Afa saga.

Ég fékk í hendur spólu þar sem afi minn hafði samtal við útvarpsmann.  Þeir voru samsveitungar, og þetta hafði sem sagt verið tekið upp.  Ég fékk spólurnar í hendur og skrifaði upp frásagnirnar eins og afi sagði frá.

 En hann var frábær sögumaður, og ég hafði heyrt allar þessar sögur mörgum sinnum þegar ég var lítil. Ég svaf inni hjá afa og ömmu þangað til ég var um það bil 13 ára, þegar ég fékk herbergi fyrir mig.  Amma mín var mikið úti á fundum og allskonar samkomum.  Svo þegar við afi lágum sitt í hvoru rúminu í rökkrinu, þá sagði ég; afi segðu mér frá.  Eina sögu af því sem þú lentir í.

Þessi er ein af þeim, sögð með hans eigin orðum, gjörið svo vel.

 

Sagan um týnda lykilinn. 

Þátttakendur eru:  Karen Jóhannsdóttir systir Magnúsar. Ragnar Bárðarson brúarsmiður frá Ísafirði.  Þegar þessir atburðir gerast búa á Ármúla Rósa Jóhannsdóttir, og Sigurður Hannesson.  Karen sem var ógift  var systir Rósu.  Guðbjörg Jónsdóttir og Kristján Hannesson bróðir Sigurðar.  Ragnar hefur sennilega leigt herbergi á Ármúla.  Meðan þeir voru í brúarsmíðinni.

 SP.Komdu með hana aftur, þessa sögu með hana Kæju, þegar þú varst í brúarvinnunni.   

Já þegar ég var í Brúarvinnunni, við Selárbrúna, þá ætlaði ég að fá bílinn hjá honum Ragnari til að fara fram að Laugalandi um kvöldið, þetta er laugardagskvöld.  Og þegar ég kem úr vinnunni þá er hann kominn inn að Ármúla, svo ég borða í hasti og hleyp svo fram að Ármúla,  þegar ég kem heim á túnið, þá mæti ég Karen, þá kemur hún á móti mér og segir mér að nú séu ljótu vandræðin sem hafi komið fyrir sig, nú sé hún búin að tína lyklinum af herberginu sínu.  Ég segi henni það að ég geti ekkert við það átt nema það komi fyrir mig að ég sjái, þá skuli ég reyna að athuga það.  Svo höldum við nú á heim og ég fer til Ragnars inn í eldhús.. nei inn í borðstofuna, hann er inn í borðstofunni sem er inn af eldhúsinu, í gamla húsinu á Ármúla.  Ég heilsa Ragnari og segi honum það að ég hafi ætlað að ná í hann og biðja hann um bíl fram að Laugalandi, en hann hafi verið kominn heim að Ármúla áður en ég hafi fengið svar.  Hvurt hann vilji lána mér hann, hann Gummi ætli að keyra mig frameftir.  Já já segir Ragnar það er velkomið.  Að þið fáið bílinn.  Svo er er eins og við manninn mælt maður, að ég veit ekki meira.  Ég rakna við aftur eftir dálítinn tíma, þá er Ragnar að kalla; og segir” Hvað er að þér maður ertu veikur ‘” Þá náttúrulega hrekk ég við og bið hann fyrirgefningar á þessu.  “Já þú heyrðir ekki neitt af því sem ég var að segja” segir Ragnar “Ég var að segja þér að þið þyrftuð að muna eftir að taka benzín á bílinn, þá varstu eins og ég veit ekki hvað, værir sofnaður eða liðið yfir þig, þú ansaðir ekki og starðir og gláptir út í loftið”  Já það var allt annað, ég var að fylgja fólkinu,  sem var þarna með henni Karen sagði ég.  Hvar ætli Kaja sé  nú skal ég fara og vita hvort ég geti ekki fundið lykilinn.  Kaja kemur undir eins og við af stað.   

Sp. Ja há ?   

Já já já hún er að segja við mig á leiðinni að hérna hafi hún verið að fylgja því niður eftir fólkinu þessu sem kom og það sé nú margbúið að fara þar attur og attur út túnið til þess að leita  og niðrettir, þegar við komum dáldið út á flatirnar fyrir utan þá segir hún allt í einu; “Hingað fór ég – hérna snéri ég við því það gleymdist böggull heima á borði”  Sem hann átti þessi skipstjóri hvað hann nú heitir  

Sp. Leifur.   

Já.  Nei segi ég þú snérir ekki við hérna, meðan við erum að tala þá höldum við á, svo bara beygi ég mig til hliðar og gríp svona niður í grasið og kem með lykilinn svona bara. 

 Sp. Upp úr grasinu?   

Hún alveg fölnaði upp henni brá svo við.   

Sp. Ég skal trúa því.   

Þetta er alveg merkilegt skal ég segja þér.   

Sp. ja há.  

 

Ég ræð ekkert við þetta sjálfur. 

redwine 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Skemmtileg sagan ég fæ aldrei nóg af lesa skemtilegar  sögur þú er alveg einstök. Ásthildur mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 29.2.2008 kl. 11:08

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Katla mín.  Þessi er líka alveg dagsönn. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.2.2008 kl. 11:58

3 Smámynd: Solla Guðjóns

Virkilega gaman af þessu.

Var karlinn haldinn einhverri náðargáfu

Solla Guðjóns, 29.2.2008 kl. 13:05

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Afi minn hafði þá náðargáfu að geta séð margt sem öðrum var hulið.  Og hann átti líka álfavinkonu, sem sagði honum til hvar væri best að veiða, hver bestu miðin væru þann daginn. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.2.2008 kl. 13:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Okt. 2024
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 2021936

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband