24.2.2008 | 02:39
Söngvakeppni sjónvarpsins - úrslitin.
Ánægð er ég með úrslitalagið í Evróvision. Ég var skíthrædd um að við myndum senda annað hvort af þessum skrípalögum,sem mesta athygli vöktu, og ráðgjafarnir hömruðu sem mest á að fá send út.
Ég verð að segja svona eftir á eftir að hafa horft á úrslitakvöldið í tölvunni minni, að svo sannarlega vann besta lagið.
Davíð Olgeirsson, sem ég vildi helst sjá fara út, var of tense í kvöld, það skilaði sér því miður til áhorfenda. Falsettan var á köflum ósannfærandi vegna óstyrks, því miður.
Spock lagið var falskt, og svo var líka um Hvar ertu nú. Þessi tvö lög voru gerð út á grínið, og voru þannig séð góð. En þau báru ekki sönginn uppi. Og þrátt fyrir rosalegan áróður svokallaðra dómara, þá náðu þau ekki nægilega miklu fylgi landsmanna sem betur fer. Lagið sem kom næst vinningslaginu faglega séð voru þau Magni og Birgitta. Bæði pottþétt og flott.
En Regína og Friðrik voru flottust. Ég er ósköp ánægð með að þau fara út. Ég er nefnilega þannig gerð að mér líkar ekki að reyna að vinna út á fíflagang. Þá vil ég frekar bara vera í 16ánda sætinu, og una þar glöð og stolt.
Ég sá hér á blogginu áðan eitt af því ósmekklegasta sem til er, og fullt af fordómum, eitthvað svohljóðandi;
Í stað þess að fá Spock eða Hohoheyhey sent út sendum við hommatitt og konu sem eiga enga samleið saman á sviði sjónrænt séð þó þau geti sungið saman, þetta er ekki illa meint en þau passa ekki saman til áð fá Evrópubúa til að falla fyrir sér 1,2 og 3.
Ég verð að segja að mér fannst Regína og Friðrik koma vel út á sviðinu. Þau eru sæt saman, og þau eru bæði flottir söngvarar. Kynhneigð kemur þarna bara nákvæmlega málinu ekkert við.
Ég verð að segja að fyrir minn smekk, þá eru mínir fordómar meira á þann veg að ég vil ekki sjá gula uppþvottahanska, eða talentlaus vöðvabúnt send út í okkar nafni.
Ég hef sjaldan verið jafnsátt við okkar framlag. Og ég spái því að við munum komast langt í ár.
Svo legg ég til að við skiptum út þessum mjög svo vilhöllum dómurum, og fáum fólk sem reynir ekki að hafa áhrif á hvaða lög komast áfram. Með því að segja, þetta lag verður að fara út og svo framvegis. Það hefur endalaust farið í taugarnar á mér, hvað þessi þrjú hafa verið hlutdræg, og beinlínis reynt allt til að hafa áhrif á hver vinnur. Það má því alveg skipta þeim út. Ef einhverjir stóðu sig arfailla, þá voru það þessi þrjú. Reyndar var þetta alltof langdregið of margir keppendur, og of mikið umfangs. Af hverju til dæmis fengu menn annað tækifæri ?
Sum lögin þarna áttu ekkert erindi í loka úrslit. Og svo voru önnur sem ég hefði viljað sjá fara áfram eins og til dæmis lagið Picture.
En úr því sem komið er, þá einhendum við okkur örugglega í að standa með vinningshöfunum, og standa með okkar fólki. Við ætlum ekki endilega að vinnida, við viljum koma út úr þessu með reisn. Helst komast alla leið í aðalkeppnina. Svona er lífið. Áfram Ísland.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég var nú þarna Davíðs maður, mér nýtt ferli, heyrði ekkert slæmt í falsettunni hans, enda hafði hann vit á að sita við píanóið allan tímann.
En ég er sáttari við þetta olíutunnubánk en hin mér ómerkari olíutunnubánkin,
Steingrímur Helgason, 24.2.2008 kl. 02:50
Góðan og blessaðan daginn. Það er rökkur en fínt að blogga. Ég er mjög sammála þessum skrifum, ég kann ekki við svona skrípatól fyrir íslands hönd.
Brúnkolla (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 02:53
Baggalútur eru mínir menn
það hefur ekkert með keppnina að gera.
Mér fannst keppnin í kvöld ekki góð, það voru of margir flytjendur sem einhverra hluta vegna náðu ekki að skila sínu nógu vel, ég er viss um að annars hefði farið öðruvísi í úrslitunum..... Og ég er ekkert viss um að ég hefði verið alveg ánægð með þau úrslit neitt frekar en þessi.
Með kveðju að sunnan
Ísdrottningin, 24.2.2008 kl. 02:57
Falsettan var í lagi Steingrímur þannig séð, en hann var samt á einhvern hátt ekki upp á sitt besta, andstuttur og eitthvað langt frá sínu besta að mínu mati. Þess vegna segi ég ósannfærandi.
Einmitt Brúnkolla og velkomin hingað inn. Við viljum alvöru fólk ekki satt.
Baggalútsmenn eru flottir, þó þetta lag hefði svo sem ekki átt neinn sjens af ýmsum ástæðum. Og sammála þér að þarna voru margir sem voru langt frá sínu besta. En það er alveg á hreinu að ég vildi ekki sjá hohoheyhey fara út, og heldur ekki Hvar ertu nú. En það er bara mín skoðun. Sem flytjendur stóður Regína og Friðrik uppúr í kvöld ásamt Magna og Birgittu. Og svo Davíð, þó hann væri ekki upp á sitt besta í kvöld.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.2.2008 kl. 03:10
Ég er svo áhugalaus um Júrivisjón að þetta fór allt fyrir ofan garð og neðan hjá mér. Eina lagið sem höfðaði til mín var lagið með Dr. Spock.
Ég tek undir með þér að það er fyrir neðan allar hellur að uppnefna Friðrik Ómar "hommatitt". Ég fordæmi svona uppnefni. Þó að ég deili ekki músíksmekk með Friðriki Ómari þá frekar færist ég til stuðnings við hann en hitt þegar ég heyri svona ósmekklegheit.
Jens Guð, 24.2.2008 kl. 03:22
Fíla þetta lag alveg í ræmur og ætla mér að trúa og vona að þau nái mjög langt úti. Þau eru svo falleg bæði tvö á sviðinu og sygja æðislega. Sérlega finnst mér rödd Friðriks toppa allt þegar hann er á háu nótunum, hreint æði.
Tiger, 24.2.2008 kl. 03:42
gott homm hefur sjaldan skemmt fyrir. ekki nú sem endranær. þó hefði ég viljað sjá sterana áfram. kannski ekki besta lagið, eða mestu listamennirnir. þó besta atraiðið. það er öllum skítsama um hver er besti listamaðurinn. 99% heyrir lagið einu sinni og kýs það sem það man eftir. Hvenær ætla íslendingar að læra?
Brjánn Guðjónsson, 24.2.2008 kl. 04:16
Vá, ég játa, hef algerlega misst af þessu, veit ekkert hvernig þessi lög eru hvað þá hverjir flytja. Er nokkuð fullreynt með Gleðibankann?
ÞE
Þórdís Einarsdóttir, 24.2.2008 kl. 11:39
Ég er þér alveg sammála Ásthildur, kynhneigð kemur þessu ekkert við, Friðrik Ómar er góður söngvari, er líflegur og skemmtilegur á sviði og er sjálfsöruggur það er það sem skiptir máli. Ég er alveg viss um að bæði Friðrik Ómar og Regína Ósk eiga eftir að verða landi og þjóð til sóma sem fulltrúar Íslands. Og að lokum TIL HAMINGJU MEÐ KONUDAGINN Ásthildur!
Jóhann Elíasson, 24.2.2008 kl. 11:51
Takk fyrir góðar óskir elskuleg.
Einmitt Jens minn. Stundum þegar fólk fer offari, styrkir það þann sem það er neikvætt út í.
Jón Arnar ég get alveg tekið undir að Birgitta og Magni voru pró, og flott. Mér fannst einfaldlega hitt lagið betra.
Móðir, já lagið hennar Huldar, og fluttningur Ragnheiðar var flottur. Enda er ég viss um að það ásamt nokkrum fleiri eiga eftir að lifa vel, til dæmis lagið hans Davíðs.
Hehe Tigertopper, eins gott. Innilega til hamingju með konudaginn líka.
Brjánn minn, ég vil frekar tapa með sæmd en að vinna í fíflagangi. En það er bara mín skoðun. Enda held ég að grínið sé búið í bili, þetta er eins og bylgja sem gengur, grín, búningar, dúettar, kvartettar, allt kemur þetta svona í fylgi, eftir því hvaða lag vinnur.
Sammála Adda.
Hehehe Þórdís, við ættum ef til vill að senda hann út aftur.
Tek undir orð þín Jóhann Þau verða flott þarna úti og takk fyrir góðar óskir.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.2.2008 kl. 12:00
Góðan og gleðilegan konudag Ásthildur mín, vona að þú njótir hans sem best.
Jurovision dómararnir fannst mér allan tíman líka í undanúrslitunum alveg máttu alveg missa sig úr þáttunum, þau stóðu allavega ekki undir mínum væntingum. En lagið sem vann, var svo sem allt í lagi og sviðsframkoma og söngur þeirra Regínu og Ómars var með því besta í gærkvöldi. Magni og Birgitta stóðu sig líka frábærlega, annað höfðaði ekki til mín. Bestu kveðjur vestur Ragnheiður
Ragnheiður Ólafsdóttir, 24.2.2008 kl. 12:00
ég verð að segja að ég hefði fremur kosið Mercedes club. fínt lag og flott atriði. sigurlagið er gott en það verður að gera meira sjónrænt. menn hafa jú tíma til þess.
Brjánn Guðjónsson, 24.2.2008 kl. 13:42
Já það má alveg segja það. Þau gætu gert meira show, þó fannst mér þetta dálítið töff í gær, öll í stíl.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.2.2008 kl. 13:57
Alveg rétt sem Brjánn segir, að það sé góður tími framundan til að auka á það sem mætir auganu og poppa upp show-hliðina á laginu. Mér væri eiginlega alveg sama þó lagið fari bara eins og það er því mér finnst það mega-cool, en já - ef gert væri meira show úr því þá myndi það örugglega gera meiri lukku ef eitthvað.
Tiger, 24.2.2008 kl. 15:33
Já það má bara ekki fara út í einhvern sirkus. Þetta þarf að hæfa laginu. Lýst vel á myndina af þeim, þar sem þau voru klædd sem megatöffarar og máluð í framan. Fannst það flott.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.2.2008 kl. 16:02
Æ, veistu það Cesil góð, að mér fannst þetta óttalegt vélaglamur líka og ekkert skárra lag en hitt sem varð númer tvö!Er þar eingöngu að tala um lagið og hvernig það er framreitt. Söngurinn er svo annar kapituli.
Magnús Geir Guðmundsson, 24.2.2008 kl. 16:40
Vélaglamur
söngurinn var alla vega betri en hjá vöðvabúntunum.
Sammála Jóhanna mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.2.2008 kl. 17:36
Ég er glöð með þetta allt saman.Davíð fannst mér persónulega og prívat með falllegasta lagið.
En ég var að lesa það sem bloggað hafði verið við fréttina um sigurlagið og mér ofbauð marg sinnis.
Solla Guðjóns, 24.2.2008 kl. 17:38
Já ég var mjög hrifin af Davíð. Af hverju þarf fólk að vera svona illskeitt stundum, ef ekki gengur allt eins og það vill ? Það lýsir meira þeim sem skrifar en nokkru öðru.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.2.2008 kl. 17:51
Besta lagið vann,síðan var Davíð Þorsteinn mjög góður.Birgitta og Magni líka.Gúmhanskarnir voru með laglaust lag, og hó hó hey hey varð lélegra og lélegra við hverja hlustun.Ég er mjög ánægð.Friðrik Ómar og Regína stóðu sig mjög vel og kynferði Ómars hefur ekkert með keppnina að gera,hann er góður söngvari og það er það sem skiptir máli,ég sá þetta blogg líka og fannst þetta vera hreinn og beinn dónaskapur.
María Anna P Kristjánsdóttir, 24.2.2008 kl. 18:17
Já maður verður hálf klumsa við, þegar fólk tekur pirring sinn út á einhver persónuleg einkenni fólks, frekar en fagleg. Ég er algjörlega sammála þér þarna. Og takk fyrir að kíkja við Anna María.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.2.2008 kl. 21:08
Ég er mjög ánægð með þessa niðurstöðu!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 25.2.2008 kl. 11:47
Gott mál elskuleg mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.2.2008 kl. 12:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.