4.3.2008 | 12:17
Er stríðið í Írak og vandamál múslimaheimsins svo fjarri okkur ?
Ég hef verið að horfa á þessa glaðlegu og fjörugu stráka sem ég birti myndina af í gær. Og hugur minn hefur hvarflað til dómsmálaráðherrans okkar, sem langar helst til að taka upp herþjónustu, og taka þátt í stríðsbrölti um heiminn. Hann hefur jafnvel gengið svo langt að ræða um að björgunarsveitirnar gerist heimavarnarlið og útkallssveit og læri vopnaburð.
Ég verð að segja að mér hugnast þessi hugsanagangur engan veginn. Og það er hægar í að komast en úr að fara. Ef ráðamönnum tekst að koma hér upp her, verður ekki aftur snúið. Það er hræðileg tilhugsun.
En aftur að þessum glöðu drengum. Hvað ef hér væri herþjónusta, og að þeir herramenn sem tóku það upp hjá sjálfum sér að blanda okkur í ólöglega innrás í Írak, hefðu komið því við að senda drengina okkar í slíkar morðferðir.
Það er ekki svo langt í burtu frá okkur þegar allt kemur til alls. Ég á yndislegan frænda, systurson, sem býr í Danmörku, hann var sendur til Írak. Að vísu er hann með allskonar orður og viðurkenningar fyrir hetjulega framgöngu, þar sem hann sýndi bæði fórnfýsi og hugrekki. En örin í sálinni gróa ekki svo glatt.
Ég ætla hér að birta úr bréfi mágs míns, sem hann setti á netið, svo þið getið séð að við erum bara hársbreidd frá hryllingnum.
Gef honum hér orið.
"Nú langar mig að skrifa nokkra línur um mínar hugsanir til Drengjana Okkar sem fóru að berjarst í Írak. Ég birti hér nú einnig mynd af Hjalta slösuðum, sem ég gat ekki áður þar til að allir Dönsku hermennirnir voru farnir frá Basra. Þótt að útlegðin í stríðinu hafi verið okkur öllum erfið erum við Guði þakklát fyrir öll bænasvörin um vernd yfir Hjalta, en sorglega náðu ekki allir drengirnir heim á lífi. Þetta er það verð sem við greiðum fyrir Bandaríska heimsvaldastefnu á sama tíma sem við erum að reyna að verja það vestræna lýðræði og stjórnskipan sem margar kynslóðir hafa barist fyrir, en á sama tíma er það eins og fjármálahákar og olíjuokrarar nýti sér þetta út til ystu æsar. Áttaíu prósent af útfluningstekjum Bandaríkjamanna kemur af sölu á hergagna framleiðslu og er það holt og gott fyrir þeirra efnahag að það séu alltaf ölfugar styrjaldir í gangi. Kaupmannahöfn brennur fólk frá Arabalöndunum notar sér óspart tækifærið við birtingu M-teikninga að koma fram með sína óánæju með hverning farið er með þá. Ég hefi haft samtöl við ýmsa nágranna og vini um þessi mál og þeir segja að margra ára útskúfun frá atvinnutækifærum og kynþáttamisrétti eigi sér rót að þessum óeirðum, hvort að það sé rétt að senda börnin sín undir lögaldri út á kvöldin til þessara aðgerða, verða þeir að taka fulla ábyrgð á. Ég hefi alltaf sagt að við Skandinafar hefðum aldrei í byrjun átt að taka við þeim, við erum nefnilega þannig, að ef útlendingur vill ekki verða eins og Við í máli, trúarbrögðum. skoðunum og háttum, þá eru þeir í raun ekkert velkomnir í okkar samfélag, þetta er nú bara þjóðarsálin!. Ég held að almenningur og stjórnmálamenn ættu að skoða þessa staðreynd og fara að sætta sig að þetta fólk eru þjóðarbrot sem hafa engan áhuga á að verða eins og VIÐ." Tilvitnun lýkur.
Frændi minn hér lengst til vinstri.
Í 50 °hita inn í skriðdrekum, spurningin um að skjóta eða verða skotinn, allstaðar hætta á sprengjum. Ég er ekki að vorkenna innrásarliðinu, en ég er að segja að það er hræðilegt hvað er verið að leggja á syni og dætur fólks í löndum þar sem herþjónusta ríkir. En þó þessi yndislegi frændi minn hafi komið heim í heilu lagi, þá er langur vegur frá að hann hafi náð sér andlega. Einn besti vinur hans var sprengdur við hliðina á honum. Annar úr deildinni hans framdi sjálfsmorð þegar heim var komið, gat ekki lifað með minningunum. Hann sjálfur gengur til sálfræðings hersins.
Er það svona sem við viljum til handa okkar saklausu börnum ? Ég segi nei takk Björn Bjarnason, ég vil ekki sjá að íslendingar verði nokkru sinni svo aumir að þeir lyfti vopnum gegn neinni þjóð.
Það getur vel verið að sumir hafi einhverja blauta drauma um frægð og frama í herbúningum og upphefð á vígvelli, en fyrr skal ég dauð liggja en samþykkja slíkt til handa okkar sonum og dætrum, við skulum því vera vel á verði gagnvart öllum tilraunum til að gera Ísland að herveldi.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 2022144
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heyr, heyr Ásthildur! Blauta drauma .. hahahah..
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 4.3.2008 kl. 13:53
Mikið er ég sammála þér Ásthildur, vil ekki sjá hernaðarbrölt hérna á Íslandi. Ef Björn Bjarna er svona hrifinn af hugmyndinni þá getur hann bara flutt með sína "blautu" drauma annað og stundað byssuleiki sína þar. Fyrr skal ég líka dauður liggja - eðlilegum dauðdaga - en að samþykkja svona vitleysu.
Tiger, 4.3.2008 kl. 14:54
Elsku Systir
Hjalti er lengst til vinstri á myndini !
Þín elskandi systir Sigga
Sigridur Thordardottir (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 15:45
Alveg er ég sammála, við höfum akkúrat ekkert að gera við her. Björn virðist ekki hafa vaxið úr tindátaleiknum.
Knús
Kidda (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 16:22
Gæti ekki verið þér meira sammála, Ásthildur, mér finnst hræðilegt að Ísland sé að spá í að koma sér uppi her, maður hefur alltaf verið svo stoltur af landi og þjóð akkúrat af því að þar er enginn her, og engin vopn hjá lögreglu (skotvopn þá).
Mér finnst hræðilegt hvernig Bandaríkin (Brúskurinn) hafa snúið sér að þessu stríði, það vita það allir menn með mönnum að þetta stríð var hafið vegna olíuleita, ekki terrórista, og hér í Bandaríkjunum getur fólk ekki beðið eftir að fá nýjan forseta.
Ég átti vin sem fór til Írak, og hann kom heim til Boston, týndist, var týndur í tvo mánuði, fannst látinn í hafinu við bryggju í Boston. Hann drukknaði, og við vitum ekki enn hvort að það var sjálfsmorð, slys, eða morð. Ég veit bara að hann var aldrei samur eftir að hann fór til Írak tvisvar.... Hann var fyrsta ástin mín, og góður vinur minn, og ég sakna hans mikið í dag.
Það á ekki að fórna fleirum í þetta stríð, of margir hafa dáið, slasast, og eru andlega slasaðir í dag. Enginn her á Íslandi, ég skal sko skrifa undir það!!!!
Takk fyrir hugulsömu orðin á blogginu mínu, þú ert yndisleg
Bertha Sigmundsdóttir, 4.3.2008 kl. 16:34
Úbbs lilla sys, auðvitað er hann legst vinstri, Knús á þig
Jamm svita bara ... ætli það ekki Jóhanna mín
Gott Tigercopper, við erum þá sammála í þessu
Nákvæmleg Kidda mín, okkar íslenska ungviði á betra skilið en her, þó sumir mættur fá smá aga, en til þess eru skátar og aðrar góðar íþróttir.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.3.2008 kl. 16:37
Takk Bertha mín. Thats what friends are for já það er sorglegt hve illa til reika andlega margir koma heim, enda eru þetta óharnaðir drengir sem eru sendir út í þetta víti. Og svo ekki sé nú talað um blessað fólki þarna úti, mæður börn, afa og ömmur, hvers á fólkið eiginlega að gjalda, bara til að þjóna sérhagsmunum nokkurra manna í öðru landi og annari heimsálfu. Nei við skulum vera á varðbergi gagnvart okkar ungviði. Líta okkur nær.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.3.2008 kl. 16:42
Ég er alveg sammála, Björn Bjarnason má hafa sína herdrauma fyrir mér, verst að hann skyldi ekki prófa meðan hann var ungur að ganga í erlendan her, þá væri áhuginn trúlega minni. En við íslendingar höfum ekkert með her að gera okkur nægir rembingurinn sem oft kemur upp hjá okkur þó við höfum ekki beittari vopn til að beita en penna eða tölvu. Stundum virðist hægt að valda sálarskaða með því. Vona bara að frændi þinn fái góða hjálp, því stundum er verra að horfa á en lenda í.
Dísa (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 18:03
Takk Dísa mín. Hann er í góðum höndum, og svo á hann kærleiksríka unnustu, sem er honum hjálparhella. En það er alveg rétt hjá þér, að ég held að enginn sem hefur lent í því að bera vopn og jafnvel bana annari manneskju, langi til þess og fari ótilneyddur í slíka för. Þess vegna hefði farið betur að þessi ágæti maður hefi stundað herþjónustu einhversstaðar úti í heimi, Víetnam ef til vill.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.3.2008 kl. 18:10
Óðinn hafði mikinn áhuga á þessari mynd.. ég held að hann sé hreinlega skoðunarbróðir BB í þessum efnum :)
Skafti Elíasson, 4.3.2008 kl. 19:57
Sagðirðu honum að stórifrændi væri á myndinni ?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.3.2008 kl. 20:21
Gott hjá þér Ásthildur
Sigurður Þórðarson, 4.3.2008 kl. 21:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.