RUV í rugli og róli.

Ég er búin að skemmta mér endalaust núna í morgunn.  Í tilefni dagsins þá svissuðu þau yfir, þannig að þá sem venjulega er að finna á Rás 1, eru nú á Rás 2, og öfugt.  Það er bara svo skemmtilegt að fylgjast með þeim, Óli Palli í Óskalögunum hennar Gerðar G. Bjarklind, og kom henni svo rækilega á óvart með að hringja í hana og bjóða henni óskalag.

Og svo er Svanhildur Jakobs, Ævar Kjartansson og tvö önnur á rás 2 með poppland.  Þau eru frábær.  Þið ættuð endilega að kíkja við og hlusta.  Ég veit ekki hver átti þessa hugmynd en hún er aldeilis frábær.

Ævar sagði að vera þarna væri eins og að setjast upp í nýjan bíl sem maður þekkti ekkert til.

 Takk Rúv fyrir þessi skemmtilegheit í tilefni af hlaupári.  Þið ættuð ef til vill að gera meira af að stokka svona upp og fríska upp á allt. 

Takk fyrir mig HeartLoL Enda eruð þið öll að standa ykkur þvílíkt vel, og greinilegt að þið hafið öll saman gaman af uppátækinu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gló Magnaða

Já ég var að hlusta á Óla Palla í morgun. Snilld.

Gló Magnaða, 29.2.2008 kl. 13:36

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Gaman af þessu ætla að fylkjast með næst

Kristín Katla Árnadóttir, 29.2.2008 kl. 13:38

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Svanhildur er nú flott líka í hlutverki Óla Palla og þeirra kumpána.  Þetta er skemmtileg tilbreyting.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.2.2008 kl. 13:52

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Frábær hugmynd! Er svo mikið fyrir grín og glens!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 29.2.2008 kl. 14:20

5 Smámynd: Laufey B Waage

Ég heyrði bara lítinn hluta af "Klettafjallapolkanum" í morgunn - og var síst að skilja hvaða strákur væri kominn í þáttinn. Heyrði ekki fyrr en í hádeginu hvernig í þessu lá.

Laufey B Waage, 29.2.2008 kl. 14:23

6 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Frábært hjá þeim, ég var ´buin að heyra það í útvarpinu í gær að það yrði eitthvað voðalegt fjör hjá þeim í dag, bara gaman að þessu.

Guðborg Eyjólfsdóttir, 29.2.2008 kl. 14:24

7 Smámynd: Tiger

  Ég verð nú að viðurkenna að ég hef ekki hlustað á Rúv og Rás2 árum saman held ég bara. Hlusta reyndar lítið á útvarp nema í bílnum og þá á Bylgjuna eða FM eða bara diska. Kannski maður ætti að fara að endurskoða það og kíkja með eyrun á Svanhildi og Ævar og co..

Tiger, 29.2.2008 kl. 14:34

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þau eru að standa sig þvílíkt flott.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.2.2008 kl. 15:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Okt. 2024
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.10.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband