Hið daglega veður.

Veðrið er gott hérna núna, logn og allt svo hreint og fallegt með nýfallinni mjöll. 

IMG_3158

Sú stutta á leið í leikskólann sinn á Suðureyri.

IMG_3159

Stundum er maður staddur í ævintýraveröld, svona einn og yfirgefinn, og bíður þess að tröllin poppi fram og stöðvi mann.

IMG_3162

Nú eða huldar vættir, eða eins og þessi engill sem hér svífur yfir.

IMG_3164

Svissneskt fjallaþorp ? nei sumarbústaðabyggðin í Tungudal, sennilega alveg sérstakt fyrir bæri, þar sem þarna eiga bæjarbúar sumarhús, sem þeir bókstaflega flytja í á sumrin, og eru þar allt sumarið í góðu yfirlæti.

IMG_3165

Það er eins og fjöllin nái saman í enda fjarðarins.  Ég hef hitt fólk sem kom sjóleiðina, og var að spá í hvað það hefði komist inn í fjörðinn, því hann virðist vera lokaður af.

IMG_3168

Felumynd af kúlunni minni.

IMG_3169

Það er bjart yfir norðrinu.  Vonandi kemst minn maður heim í kvöld með vélinni, hann fór ásamt einum portugala sem vinnur hjá okkur, sá var að verða blindur, og því nauðsynlegt að koma honum til sérfræðings fyrir sunnan.  Vonandi er eitthvað hægt að gera fyrir hann.  Fékk víst sýru í augun heima hjá sér í Portugal, og ekkert gert í því, þegar það gerðist.  Sennilega ekki mjög vinnuvænt umhverfi þar.

En sum sé þetta er rapport um hið daglega veður á Ísafirði.  Og ég held að Ólínu sé alveg óhætt að labba Seljalandsveginn, eins og hún gerir nánast á hverjum degi með Dalmatíutíkina sína. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Fínt veður hjá þér.   Oh,  hvað þetta er hræðilegt með þennan mann og augun hans. Vonandi gengur það allt vel.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 5.3.2008 kl. 15:12

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég vona allt það besta, hann á litla dóttur heima, eins eða tveggja ára, það væri slæmt ef hann missti sjónina og gæti ekki fylgst með henni vaxa og dafna. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.3.2008 kl. 15:23

3 identicon

Ekki er veðrið eins skemmtilegt hérna fyrir sunnan, rigningin að verða búin að eyða öllum snjónum

Vonandi geta læknarnir gert eitthvað fyrir manninn. 

Kidda (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 15:31

4 identicon

Sjá þessa sætu skvísu! Þarf endilega að hringja í ykkur einn góðan veðurdag og fá að spjalla við hana  

Gaman að lesa bloggið þitt Ásthildur og skoða myndirnar!
kveðja frá Hellu

Hjördís Péturs (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 15:39

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Fallegar myndir Ásthildur mín, hér í RVK er rigning. Vonandi er hægt að hjálpa honum.

Kristín Katla Árnadóttir, 5.3.2008 kl. 15:52

6 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Frábærar myndir eins og alltaf. Þú hefur svo næmt auga fyrir því sérstökum sjónarhornum. Knús til þín

Margrét St Hafsteinsdóttir, 5.3.2008 kl. 16:07

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk dömur mínar.

Ég er viss um að einhverjir eru glaðir að missa snjóinn Kidda mín. Já vonandi fær hann einhvern bata. 

Hjördís hrindu bara hvenær sem er, við erum yfirleitt komnar heim hálf fimm. 

Takk Jóhanna mín.

Takk móðir.

Ég er fegin að það er ekki rigning hér Katla mínj.  Knús á þig, já vonandi verður hægt að gera eitthvað. 

Takk Margrét mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.3.2008 kl. 16:38

8 Smámynd: Huld S. Ringsted

Hrikalega flott myndin nr. 2 !! og að sjálfsögðu allar hinar líka, þessi bara greip mig  strax Vonandi er eitthvað hægt að gera fyrir manninn í Rvík.

Huld S. Ringsted, 5.3.2008 kl. 16:55

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er svo hrifin af svona ljósbrotum Huld mín.  Já ég vona það, ég fær fréttir af því þegar þeir koma á eftir, með flugvélinni.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.3.2008 kl. 17:12

10 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Þessi mynd númer tvö er ótrúlega flott, hún heillar mig alveg upp úr skónum. Hinar eru líka flottar en þessi, ekkert smá dulúðleg .... !

Sunna Dóra Möller, 5.3.2008 kl. 21:18

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já hún er dálítið spúkí, enda fannst mér ég vera í einhverjum ævintýraheimi allt í einu, alein í veröldinni.  Það var mjög sérstakt. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.3.2008 kl. 22:01

12 Smámynd: Solla Guðjóns

Ég vildi að ég væri vel dúðuð inní þessum myndum

Knús á þig

Solla Guðjóns, 6.3.2008 kl. 10:56

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Knús á þig líka Solla mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.3.2008 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 2022144

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband