Ég las það í Bændablaðinu. Og hið daglega veður.

Ég hef stundum skrifað hér um málefni bænda og þá um frelsi þeirra til að selja vörur sínar beint frá búi, eða Frá Haga til Maga.  Þess vegna þykir mér svo sannarlega gleðilegt að lesa að nú hafa þeir stofnað Samtök heimavinnsluaðila.  Þetta nýja félag er að fara í átak í að kynna bændum samtökin og bjóða þeim að gerast stofnfélagar.   Þetta er sannarlega jákvæð þróun, og gleðileg og löngu tímabær.  Ekki trúi ég öðru en langflestir bændur taki þessu fagnandi.  Og við getum svo farið að versla beint við bændur og búalið.  Ég vil óska bændastéttinni til hamingju með þetta framtak, sem ég tel vera stórt framfaraskref og til heilla fyrir landbúnaðin, sérstaklega í hinum dreyfðari byggðum landsins.

En hér er greininn.  Tek fram að ef hér eru stafsetningavillur þá á ég þær, en ég ber ekki ábyrgð á framsetningunni. Grin

 

Stofna samtök heimavinnsluaðila. 

Þann 18. júní 2007 urðu Bændasamtök Íslands og Félag ferðaþjónustubænda sammála um að skipa stýrihóp þriggja bænda til að hafa forystu um að hvetja til aukinnar heimavinnslu og sölu matvæla til sveita.  Þau Marteinn Njálsson, Suður- Bár við Grundarfjörð, Ólöf Hallgrímsdóttir, Vogafjósi við Mývatn og Þorgrímur Guðbjartsson Erpustöðum í Dalabyggð voru valin til verksins.

Nú hefur stýrihópurinn sem skipaður var, starfað í rúmlega hálft ár og hafa þau kannað stöðu heimavinnslu með hliðsjón af samvinnu við hina ýmsu aðila.

 

“Það er deginum ljósara að alger eindrægni hefur ríkt hjá þeim aðilum sem leitað hefur verið til en þeir eru tilbúnir að aðstoða eftir föngum með uppbyggingu á verkefnum tengdum “Beint frá býli” meðal annars með aðkomu að skipulagningu námskeiða, aðstoð við frumkvöðlastuðning, vöruþróun og aðstoð við að koma á tengslum milli aðila”, segir Marteinn Njálsson einn úr stýrihópnum.

 Mikilvægt að halda tengslum.

Stýrihópurinn hélt vinnufund á Hvanneyri í byrjun ferbrúar og nú er boðað til stofnfundar þann 29. febrúar næstkomandi á Möðrudal á fjöllum þar sem tillögur að stofnsamþykktum félagsins verða kynntar.

“Fyrstu viðfangsefni hins nýstofnaða félagsskapar verður að halda kynningarfundi um hið nýstofnaða félag, víðsvegar um land þar sem bændum gefst kostur á að gerast stofnfélagar.  Einnig er markmiðið að ná samningum við Bændasamtök Íslands um fóstrun á félaginu í gegnum átaksverkefni til þriggja ára”, útskýrir Marteinn og segir jafnframt;

“Mikilvægt er í framhaldi af þeirri vinnu sem stýrihópurinn hefur unnið að viðhalda tengslum við þá aðila sem hópurinn hefur verið í samskiptum við og bæta frekar í hópinn.  Við höfum ekki náð að hitta ráðherra byggðamála og landbúnaðarmála til að greina þeim frá verkefninu og óska eftir stuðningi frá þeim, en það er eitt af þeim verkefnum sem stjórn hins nýja félags þarf að taka sér fyrir hendur”.

 

Hér kemur svo hið daglega veður.  Það var mugga í gær, svo sást varla út úr augum, þó veðrið væri í rauninni hið besta.  Tengdasonurinn beið lungan úr deginum eftir flugi, og hún þ.e. flugvélin steypti sér niður í sortanum seinnipart dagsins, okkur til mikillar furðu.  En það hefur verið kjarkaður og áræðin flugmaður þar við stýrið, en auðvitað voru allir ánægðir að komast á leiðarenda, sér í lagi fólkið sem hafði sveimar klukkutíma í djúpinu eftir að komast niður eða hverfa suður aftur.

IMG_2871

IMG_2872

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Frá Haga til maga, já takk

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 26.2.2008 kl. 16:20

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Takk!  fyrir mig líka.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.2.2008 kl. 16:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 2022938

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband