Þar sem ég er rosalega sjaldan sammála henni Sóley Tómasdóttur, þá verð ég hreint og beint að setja þetta hér inn. Af því líka að hún hefur lokað sínu kommentakerfi, af ástæðum sem margir muna tel ég.
En ég hef nefnilega verið að spá í þetta líka svona með hálfum huga. Hvernig fólk ætlar að starfa saman af heilindum, og vera á sama tíma í hörkukosningaslag um borgarstjórastólinn.
Fer þetta ekki bara út í einhvern koddaslag og vitleysu.
Mér virðist lika svona ef rýnt er í stuðningsyfirlýsinguna, að það sé ekki verið að styðja Vilhjálm sjálfan heldur þá ákvörðun hans að sitja áfram, án þess að gera kröfu um stólinn strax. Þau styðja aðallega að öllu sé haldið opnu. Og það þegar það er morgunljóst að reykvíkingar hafa látið vel í ljós að þeir vilja skýr svör. Hér er ekki verið að hugsa um hag borgarinnar, heldur er hver að hugsa um sjálfan sig, og hvað kemur honum best.
Ég segi eins og Sóley og fleiri er það trúverðugt ?
Nei hlýtur svarið að verða. Einhversstaðar er sagt; yfir litlu varstu trúr, yfir mikið mun ég setja þig. En hér er þetta svona, ég ætla að vera trúr sjálfum mér, svo ég hafi möguleika á því að verða Aðal.
Ólafur F. verður ekki öfundsverður af því að leiða þennan sundurleita hóp áfram og láta málefnin tala. Og svo er spurningin, hvað verður svo um málefnin, þegar hann lætur af störfum sem borgarstjóri ? Þegar nýr borgarstjóri hvort sem hann heitir Hanna Birna eða Gísli Mareinn, nú eða Júlíus Vífill vill fjarlægja flugvöllinn, og fækka leikskólum og minnka aðstoð við hina fátækari og smærri, það er jú stefna sjálfstæðisflokksins í reynd, hvað svo sem þeir lofa í kosningum.
Það sem fer mest í mig í sambandi við þetta allt er að forystumennirnir sem eru þarna í forsvari fyrir Frjálslynda flokkinn, en eru í raun félagar í Íslandshreyfingunni, skuli hafa sett í nefndir og ráð fólk úr þeirri hreyfingu. Sem var ekki í framboði, og hefur ekkert með Frjálslynda flokkinn að gera, hefur aldrei starfað þar. Það er svo sem hægt að vera rólegur meðan þeir halda sér við þau kosningaloforð sem gefinn voru í kosningunum. En hvað svo, þegar Sjáfstæðismenn taka aftur við stjórnartaumunum ? Hefur Ólafur þá þann styrk að geta staðið gegn þeim í þeim málum sem hann vill halda til haga ?
Eða verður enn ein uppákoman eftir ár eða svo ? Spyr sú sem ekki veit. En mikið er ég fegin að vera áhorfandi svona utanað komandi. Þó þetta sé höfuðborgin. ..........
meðan flugvöllurinn og öll stjórnsýslan er þar ennþá. Því ég vil, ef flugvöllurinn, lífæðin verður flutt eitthvað burtu, þá fylgi höfuðborgartitillinn á eftir, og öll stjórnsýslan, þá má hann vera á Egilstöðum mín vegna, eða Keflavík, því þá hef ég ekkert erindi í Reykjavík, nema til að fara í heimsók til ættingja. Og í rauninni miklu styttra fyrir mig að komast utan, ef höfuðborgin er í Keflavík.
2008 | 19:55
Trúverðugt?
Borgarstjórnarflokkurinn lýsir yfir óskoruðum stuðningi við oddvita sinn, Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson, og meðfylgjandi yfirlýsingu hans.
Borgarstjórnarflokkurinn tekur undir það með Vilhjálmi, að ekki sé ástæða til að ákveða nú hver verði borgarstjóri eftir rúmt ár. Sú ákvörðun verður tekin af borgarstjórnarflokknum í sameiningu þegar nær dregur og með hagsmuni flokksins og borgarbúa að leiðarljósi.
Undir þetta skrifa 13 einstaklingar, borgar- og varaborgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks.
Frá blaðamannafundinum ógurlega í Valhöll fyrir tæpur tveimur vikum síðan hefur aðeins eitt breyst. Stuðningsyfirlýsing hefur verið kreist út úr sexmenningunum.
Óþarft er að velta sér frekar upp úr stöðu eða trúverðugleika Vilhjálms Þórmundar. Það eru hinir borgarfulltrúarnir sem er rétt að hafa raunverulegar áhyggjur af. Sexmenningarnir hafa gert ótal tilraunir til að segja hvað þeim býr í brjósti og hafa raunveruleg áhrif á framgang mála - en allt kemur fyrir ekki.
Geta borgarbúar treyst þessu fólki til að standa á sínu í málefnum borgarinnar ef þau geta ekki staðið á sínu gagnvart oddvitanum? -Nei. Borgarstjórnarflokkur sem sendir frá sér svo ótrúverðuga stuðningsyfirlýsingu er ekki vel til þess fallinn að stjórna Reykjavík.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 2022939
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 30
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
veistu að mér finnst þetta orðin skrípaleikur allt saman kveðja

Kristín Katla Árnadóttir, 25.2.2008 kl. 18:21
Maður á ef til vill að gefa þessu fólki vinnufrið. En þetta er bara svo einkennilegt allt saman, að maður getur ekki orða bundist. Alltaf bætist eitthvað nýtt og skrítið við. Kveðja til þín líka Katla mín
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.2.2008 kl. 18:48
Meira "STUÐIÐ"þetta
Solla Guðjóns, 25.2.2008 kl. 19:26
Ha er stuð stuð stuð eins og Laddi myndi syngja
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.2.2008 kl. 19:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.