Suðureyri á fallegum degi og hörkutól sem ekki kalla allt ömmu sína....

Nema þá sem var einmitt í sundlauginni með þeim.  En ég fór á Suðureyri seinni partinn til að ná í prinsessuna mína, og við fórum í sund í leiðinni.  Þar voru tvö hörkutól sem sýndu svo ekki varð um villst að þeir eru karlar í krapinu.

IMG_3150

Flottir ekki satt ?

IMG_3148

Gaman í snjónum.  Þetta kalla ég hörkukarla.

IMG_3153

Og komnir ofan í hlýjuna aftur.

IMG_3145

Vatn er náttúrulega bara vatn, í hvaða formi sem það er ekki satt ? LoL

IMG_3134

Þessi mynd er sérstaklega fyrir Sigrúnu, annars var erfitt að finna rétta húsið, þar sem húsnúmerin eru eitthvað á reiki.

IMG_3138

Svo ég tók nokkur hús til viðbótar svona til öryggis. W00t

IMG_3139

En þetta var sérdeilis fallegur dagur.

IMG_3140

Og mikill snjór á Suðureyri.

IMG_3141

Þetta er aðalgatan gegnum þorpið.

IMG_3142

Hér erum við að koma úr sundi, hið nýja íþróttahús tengist sundlauginni, með þessum skemmtilega gangi.

IMG_3154

Svo að lokum mynd af Kubbanum.  Takið eftir birtunni í ljósaskiptunum.  Við fórum á Thai Koon og fengum okkur Thai mat að borða, sem er hið mesta hnossgæti. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sérlega fallegur dagur víða um land.

Ásdís Sigurðardóttir, 3.3.2008 kl. 20:45

2 Smámynd: Tiger

  Vetrarmyndir eru alltaf svo skemmtilegar og flottar. Fínar myndir hjá þér. Mikið væri ég til í aðeins meiri snjó

Tiger, 3.3.2008 kl. 20:51

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

ALveg trúi ég því nú einhvernveginn Tigercopper minn. 

Já Ásdís mín mér skilst að það hafi verið fallegt veður víða. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.3.2008 kl. 20:54

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Elsku Ásthildur!Ástarþakkir!

Æskuheimilið mitt er á fyrstu "húsamyndinni".  Birkitréð í forgrunni var gróðursett af henni mömmu minni sálugu á 7. áratugnum:  Beinvaxið og fallegt. í skjóli fyrir vestanáttinni.   Þið blómakonurnar hefðuð þurft að þekkjast.   Ég man að einhvertíma var hún búin að koma upp áströlsku tré í bakgarðinum, þar sem einhver Ástralinn, sem var þarna í farandvinnu gaf henni fræ!!

Má ég ræna þessari mynd yfir á mína síðu? En enn og aftur - knús og kossar!

Sigrún Jónsdóttir, 3.3.2008 kl. 21:25

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já auðvitað Sigrún mín.  Ég tók hana spes fyrir þig.  Já það hefði verið gaman að kynnast henni móður þinni.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.3.2008 kl. 21:31

6 Smámynd: Huld S. Ringsted

Yndislegt vetrarveður hjá þér Ásthildur, hérna er búið að snjóa í dag og hvessa inn á milli.  Kveðja vestur

Huld S. Ringsted, 3.3.2008 kl. 21:37

7 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Sæl Ásthildur mín, ég get upplýst að Aðalgata 37 á Suðureyri er í eigu Vernharðar bróður míns og Svövu mágkonu minnar, og hafa þau gert það upp af miklum myndarskap.  Þau eru um þessar mundir í Canterbury á Englandi þar sem þau hafa vetursetu, og hafa örugglega mjög gaman af því að sjá þessar myndir (ég sendi þeim link).  Annars blogga þau af miklum móð á síðunni www.kantaraborg.blogspot.com.  Bestu kveðjur,

Sigríður Jósefsdóttir, 3.3.2008 kl. 21:38

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég vissi það Sigríður mín, takk samt fyrir að senda þeim link.  Hitti systur hennar Svövu þegar hún kom af leikskólanum sveif á hana og spurði hvort þetta væri ekki örugglega rétta húsið, ef mér skjátlast ekki þá á hún einmitt rauða húsið. Knús á þig.

Þið hafið þá líka nægan snjó Huld mín

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.3.2008 kl. 21:47

9 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Kæra Ásthildur, þú stendur þig alltaf í myndunum, ég hef alltaf svo gaman af að skoða myndir af vestan, sérstaklega Ísó, takk fyrir þetta. Hafðu það gott í snjónum, hér er smá kuldi í Kaliforníu, en enginn snjór, hvorki í fjöllum né fjöru....

Bertha Sigmundsdóttir, 3.3.2008 kl. 22:30

10 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Meiri snjó meiri snjó meiri snjó

Karlar í krapinu þarna fyrir vestan  enda rafvirkinn minn alinn upp í Búðardal  ég er ekki landfræðilega rugluð  veit að hann er ekki á Vestfjörðum, en fyrir vestan er hann

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 3.3.2008 kl. 22:36

11 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Takk aftur Ásthildur mín

Búin að blogga um húsið "mitt" með myndinni frá þér!

Sigrún Jónsdóttir, 3.3.2008 kl. 22:37

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég sá það einmitt núna rétt í þessu þegar ég fór smárúnt.  Takk fyrir hlý orð í minn garð Sigrún mín.

Bertha mín, veistu að mér er svo mikil ánægja að geta gert svona fyrir fólk.  Það hreinlega gleður mig mikið.  Vonandi fer allt vel hjá þér.

Meiri snjó hehehe Hulda mín, já ég veit, Búðardalur er einmitt ekkert rosalega langt frá Vestfjörðum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.3.2008 kl. 22:51

13 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Sæl Ásthildur. Kannast vel við lífið við sundlagar þar sem ég starfa sjálfur sem sundlaugavörður hér í Eyjum. Sýnist að víða en hér hjá okkur sé mikill snjór.  Þú ert góð við myndatökur og dugleg við þá iðju.  Haltu áfram á þeirri braut því við hin fáum að njóta fagurs útsýnis og skemmtilegra mynda úr mannlífinu.  Takk og kveðja til þín.

Þorkell Sigurjónsson, 3.3.2008 kl. 22:56

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Þorkell minn fyrir þessi hlýju orð. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.3.2008 kl. 23:08

15 Smámynd: Brynja skordal

sætar myndir af krökkunum og hinar flottar líka Já namm fer nú alltaf á Thai koon þegar ég kem á ísó borðaði þar síðast þegar ég var fyrir vestan sem voru vetrarnætur í haust

Brynja skordal, 3.3.2008 kl. 23:39

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ókey Brynja mín.  Jamm það er alveg ágætt að bregða sér á Thai Koon.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.3.2008 kl. 23:52

17 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Það eru greinilega miklir víkingar þarna fyrir vestan. Hörkukallar í snjónum

Alltaf gaman að skoða myndirnar þínar. Þú ættir að fá orðu frá ferðamálaráði vestfjarða. Mann langar alltaf að sjá þetta landslag, og meira að segja húsin sem maður sér í myndunum þínum.

Ragnhildur Jónsdóttir, 4.3.2008 kl. 09:48

18 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Aldrei klikkar þú Ásthildur, með öllum þínum fallegu myndum, en ég var að skrifa áðan grein um Vestfirði.  Skoðaðu það sem fyrst.

Jakob Falur Kristinsson, 4.3.2008 kl. 10:02

19 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Fallegar myndir en úff hvað strákarnir eru duglegir mér verður bara kalt. Kær kveðja

Kristín Katla Árnadóttir, 4.3.2008 kl. 10:21

20 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Móðir þú þarf að bæta úr því sem fyrst.  

Já þeir eru flottir strákarnir.  Hehe Ragnhildur ætli ferðamálaráð hefi nú ekki eitthvað annað að gera, en hugmyndin er komin fram hér hjá þér.

Jakob ég var reyndar búin að lesa og kommentera hjá þér.

Kveðja til þín líka Katla mín og vonandi gengur allt vel hjá þér og þínum manni.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.3.2008 kl. 10:31

21 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Skemmtileg þessi bláa birta.....

Hvaða þorp er það sem stendur undir Kubbanum? Er það Suðureyri? Hvað var ég að lesa um eitthvað þorp undir Kubb?

Manstu það?

Hrönn Sigurðardóttir, 4.3.2008 kl. 10:46

22 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þorpið undir Kubbanum er svokallað Holtahverfi, eitt úthverfi frá Ísafirði.  Nú stendur til að gera snjóvarnargarð undir Kubbanum og alla leið upp á topp á honum, það verður gríðarleg eyðilegging á þessu fallega kennileyti bæjarins.  Því miður.  Það er skiptar skoðanir meðal fólks um nauðsyn þessa, og sumir sem þarna búa vilja ekki sjá þessa framkvæmd.  Það er alltaf erfitt þegar stangast á almannaheill og skemmd á náttúrunni.  Vona samt að það verði farið varlega þarna og reynt að eyðileggja sem minnst. 

Helst vildi ég sjá að fólk byggði öðruvísi hús svona við fjallshlíðar, hús sem eru hornrétt á fjallið, með litlum gluggum upp í hlíðarnar.  Það hefur sýnt sig m.a. á Norðureyrinni við Súgandafjörð að slíkar byggingar kljúfa snjóflóð og standast þar af leiðandi álagið.  Einnig er ég sannfærð um að kúluhús stenst slík flóð, þar sem verst virðist vera hljóðbylgja sem fer undan flóðinu og skellur á húsunum, og rífur þakið upp, svo kemur snjórinn á eftir og þá er húsið hálflamað fyrir.  Það er svo margt sem þarf að huga að  í sambandi við byggingar, ekki bara lþungbærarplötur og járnabindingar, heldur hönnun og staðsetningu húsanna miðað við hættuna sem staðið er frammi fyrir. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.3.2008 kl. 11:16

23 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Suðureyri er friðsamt yndislegt þorp fjarri heimsins glaumi, en þar býr skemmtilegt fólk.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.3.2008 kl. 16:44

24 identicon

Takk fyrir þessar myndir Ásthildur, sá son minn í bakgrunninum (hefur haldið sig í heita pottinum), mætti alveg upplýsa það að þessir þrír eru allir frændur þótt fjarskyldir séu, sannir víkingar

                         Kær kveðja frá "nágranna"

Halldóra (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 21:56

25 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir innlitið Halldóra mín, jamm þeir eru sannir víkingar þessir piltar. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.3.2008 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 2022144

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband