Kvöldverðurinn.

Pabbi minn kom í kvöldmat, og tengdasonurinn var svo "heppinn" að það var ekki flogið, svo hann fékk steik, Tinna tengdadóttir og litli Óðinn Freyr komu líka, en hann var lasinn í gær.

IMG_2860

Börnin kominn fyrir framan sjónvarpið, svo næði er fyrir fullorðna fólkið að borða.

IMG_2861

Afi gamli þessi elska nýtur þess að koma í mat til okkar á sunnudögum, rétt eins og afi minn Júlíus kom að borða heim til pabba og mömmu á hverjum sunnudegi í þá góðu gömu daga.  Sumt endurtekur sig.

IMG_2862

Hvað er til í ískápnum pabbi.

IMG_2863

Úbbsí búbbsí myndavél.... SÍS!!!

IMG_2865

Þessi töffari aftur á móti vildi ekki láta taka af sér mynd.

  IMG_2868

Mömmuknús. Heart

Svo ein í lokin svona krúttmynd, var að fá senda mynd af minnsta ömmubarninu okkar.

Nep fk0sjy

Aldrei of snemmt að byrja ................................ eða þannig hehehehe....

Hann verður samt bara flottur, þegar hann vex úr grasi enginn hætta á öðru. LoL Þessi var bara of góð til að láta vera.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Je dútta mía mér fannst þetta  góð mynd af barninu litla en ég veit þetta er gert til gamans. knús til þín.

Kristín Katla Árnadóttir, 24.2.2008 kl. 21:44

2 Smámynd: Helga skjol

Æji ekkert smá krúttið hehe,og þú átt gullfalleg barnabörn

Innilegt knús á þig Ásthildur mín.

Helga skjol, 24.2.2008 kl. 22:07

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Æðisleg myndin af barninu með flöskuna, bara frábær.  Hinar flottar líka, ég hélt á efstu myndinni að þetta væri forsetinn að borða hjá þér en sá svo á næstu að þetta var hann pabbi þinn. Reffilegur kallinn. Flowers And Hearts

Ásdís Sigurðardóttir, 24.2.2008 kl. 22:10

4 identicon

Gaman að skoða myndirnar þínar, fjör á heimilinu, einu sinni átti ég svona fjörugt heimili og þá beið ég eiginlega eftir því að strákpjakkarnir stækkuðu svo það yrði rólegra en núna væri ég til í smá ærslagang og óþekkt bara líka en bara kannski í smá stund ... .... ég er ekki hrifin af síðustu myndinni, finnst barnið fallegt en mér finnst svona uppstillingar ekki við hæfi, eins með dýr og sígarettur og bjórdollur, finnst þetta bara ekki rétt að stilla svona upp.  Bara mín skoðun Ásthildur mín ... ... góða nótt mín kæra ...

Maddý (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 23:08

5 Smámynd: Huld S. Ringsted

Jesús minn!! litla dúllan er jafnstór og flaskan

Þú ert lík pabba þínum, flottur og reffilegur maður!  

Huld S. Ringsted, 24.2.2008 kl. 23:10

6 Smámynd: Brynja skordal

Flottar myndir þú ert mjög lík pabba þínum ásthildur En je minn hvað litla krúttið er flott á myndinni og hugsar iss þetta fullorðnar fólk er svo skrítið það er alltaf að gabba mannhíhíhí

Brynja skordal, 25.2.2008 kl. 00:10

7 identicon

Takk kærlega fyrir okkur mæðginin í kvöld, þetta var æðislegt! er sko pakksödd ennþá, er að fatta það núna hvað ég er  búin að sakna lærisins og sósunnar!!

 Snúðurinn er ekkert að skána kominn með hátt í 39° hita!! mér líst ekkert á hann núna, ætla með hann til læknis á morgun eða hinn, amk hringja í lækni á morgun.

 jæja ég þarf að læra aðeins meir meðan snúðurinn sefur :):)

takk takk og lov jú

Tinna tengdó (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 00:30

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Katla mín Pabbinn tók þessa mynd af frumburðinum, til gamans, hann fékk þessa flösku frá fyrirtækinu sem hann vinnur hjá í tilefni fæðingarinnar, þessi flaska verður óopnuð um ókomin ár held ég

Knús á þig líka Helga mín

Já hann er reffilegur hann pabbi minn Ásdís mín

Ég skil þig alveg með uppstillinguna á myndinni Maddý mín.  Mér fannst þetta bara svo sniðugt, eins og ég sagði hér á undan tók pabbinn þessa mynd, og það er bara til gamans.  En ég skil þig vel með strákana, þegar mín voru lítil, sagði ég við mömmu að mig hlakkaði til, þegar þau væru orðin nógu gömul til að þurfa ekki pössun og svoleiðis, þá sagði mamma, bíddu bara Íja mér, þá koma annarskonar áhyggjur og þær eru ekki betri.  Ég hef oft hugsað um þetta og það var reyndar alveg hárrétt hjá henni

Takk Huld mín, mér er heiður að líkjast honum pabba mínum.

Hehehe Brynja það má segja það

Elsku Tinna mín verði þér að góðu.  Þessi flensa virðist vera ansi langdreginn og vond.  En það er alveg hárrétt að fara með litla stubbinn til læknis, það tekur rosalega á orkuna að vera lasinn svona lengi.  Knús á ykkur bæði.  Love you too.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.2.2008 kl. 09:03

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Frábærar myndir að vanda, hver á litla kampavíns-kútinn ekkert smá flottur eins og allt þitt fólk  Ásthildur mín.
Alltaf jafn flottur hann pabbi þinn.
Sé að þú ert eins og ég með myndir á ísskápnum, ég verð að segja góðan daginn við elskurnar mínar þegar ég kem fram á morgnana.
                           Kveðja vestur Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.2.2008 kl. 09:12

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég er  með þau um allann ískápinn

Kampavínskútinn minn á sonur Ella, Bjössi og konan hans frá Króatíu hún Mirijam, hann heitir Arnar Milos og er rosalega flottur strákur.  Þau ætla að koma hingað um páskana og vera með okkur, það verður gaman að kynnast honum aðeins betur þeim stutta. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.2.2008 kl. 09:15

11 Smámynd: Halla Rut

Ert að reyna að venja barnið af pela? Á þetta að taka við?

Halla Rut , 25.2.2008 kl. 10:33

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Adda mín

Jamm hehehe Halla Rut mín, það mætti halda það

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.2.2008 kl. 10:40

13 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Flottar myndir og frábær litli kúturinn með stóru flöskuna

Guðborg Eyjólfsdóttir, 25.2.2008 kl. 10:51

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Guðborg mín. Já hann er flottur sá stutti

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.2.2008 kl. 11:37

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hehe já

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.2.2008 kl. 14:13

16 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

þetta er það frábæra við að búa á æskuslóðunum, kynslóð sem hefur saman bæði það erfiða og það fallega, en það er lífið. ég hef bara eitthvað annað......

Bless í bili

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 25.2.2008 kl. 15:31

17 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ójá Steinunn mín, ég hef séð það á blogginu þínu að þú hefur skapað þér rými, þar sem allt það fallega og góða á heima.  Þú hefur líka hænt að þér marga sem annars hefðu það ekki allof gott.  En þannig eru ljósverurnar hvar sem þær eru

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.2.2008 kl. 15:40

18 identicon

Endalaust krúttkast.  Viltu knúsa hann Júlíus pabba þinn frá mér. 

Og allar gömlu ljósmyndirnar sem þú setur á bloggið eru frábærar.  Fátt fallegra en gamlar ljósmyndir.  Stórkostlegar.

kv. Beta 

Elisabet R (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 16:08

19 identicon

dhöööööö ég meinti sko Þórð en ekki Júlíus langafa...

Elisabet R (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 16:11

20 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm eins gott Beta mín, það er dálítið svona ...... erfitt að knúsa afa.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.2.2008 kl. 07:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 2022939

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband