Af því að bloggvinur minn Jakob Falur var að tala um sjálfstæða Vestfirði, þá langar mig að setja hér inn hugleiðingu mína frá 1. nóvember 2004, en ég hef oft áður reyfað þessi mál. En hér er hugleiðingin.
http://www.malefnin.com/ib/index.php?showtopic=24844&hl=Niceland
Ég var að fara gegnum gamalt efni hjá mér, og rakst á þessa hugleiðingu frá 9.4. 2001. Læt hana flakka hér í gamni mínu. Vinnuheitið á þessu var Niceland.
Ég hlustaði á sunnudagsspjall við Guðjón Arnar s.l. sunnudag. Mér fannst Addi komast mjög vel frá því kaffispjalli. Hann er alltaf málefnalegur og skeleggur, við erum heppin að eiga slíkan málsvara vestfirðingar og auðvitað njóta aðrir landsbyggðamenn góðs af málflutningi hans.
Ég er alveg sammála Adda að kvóti á ýsu, steinbít og ufsa verði til þess að rústa byggðum landsins, og það er alveg með ólíkindum að stjórnvöld haldi því til streitu án þess að skeyta um hvað verður.
Ég var að hugsa um að við verðum með einhverjum ráðum að ná vopnum okkar og gera eitthvað í málinu svo þetta nái ekki fram að ganga.
Ég var að láta mér detta í hug að við myndum kanna möguleikana á að stofna sjálfstætt ríki á vestfjörðum, þetta ríki næði frá Hrútafirði og Gilsfirði og yfir allan Vestfjarðarkjálkan, og við myndum einfaldlega girða okkur frá. Við myndum síðan krefjast fiskimiða okkar og búa að því sem Vestfirðir eiga. Það er hægt að nota tímann fram að september til að athuga kosti og galla þess að stofna sjálfstætt ríki. Það er að segja ef stjórnvöld ætla að kippa undan okkur lífstilverunni, þá segjum við okkur úr lögum við Ísland og stofnum sjálfstætt ríki. Ég er alveg viss um að málstaður okkar er það sterkur að þó einhverjir vildu setja fótinn fyrir okkur, þá er aðstaða okkar þannig í dag að Evrópudómstóll, eða mannréttindadómstólar myndu standa okkar meginn í því að verja tilveru okkar.
Ég er viss um að þegar við værum laus við yfirráð að sunnan, þá myndi okkur fjölga fljótlega, Öll verðmætamyndum yrði notuð hér, og við myndum koma okkur upp eigin bönkum og gullforða. Við myndum losna við töluvert af spillingun og mangi. Það er líka löngu orðið ljóst að stærri einingar eru ekki hagkvæmari en minni. Bestu fyrirtækin eru lítil fyrirtæki. Þar er betur haldið utan um hlutina, og hér myndi stjórnsýslan vera nær fólkinu en nú er. Það yrði auðvitað byrjað á að stórbæta vegasamgöngur innan ríkisins, þannig að samgöngur yrðu greiðar milli Patreksfjarðar, Ísafjarðar og Hólmavíkur, sem yrðu helstu byggðarkjarnar ríkisins.
Við myndum sennilega gera milliríkjasamninga um ýmis mál svo sem háskólamenntun, og fleira sem yrði okkur of stór biti. En það gæti allt eins verið við Danmörku, Stóra Bretland eða Bandaríkin eins og Ísland. Við myndum örugglega koma okkur upp samgöngum til útlanda. Flugvöllurinn í Dýrafirði yrði t.d. mjög heppilegur alþjóðaflugvöllur, og þá yrði grundvöllur til að kaupa fragtskip, sem sigldi með afurðir okkar út og kæmi með vörur. Auk þess myndi þetta litla ríki virka spennandi og forvitnilega á útlendinga, við myndum örugglega njóta vissrar samúðar, og fá þar af leiðandi fleiri tækifæri frá hinum stóra heimi.
Mig langar til að fá umræðu um þetta mál af fullri alvöru, sértaklega myndi ég vilja fá upp á yfirborðið kosti og galla þessarara hugmyndar frá hagfræðingum og fésýslumönnum vestfirskum.
Í staðin fyrir að sitja með hendur í skauti og bíða þess sem verða vill, hvað hinum háum herrum fyrir sunnan þóknast að láta yfir okkur dynja, vil ég að við stöndum upp og gerum eitthvað sjálf. Vestfirðingar hafa alltaf verið duglegt og harðgert fólk, sem ekki lætur deigan síga við hættuástand. Við verðum að verja tilveru okkar sjálf, það gerir það engin fyrir okkur.
Ég vil biðja fleiri að láta í sér heyra um þetta mál.
Með bestu kveðjum Cesil
Maður getur alltaf látið sig dreyma.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl Ásthildur. Frábær pistill. Sýnum nú hvað í okkur býr. Baráttukveðjur.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 5.3.2008 kl. 17:55
Jenný Anna Baldursdóttir, 5.3.2008 kl. 18:27
Frábært! Ég held ég hafi sótt um starf við "landamæravörslu"!
Sigrún Jónsdóttir, 5.3.2008 kl. 19:10
Já áfram Vestfirðir Rósa mín.
Jenný knús á þig.
Já landamæravarsla er mikilvæg Sigrún mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.3.2008 kl. 19:15
kvitt kvitt
Helga skjol, 5.3.2008 kl. 19:51
Frábær pistill hjá þér
Brynja skordal, 5.3.2008 kl. 22:48
FRÁBÆR PISTILL!
Heiða Þórðar, 5.3.2008 kl. 23:27
...gleymdi að segja þér að þú ert æði....
Heiða Þórðar, 5.3.2008 kl. 23:28
Og fast þeir sóttu sjóinn - frá Vestfjarðaríki.
Á meðan hinir uppbrettu Sunnanyfirráðalaungráðugu súpa síðasta sopann.
Ef þessi herkænskuleikur hefði orðið að veruleika - þá hefði maður þurft á því að halda að fá sér sérstakt Vestfirskt vegabréf - og atvinnuleyfi þyrfti maður að sækja um líklega. Milliríkjasamningar væru þó líklega betur gerðir við t.d. Danmörk og England því samningur á milli Íslands og Vestfjarðaríkis myndi þýða að þeir að sunnan væru komnir aftur inn á gafl og þá væri voðinn vís... *glott*.
Þú værir góð í World of Warcraft, eða Heroes of the Might and Magic. Svona fer maður að þar, stofnar sterkt ríki og byggir upp landið og her sinn til að verja auðlindirnar. Brilljant hjá þér woman, Queen Ásthildur af Vestfjarðaríki - hljómar flott ekki satt? *skellihlátur*.. luv ya.
Tiger, 6.3.2008 kl. 00:37
Væri ekki hægt að bæta Snæfellsnesinu við sjálfstætt Vestfirðingaríki?
Jóhannes Ragnarsson, 6.3.2008 kl. 07:36
Báknið burt! Láttu Björk endilega vita af þessu .. Þetta verður land hunangs og rósa ... mmmm
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 6.3.2008 kl. 08:49
Þetta er nákvæmlega málið. Ég styð ykkur í þessu. Þú gætir svo orðið kóngur í ríkinu. Mér líst vel á það.
Halla Rut , 6.3.2008 kl. 09:23
Hehe takk mín kæru. Vegtillur og upphefð er mér ekki ofarlega í huga. En ég viðurkenni að Queen Ásthildur hljómar vel Eða Cesil the King!
Knús á þig Heiða mín.
Ég vona bara að fólk átti sig áþví TÍ CÍ minn að mér er alvara með þessu. það eru fordæmi fyrir svona smáríkjum. Við þyrftum auðvitað að skoða allskonar málefni, og kaupa okkur þjónustu að, en það gæti verið alveg jafn ódýrt að semja um slíkf við dani eða svía. Við þyrftum ekki að vera háð Íslandi á neinn hátt.
Jóhannes, það gæti alveg komið til greina, með Snæfellsnesið, hitt liggur svo beint við, en við myndum ekki loka á neinn, í versta falli gætirðu bara flust yfir til okkar, hér yrði næga vinnu að fá skal ég segja þér um leið og dauð hönd ríksivaldsins hætti að voma yfir landi og þjóð.
Já Jóhanna mín, ég læt hana vita í tíma, svo hún geti samið nýtt lag fyrir sjálfstæði Íslands. Annars er búið að ákveða að þjóðsöngur okkar verði Ísland er land þitt.
Takk frir stuðninginn Halla Rut.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.3.2008 kl. 09:42
Frábært alveg það ætti bara hver fjórðungur að vera sjálfstæður.ég vildi vera við hina drottningalegu hirð
Rannveig H, 6.3.2008 kl. 10:10
Alltaf gaman að láta sig dreyma Ásthildur. Landið ætti bara allt að lýsa yfir sjálfstæði og kljúfa sig frá Reykjavík
Huld S. Ringsted, 6.3.2008 kl. 10:47
Já ég hef heyrt það áður Huld mín. Við viljum sennilega öll losna við það ofurvald sem landsstjórniin hefur tekið sér gagnvart hinum dreyfðu byggðum landsins, þar er allt nörvað niður og fólki bannað að bjarga sér, með allskonar fáránlegum lögum og reglugerðum, sem flest eru miðuð við milljónasafélög út í Evrópu. Það er út í hött, það verður að vera hægt að taka tillit til fámennra samfélaga, til dæmis sé ég ekkert sameiginlegt með Lundúnum og Suðureyri. Það er bara rugl að sömu reglur gildi fyrir svo ólík samfélög. Þess vegna er betra að leyfa fólki að ráða sér meira sjálft, þó ýtrustu leikreglur þurfi auðvitað að vera til staðar. Þá er hitt affarasælast fyrir samfélögin, fólki verður virkara að gera hlutina sjálft..
Rannveig mín, þú verður örugglega við hirðina þegar þar að kemur. Ekki málið.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.3.2008 kl. 11:09
Já mamma láttu þá heyra það !
Skafti Elíasson, 6.3.2008 kl. 13:40
Jamm sonur sæll.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.3.2008 kl. 17:30
Sæl Ásthildur, þessi hugmynd er hreint ekki galin miðað við það sem á undan er gengið. Ég vona bara ykkar vegna að þið farið ekki að sækja um aðild að öryggisráðinu eða senda jeppagengi til Langtíbutustan.
Annars er hún Björk alveg ótrúlega bóngóð. Ég minnist þess skömmu fyrir jól að Jón Magg þingmaður okkar hafði orðá því á blogginu að það væri bagalegt að slökkva á friðarsúlunni. Ég ræddi þetta við Hilmar Örn sem talaði við Björk sem aftur hringdi í vinkonu sína Joko Ono. Þetta er ekki minna tilefni.
Sigurður Þórðarson, 6.3.2008 kl. 17:57
Þannig að oft veltir lítil þúfa þungu hlassi Sigurður minn, gott mál. Hef þetta í huga þegar þar að kemur.
En í örríkinu okkar myndi ekki vera hugur á að komast í Öryggisráð eða senda fólkið okkar í stríðsleiðangra til annara landa. Við myndum örugglega sýna friðarvilja okkar í verki með því að halda frið og hlú að þeim sem minna mega sín. Við myndum líka reyna að höfða til þeirra sem eitthvað eiga, að halda sínum eignum inn á svæðinu en ekki í féhöllum erlendis. Höfða til gamla drengskaparins, og þess að hamingjan er ekki í peningum fólgin. Heldur í sjálfum manni og því sem þar er að finna.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.3.2008 kl. 20:31
Jahérna! fær maður þá stimplað í passann þegar maður kemur að kíkja á fjöllin þín Ásthildur mín?
Mér líst vel á ykkur, það er ekkert vit í olíuhreinsunarstöð eða annarri vitleysu í þetta stórbrotna landslag. Bara gæti ekki verið meira sammála. Eitthvað hreint og gott fyrir mannlífið, dýrin og náttúruna, þannig líður okkur alltaf best. Kennið okkur þetta svo, hérna fyrir sunnan, ok?
Baráttukveðjur
Ragnhildur Jónsdóttir, 7.3.2008 kl. 16:43
Já það mun verða haldið námskeið í umhverfisvernd, og mannvernd líka ekki veitir nú af Ragnhildur mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.3.2008 kl. 17:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.