Það er veður á Ísafirði í dag.

Ég sit hér inni með stubbnum, en er hálfpartinn um og ó.  Litla prinsessan á Suðureyri og minn ektamaki í Bolungarvík.  Og það snjóar og snjóar.

bb.is | 29.02.2008 | 15:07Ekkert ferðaveður á norðanverðum Vestfjörðum

Ekkert ferðaveður er nú á norðanverðum Vestfjörðum samkvæmt upplýsingum frá vegagerðinni og má búast við snjóflóðahættu á vegum undir fjallshlíðum víða á svæðinu. Á sunnanverðum Vestfjörðum er snjóþekja og skafrenningur á milli Patreksfjarðar og Bíldudals og yfir Kleifaheiði. Þá er hálka á Barðaströnd og yfir Klettsháls.

Sudavikurhlid2

Þessi mynd er úr BB, reyndar er miklu meiri snjór hér allstaðar.  En svona er að búa hér, stundum alveg yndislegt, en svo kemur veður þar sem fjölskyldan væri best bara geymd innan fjögurra veggja. 

mynd

Í raun og veru er veðrið svona, og mikill skafrenningur.  Elli kemur ekki heim fyrr en í kvöld í fyrsta lagi, og þá er óvíst hversu mikill snjór hefur safnast á Óshlíðina.  Þar er alltaf hætta á snjóðflóðum þegar svona viðrar.  En vonandi komast allir mínir menn heilir heim. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Vona það líka

Hrönn Sigurðardóttir, 29.2.2008 kl. 15:47

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hvernig kemst þá prinsessan heim? vona að veðrið geri ykkur enga skráveifu.

Ásdís Sigurðardóttir, 29.2.2008 kl. 15:58

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sonur minn ætlar að sækja hana, hann er á jeppa, þannig að það er öruggara en litli voffinn minn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.2.2008 kl. 16:11

4 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Ég hugsa hlýtt til ykkar og vona að allir komist heim í heilu

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 29.2.2008 kl. 16:45

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Hulda mín, sú litla er komin heim, sonur minn kom með hana fyrir augnabliki, með blöðrurnar sínar og allt.  Þau áttu nefnilega að vera í einhverju gulu í leikskólanum í dag, eða hafa eitthvað gult með sér, við fundum bara gula blöðru frá afmælinu, svo við tókum hana með í skólann.  En mér er strax létt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.2.2008 kl. 16:49

6 Smámynd: Brynja skordal

Gott að sú stutta er komin í hús vonandi kemst Elli heim í kvöld og óshlíðin verði til friðs knús til ykkar og vonandi gengur þetta fljótt yfir

Brynja skordal, 29.2.2008 kl. 17:09

7 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Já vonandi komast allir heilir heim  Þau eru alveg hræðileg þessi snjóflóð sem að eru þarna fyrir vestan stundum

Guðborg Eyjólfsdóttir, 29.2.2008 kl. 17:13

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk báðar tvær , já vonandi kemst Elli heill heim.  Ég verð ekki í rónni fyrr en hann er komin inn úr dyrunum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.2.2008 kl. 17:21

9 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Já allir komast heim Ásthildur mín haltu bara ró þinni ljósið mitt

Kristín Katla Árnadóttir, 29.2.2008 kl. 17:26

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk elsku Katla mín  Bóndinn var að skila sér inn úr dyrunum rétt í þessu, svo ég get verið róleg.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.2.2008 kl. 17:39

11 identicon

Gott að Hanna Sól er komin heim og vonandi kemur Elli heim sem fyrst.

Knús í kúluna

Kidda (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 17:42

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sendi ykkur kærleikskveðjur vonandi fer Elli að drífa sig heim og svo hafið þið það bara rómó í kúluhúsinu ykkar í kvöld.
                        Kveðjur Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.2.2008 kl. 17:44

13 identicon

Gott að vita að bæði séu komin heil heim. Fátt verra en að vita ekkert hvernig gengur og geta ekkert gert. Miklu skárra að vera í hinum sporunum, þá veit maður hvernig gengur.

Dísa (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 18:26

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk milla mín, Kidda og Dísa Elli er komin heim, það voru allir utanaðkomandi verktakar í Bolungarvík farnir heim á undan honum, vegna færðarinnar.  Svo hann skellti sér bara líka heim.  Eins gott.  Þá getum við bara farið að hafa það gott.  Það er stundums svo stutt bilið sem skilur að milli þessa heims og annars.  Þessi er í boði Hönnu Sólar

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.2.2008 kl. 18:45

15 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Æ, gott að heyra að allir hafi skilað sér heim. Maður er alltaf órólegur á meðan fólk er að skila sér í hús. Snjórinn hefur svo sannarlega á sér tvö andlit, það fallega og hið ógnvænlega. Hlýjar kveðjur til þín Ásthildur mín

Ragnhildur Jónsdóttir, 29.2.2008 kl. 20:09

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Ragnhildur mín, svo sannarlega hefur hann á sér tvær hliðar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.2.2008 kl. 20:12

17 Smámynd: Huld S. Ringsted

Gott að heyra að allir komust heim! sérstaklega litla snúllan. Vonandi verður veðrið og snjórinn til friðs þarna fyrir vestan

Huld S. Ringsted, 29.2.2008 kl. 20:50

18 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Gott að heyra, njótið samverunnar

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 29.2.2008 kl. 21:31

19 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já vonandi Huld mín.  Já hún er alsæl sú stutta. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.2.2008 kl. 21:31

20 Smámynd: Halla Rut

Brrrrrrrrrrrrrr.

Halla Rut , 29.2.2008 kl. 21:45

21 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Hulda mín hér er notalegt, búin að kveikja á kertum og alles.

Hehehe Halla Rut.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.2.2008 kl. 21:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Okt. 2024
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband