4.3.2008 | 22:50
Þegar ég varð sextug.
Ég var að taka til í tölvunni minni og rakst á þessa tölu mína sem ég hélt í tilefni af 60 ára afmælinu mínu, og út af pælingum hennar Jennýjar hér bloggvinkonu m.a. um hrukkur, datt mér í hug að setja hana hér inn svona undir svefnin, til gamans.
Þegar ég var eins árs, þá hafði ég eins og barnið í Mary Poppins, gleymt þrastarmálinu, og hvers vegna ég kom og hvað ég ætlaði mér að gera.Þegar ég var tíu ára, hélt ég að lífið væri búið um tvítugt. Þegar ég var tvítug, héldu allir að ég væri sextán. Þegar ég varð þrítug, héldu allir að ég væri tvítug. Fertug varð ég og enn á uppleið, gæjarnir horfðu á eftir mér, og blístruðu. Fimmtug, og strákarnir horfðu enn á eftir mér, að vísu svolítið eldri strákar.Í dag er ég sextug, ég er að byrja að róast og þroskast. Ég er farin að hlakka til að verða sjötug, og geta farið að hafa tíma til að raða myndunum inn í albúm, og dútla í róleg heitum, sem kannski endist mér til áttræðs. Níræð gæti ég orðið, ellismellur á heimili fyrir slíka, ef ég verði hundrað, þá kemst ég í viðtal við blöðin án fyrirhafnar, 106, þá fæ ég bréf frá ökuskólanum. En ég ætla að lifa í topp uns kallið kemur. Nú er ég orðin nógu þroskuð til að vita hvað hlýhugur þýðir. Hlýhugur?Það er orð sem maður skilur ekki fyrr en maður er orðin eldri en tvævetur. Þegar maður er ungur, þá heyrir maður þetta orð, og það virkar mjög fjarlægt. En það er ekki mjög langt síðan að ég fór að setja merkingu í þetta orð. Hlýhugur, þegar maður loksins skilur það, þá segir það svo óendanlega margt. Það segir að þegar maður finnur hlýhug, þá þýðir það það, að einhverjum þykir vænt um mann. Hlýhugur kemur ekki út af engu, sá hugur er áskapaður, maður hefur unnið fyrir honum. Enginn nennir að sýna einhverjum hlýhug, sem honum líkar ekki við. Til hvers ? það er hægt að smjaðra, og biðja og rella. En að sýna hlýhug........ nei, fyrir honum þarftu að eiga inneign. Ég hef undanfarið verið að átta mig á þessu. Og skynja þenna fallega hug, sem ég finn fyrir. Og mér líkar hann vel. Og hjarta mitt fyllist þakklæti, til þeirra sem sýna mér hann, og forsjóninni fyrir að hafa gefið mér tilefni til að geta vænst þess að einhver sýni mér slíkan hug. Það er sagt að bágt eigi vinalaus maður, og slíkur á svo sannarlega bágt. En enginn er vinalaus, ef hann hefur ræktað vináttuna við náunga sinn. Vináttu og kærleika þarf að rækta eins og hvert annað kærleiksblóm, hlú að henni, og leggja sig fram um að eiga innistæðu. Leggja inn í kærleiksbankann. Að gefa af sjálfum sér. Annað sem ég get þakkað forsjóninni fyrir er, að ég er maður hversdagsins. Ég er almúgakona, svo að það þarf enginn að smjaðra fyrir mér, eða leika neinn leik. Þeir sem hafa völd, peninga og frægð, verða að búa við það, að vita ekki hvenær vinátta er boðin af góðum huga eða af löngun í vegtyllu, eða viðurkenningu af einhverju tagi. Enginn þarf að smjaðra fyrir mér, þannig að þeir sem eru mér góðir, eru það af því að þá langar til að vera mér góðir, eða þeir hafa fundið eitthvað í minni persónu, sem gerir það að verkum að þá langar að auðsýna mér velvild og hlýhug. Eftir því sem ég verð eldri, því vænna þykir mér um slíkt. Og kann betur að meta það. Sennilega spilar þarna inn í, að þegar við hverfum héðan, þá förum við eins og við stöndum. Við tökum ekki með okkur kornhlöðurnar eða peninga.Það sem við getum hugsanlega tekið með okkur yfir móðuna miklu, er einungis kærleikur og væntumþykja. Ég er þess fullviss að þeirri sál, sem þannig fer, mun vegna betur, og ganga betur að aðlagast nýjum aðstæðum. Þess vegna mínir kæru gestir, er ég þakklát þegar ég lít yfir hópin í kvöld og sé ykkur öll standa hér, til að fagna með mér og mínum elskulega maka til þrjátíu og fjögurra ára. Þakklát fyrir að þið skylduð taka frá tíma til að koma og fagna með okkur, og sýna okkur þann hlýhug sem við höfum orðið áskynja. Ég vil líka þakka þeim sem höfðu samband og gátu ekki verið með okkur hér í kvöld.Svo ég segi bara kærlega takk fyrir okkur. Og megi kvöldið vera öllum ánægjulegt
Góða nótt og sofið rótt.Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 2022144
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sendí þér hlýhug inn í nóttina
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 4.3.2008 kl. 22:57
Frábær ræða Ásthildur og svo sönn! Brúðkaupsmyndin æðisleg og sama hlýja brosið á brúðinni og blasir við okkur í bloggheimum í dag! Þú ert yndisleg, Góða nótt.
Sigrún Jónsdóttir, 4.3.2008 kl. 23:09
Æðinsleg mynd af ykkur góða nótt Ásthildur mín
Guðborg Eyjólfsdóttir, 4.3.2008 kl. 23:28
Mikið var þetta fallegt hjá þér Ásthildur mín, alltaf verð ég sannfærðari um það að þú sért mjög sérstök og góð kona (ég er ekki að smjaðra,enda sagði móðir mín heitin að maður ætti alltaf að segja það sem manni býr í brjósti og vera hreinskilinn). Megi allar góðar vætti vaka yfir ykkur fjölskyldunni í kúlunni þinni. Góða nótt.
Jóhann Elíasson, 4.3.2008 kl. 23:37
Svo fallegt og satt sem þú settir á blað ég bara fékk smá tár(Er viðkvæm kannski væmin) Mikið eru þið Glæsileg á Brúkaupsmyndinni yndislegt knús inn í nóttina
Brynja skordal, 5.3.2008 kl. 00:10
Góðar pælingar. Já og frábær mynd. Topp klassi!
Ólafur Þórðarson, 5.3.2008 kl. 01:12
Frábær texti. Flott ljósmynd. Ég tek undir með Jóhanni: Megi allir góðir vættir vaka yfir ykkur fjölskyldunni í kúlunni. Ég vil bæta við að alltaf þegar ég kem til Ísafjarðar og nafn þitt berst í tal þá færð þú einstaklega jákvæða umsögn. Mér þykir sjálfsagt að þú fáir að vita af því.
Jens Guð, 5.3.2008 kl. 01:54
Solla Guðjóns, 5.3.2008 kl. 01:57
Glæsileg hjón og frábær ræða Cesil.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 5.3.2008 kl. 02:25
Skemmtilegar og sannar hugleiðingar. Mamma hefði skrifað undir þetta, hún sagði alltaf það skiptir mestu máli hvernig þú umgengst samferðafólkið heldur en að gera eitthvað stórkostlegt eða vekja athygli. Sjáum vináttu okkar sem enst hefur 60 ár þó vík sé milli vina þá eru það minningarnar sem hlýja og valda því að þráðurinn slitnar ekki. Með sama áframhaldi áttu allavega fullt af vinum og velunnurum fyrir næstu 50-60 ár. Ýmis uppátæki okkar á unglingsárum geta enn komið mér til að hlæja. Myndin ykkar er flott eins og alltaf, geymi mitt eintak á góðum stað.
Dísa (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 08:21
En hvað þið eruð öll yndisleg og góð. Þessi orð ykkar allra ylja mér langt út í daginn, og miklu lengra reyndar.
Kveðja til þín líka Móðir.
Góðan dag kæra Hulda.
Takk Sigrún mín.
Góðan dag Guðborg mín og takk.
Innilegar þakkir fyrir þessi fallegu orð Jóhann minn.
Takk Brynja mín.
Þakka þér Veffari minn.
Jens þessi orð þín eru mesta hrós sem hægt er að fá.
Góðan dag Solla mín.
Takk Guðrún María mín.
Dísa það er satt sem þú segir, og hun mamma þín var alveg sérstök manneskja, hún gaf mikið út í samfélagið, með glaðværð sinni og hógværð, ég minnist hennar alltaf með sinn dillandi hlátur, geislandi augun og eitthvað skemmtilegt að segja. Það er frábær minning. Og já minningarnar ylja manni, jafnvel það sem manni fannst ekki fyndið á sínum tíma, eins og þegar Kristján Rafn stakk stafnum í handarbakið á mér, þar er reyndar ennþá smáör, en við vorum náttúrulega að djöflast í þeim strákunum. Man ekki einu sinni hvað hann heitir lengur, frá Kúabúinu, eitthvað Bé. En það kemur.
Knús á ykkur öll og takk fyrir mig.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.3.2008 kl. 09:29
Mæli með að Skafti skarti svona myndarlegu skeggi einhvern daginn hehe.
Steingrímur Rúnar Guðmundsson, 5.3.2008 kl. 10:27
Falleg færslan þín elsku Ásthildur ég sendi þér hlýhug mér þykir svo vænt um þig.Falleg mynd af ykkur hjónum. Knús
Kristín Katla Árnadóttir, 5.3.2008 kl. 10:43
Það var hann Bragi sem þú ert að reyna að finna nafn á, hann var bara með okkur fyrstu tvo veturna í Gaggó og var ári yngri.
Dísa (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 10:54
Frábær ræða og ÆÐISLEG mynd
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 5.3.2008 kl. 11:23
Já Dísa mín það var Bragi sem ég var að reyna að muna, þeir fóru iðulega á gönguskíðum í skólann félagarnir. Ósköp þykir mér vænt um að vera komin í meira samband við þig Dísa mín.
Takk Katla mín, mér þýkir líka undurvænt um þig, þó ég hafi aldrei séð þig, maður þarf ekki endilega að sjá manneskju til að láta sér þykja vænt um hana. Það er bara sálin sem skín eins og stjarna.
HEhe Steingrímur, þetta er örugglega hér með komið á framfæri. Hann yrði auðvitað að fá sér barta líka ekki satt
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.3.2008 kl. 11:24
Ofboðslega falleg brúðarmyndin af ykkur. Hvenær er hún tekin?
Hvernig er það, - ertu ekki farin að syngja gamla góða lagið; When I´m 64.
Laufey B Waage, 5.3.2008 kl. 11:36
Ég gifti mi 16. júní 1973 Laufey mín. Þetta lag ætla ég að syngja þann 11. september 2008. Og um það leyti ætlum við að hittast fermingarsystkinin hér á Ísafirði, og rifja upp þá gömlu góð daga. Svo september verður fjörugur hjá mér.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.3.2008 kl. 12:20
Það verður örugglega stuð og stemmning hjá ykkur líðveldisbörnunum.
Laufey B Waage, 5.3.2008 kl. 12:45
Jamm pottþétt örugglega, við erum nefnilega öll svo skemmtileg
Jóhanna mín ég sá þig ekki alveg strax, knús á þig
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.3.2008 kl. 12:51
Jesús minn hvað þið eruð sæt. Og eruð ennþá auðvitað.
Jenný Anna Baldursdóttir, 5.3.2008 kl. 12:53
Hehehe takk fyrir það Jenný mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.3.2008 kl. 13:04
Það er aldrei gert of mikið af því að rækta vináttuna og kærleikann. Þú virðist sannarlega vera rík af hvoru tveggja og vel það. Ritsmíðin er geggjuð og gamla myndin er glæsileg - eða öllu heldur er það parið á myndinni sem er glæsilegt..
Tiger, 5.3.2008 kl. 14:09
Takk fyrir blómin og hlý orð TíCí minn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.3.2008 kl. 14:32
Flott tala og myndin af ykkur OMG! æðislegt par
Huld S. Ringsted, 5.3.2008 kl. 23:04
Hehehe Hallgerður mín.
Takk Huld mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.3.2008 kl. 17:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.