Gamlar myndir og nýjar.

Ég var að fá sendar nýjar myndir af henni nöfnu minni frá Vín.  En ég ætla líka að setja inn gamlar myndir, fyrst myndina sem Rannveig var að biðja mig um að setja inn af henni, Steinunni og Snorra.  Hún er sett inn fyrir Dísu vinkonu.

Rannveig, Steinunn og Snorri

Svo sendi Dísa vinkona mín mér þessa  mynd, ætli ég sé ekki svona 12 ára.

Íja

Hér eru svo nýjar myndir af litlu Ásthildi Cesil.

CIMG1334

Greinilega komið vor í vín.

CIMG1345

Lítil ömmustelpa.

CIMG1380

Maður er nú aldeilis flott.

CIMG1389

Dugleg við þvottinn líka.

CIMG1415

Gott að fara í Oberla sundlaugina, hún er upphituð, eða reyndar eru þetta margar laugar, bæði úti og inni, svipað og hér heima. 

CIMG1445

Gott að vera hjá Romínu.

CIMG1483

Mamma er þó best.  Þær koma sennilega um páskana.  Það verður fjör í kúlunni, því Bjössi sonur Ella kemur að öllum líkindum líka með litla stubbinn sinn.  Það verður æðislegt.

En í gær komu Sigurjón Dagur og Ólöf Dagmar í heimsókn með mömmu sinni og Julla syni mínum.  Við pöntuðum okkur pizzu og áttum skemmtilegt kvöld.

IMG_3041

Það var spilað og svona.

IMG_3043

Pizzunum voru gerðar góð skil líka.

IMG_3038

Það er ágætis veður í dag.  Búið að birta aðeins og hætt að snjóa, og svo er logn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábær mynd af Steinunni, Rannveigu og Snorra, ekkert svooo mörg ár síðan:). Ætli þær séu ekki teknar á svipuðum tíma hún og hin af þér á steinhandriðinu. Svo er líka gaman að sjá nýjar myndir af nöfnu þinni. Ótrúlegt, mér finnst svo stutt síðan mamma hennar var á þessum aldri. Það er ekki spurning að tíminn líður hraðar núna en áður.

Dísa (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 12:36

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég mun njóta myndanna þinna áfram,  vona að sumarið í sumar, verði sumarið sem við hjónin förum vestur.  Girls Rule

Ásdís Sigurðardóttir, 2.3.2008 kl. 13:10

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Alveg eins og mamma þín sagði okkur mannstu.  Tíminn líður hraðar eftir því sem maður eldist meira, en svo sagði hún ég eldist ekkert er sama stelpan, en allir hinir eldast svo hló hún þessi elska.  Alltaf svo glöð og kát.  Já Dísa mín, börnin okkar og systkini eldast og fara sennilega fram úr okkur hehehe

Og þá kíkir þú við hjá mér elsku Ásdís mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.3.2008 kl. 13:37

4 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Æðinslegar myndir að vanda. falleg barnabörn sem þú átt Ásthildur mín

Guðborg Eyjólfsdóttir, 2.3.2008 kl. 13:57

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir Guðborg mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.3.2008 kl. 14:03

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Er að kíkja á bloggið með öðru, meðan ég sit hér sem ,,öryggisvörður" með drengjunum litlu mínum sem eru að horfa á "Transformers" mynd sem þeir eru nú hálf smeykir við og þora ekki fyrir sitt litla líf að gera það án þess að hafa mig nálægt (þrátt fyrir súpermanbúningana).

Gaman að þessum myndum af konum sem krúttum, gömlum (myndum) sem nýjum. Kósý stemning hjá ykkur þarna í pizza- og spilaveislunni!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 2.3.2008 kl. 15:27

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm Jóhanna mín, við erum alltaf svona til öryggis fyrir þau litlu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.3.2008 kl. 16:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Okt. 2024
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband