Gamlar myndir frá Ísafirði.

Hér eru nokkrar gamlar myndir frá henni Svönnu vinkonu minni.  Gaman væri ef einhver þekkir fólkið á myndunum.  Ég veit að Svanna þekkir flesta. 

is29[1]

nr. 1

 

is31[1]

nr.2

Mynd SH27[1]

nr.3

Mynd SH28[1]

nr.4

Mynd SH29[1]

nr.5

Mynd SH31[1]

nr.6

Mynd Sh32[1]

nr.7

Mynd SH33[1]

nr.8

mynd SH34[1]

nr.9

 

nr. 10Mynd SH38[1]

 

 

nr. 11.

Mynd SH41[1] 

Ég skora á Dísu og Svönnu að setja hvað af þessu fólki þær þekkja, og svo aðra sem skoða og þekkja, að segja til hverjir eru þarna á ferð.  Hún sendi mér fleiri myndir, sem ég kem með síðar.

Nú er gott að fá svör. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Solla Guðjóns

Gaman af þessu.Ég ætla láta hana mömmu mína kíkja á þetta við tækifæri,hún þekkir eflaust allt þetta fólk.

Solla Guðjóns, 25.2.2008 kl. 19:29

2 Smámynd: Laufey B Waage

Þetta er aldeilis fjársjóður. Ég hlakka til að sjá hér í athugasemdadálknum hver er hver.

Laufey B Waage, 25.2.2008 kl. 19:32

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

YNDISLEGAR myndir, hugsaðu þér, á þessum árum hafði enginn hugmynd um internet, farsíma, tölvur eða neitt þess háttar, þetta voru góðir tímar en líka mörgum erfiðir sökum fátæktar, enn eiga margir bágt vegna fátæktar þó svo að ríkisstjórnin básúni skuldleysi og góða tíma, ekki hafa allir fengið að kynnast þeim.

Ásdís Sigurðardóttir, 25.2.2008 kl. 19:38

4 Smámynd: Huld S. Ringsted

Æðislegar myndir! Mér finnst tískan á konunum flott, algjörar skvísur þarna á neðstu myndinni

Huld S. Ringsted, 25.2.2008 kl. 19:54

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Endilega Solla mín.  Það væri gaman að gefa þessu fólki réttu nöfnin.

Já Laufey, ég líka.

Já hugsaðu þér Ásdís mín, það var allt svo miklu einfaldara á þessum tímum, en oft samt erfiðara en nú þrátt fyrir allt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.2.2008 kl. 19:55

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já einmitt Huld mín, þetta er að koma aftur í tísku núna held ég.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.2.2008 kl. 19:55

7 identicon

Ég er hrædd um að ég þekki ekkert af fólkinu, allavega ekki í fljótu bragði. En ég þekki húsið sem margar þeirra eru teknar við, fæddist í því vann þar líklega hátt í tvö ár samanlagt og fæddi báðar dætur mínar þar. Blessað gamla sjúkrahúsið. Mér þykir alltaf vænt um það og ekki síður vænt um hve vel því er viðhaldið á seinni árum. Hef nokkrum sinnum komið þar eftir að það fékk nýtt hlutverk og þekki þar flesta króka og kima.

Dísa (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 20:30

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þetta gamla fallega hús hefur fengið hlutverk sem hæfir því.  En vonandi þekkirðu myndir sem koma á eftir þessu, og er jafnvel nær í tíma, eða þegar þið Svanna voruð að vinna þarna, og Åsa Berg.

Já Adda mín, þær eru skemmtilegar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.2.2008 kl. 20:33

9 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Skemmtilegar myndir, en ég þekki engann þarna sem gefur að skilja en ég gæti trúað að pabbi þekki þarna einhvern ætla að láta hann líta á þetta, þar sem er nú af þessum slóðum.

Guðborg Eyjólfsdóttir, 25.2.2008 kl. 22:39

10 Smámynd: Svala Erlendsdóttir

Skemmtilegar myndir. Ég er ættuð frá Ísafirði en þekki engan þar. Þetta gætu þess vegna verið frænkur og frændur.

Svala Erlendsdóttir, 25.2.2008 kl. 23:12

11 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Frábært Cesil að sjá þessar gömu myndir, er einmitt í sömu hugleiðingum þ.e að setja inn gamlar myndir.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 25.2.2008 kl. 23:53

12 identicon

Alltaf gaman af svona gömlum myndum, skemmtilegra þó að vita af hverjum þær eru. Eitt af því sem þarf að gera í tíma en gleymist yfirleitt en það er að merkja inn á myndirnar hverjir eru á myndunum.

Kidda (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 10:59

13 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Skemmtilegar myndir en ekki veit ég hver þau eru

Kristín Katla Árnadóttir, 26.2.2008 kl. 11:27

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Guðborg endilega spyrja pabba þinn.  Gæti verið að hann þekkti einhvern.

Svala mín, það er sko aldrei að vita, með frændgarðinn.

Já Guðrún María mín, það er altaf gaman að grúska í gömlum myndum.  Voandi kemur einhver sem þekkir fólkið. 

Kveðja til þín líka Móðir.

Sara, já sjúkrahúsið okkar, stolt Ísafjarðar.

Já einmitt, Kidda mín, myndirnar eru flottar, og eins og blómin, ekki fullkomnar fyrr en maður þekkir nöfnin og deili á þeim.

Takk Katla mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.2.2008 kl. 11:44

15 identicon

Mér finnst gaman að lesa bloggið þitt, eini gallin er að það lætur mig sakna Ísafjarðar alveg óendanlega mikið... Samt gaman að sjá myndir, bæði gamlar og nýjar - og sérstaklega af fjöllunum.

Marta Jónsdóttir. (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 12:13

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Marta mín.  Þá er ef til vill spurning um að kíkja í heimsókn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.2.2008 kl. 12:35

17 Smámynd: Solla Guðjóns

Mér finnst nú soldið fúlt af mér að hafa ekki þekkt húsið sem ég fæddist í.Fattaði það ekki fyrr en ég las í kommentunum að þetta væri gamla sjúkrahúsið

Solla Guðjóns, 26.2.2008 kl. 13:01

18 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahaha Solla mín, það er vegna þess að það sést bara brot af húsinu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.2.2008 kl. 13:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 2022939

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband