk Katla mín.
Takk Kidda mín.
Dísa mín, ég hef sko ekki einkaleyfi á að vera háfleyg En stundum kemur bara eitthvað svona upp úr sálartetrinu mínu, veit ekki alveg hvaðan ég dreg það. En það er þarna einhversstaðar inni nú eða úti.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.3.2008 kl. 20:27
Flottur pistill og sannur...
"Þó finnst sannleikurinn í sinni tærustu mynd einmitt í hugum barnanna, réttlætið sterkast og sýnin á það sem er, skærastur."
.. Ásthildur þú talar eins og Jesús Kristur ... (þetta er hrós frá mínum bæjardyrum séð)
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 6.3.2008 kl. 21:23
Sæl og blessuð Ásthildur mín. Ég er aðeins búinn, að lesa Skilningstréð þitt einu sinni, en á eftir að lesa það marg oft ennþá og íhuga. Segi því strax, þetta er tær snilld hjá þér, takk kveðja.
Þorkell Sigurjónsson, 6.3.2008 kl. 21:48
Takk kærlega fyrir frábæran pistil.
Jenný Anna Baldursdóttir, 6.3.2008 kl. 22:11
Takk mín kæru.
Jóhanna mín innilega takk fyrir þessi fallegu orð.
Þorkell minn, takk fyrir mig. Mér þykir vænt um þessi orð þín.
Takk Jenný mín.
Takk Móðir.
Knús á þig Adda mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.3.2008 kl. 23:42
Þetta er Gullpistill Cesil, sem þú ættir að birta af og til því hann er góð og holl lesning.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 7.3.2008 kl. 01:11
Takk GMaría mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.3.2008 kl. 01:25
Guðborg Eyjólfsdóttir, 7.3.2008 kl. 07:01
Nú dattstu heldur betur í uppsrettuna þína Ásthildur mín.
Takk fyrir að vöka okkur hin með þessu lífsvatni og draumadropum úr lindinni þinni.
Má maður cópía og peista svona fínum orðum og geyma hjá sér á góðum stað??
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 7.3.2008 kl. 09:33
Brynja skordal, 7.3.2008 kl. 09:51
Það máttu auðvitað Katrín mín. Og þetta er hárrétt orðað hjá þér, ég tók þetta úr uppsprettu alheimsins, það bara kom til mín si svona og ég greip það og skrifaði niður, mátti ekki breyta neinu eftir á skrýtin tilfinning. Takk fyrir mig.
Guðborg mín, góða helgi.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.3.2008 kl. 09:52
Knús á þig líka Brynja mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.3.2008 kl. 09:57
Yndisleg hugleiðing Ég á einmitt nokkra góða trévini
Þetta er svona lesning sem ætti að lesa daglega. Frábært!
Takk kærlega Ásthildur
Ragnhildur Jónsdóttir, 7.3.2008 kl. 17:18
Veistu, Ásthildur, að þarna komstu með kjarna alls sem er.
Sama hvar sem litið er, þetta er kjarninn.
Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 11:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.