Gamlar myndir.

Er hér með gamlar myndir sem ég hef fengið sendar í pósti.  Það eru margir sem hafa gaman af svona gömlum myndum.  Eg á svo sem nóg af þeim líka, og set öruggleg inn fleiri seinna.  Nú er það vöfflurnar og undirbúningur undir afmæli.

Ella,Dísa og mömmur

Þessi er tekin fyrir svona 61 ári, þarna eru tvær leiksystur mínar síðan í gamla daga, Ein besta vinkona mín Magndís Grímsdóttir hér í forgrunni og Elín Jónsdóttir heitir eldri stúlkan.  Mamma hennar Dísu var líka yndisleg manneskja, ég átti margar góðar stundir í eldhúsinu hjá þessari glaðværu góðu konu, og kleinurnar hennar gleymast aldrei.  Og ég man ennþá hláturinn og bara alla hennar takta.  Það hverfur aldrei.  Ég man einu sinni þegar við vorum allar þrjár að hoppa í hlöðunni hjá Ellu, vorum að keppa um hver stykki hæst, að hún hoppaði svo hátt að flétta sem hún var með kræktist í nagla í loftinu og hún fór af.  Það hlýtur að hafa verið sárt.  Já þær eru margar sögurnar síðan maður var ungur.

amma og aðrar

Hér er aftur á móti mynd sem Lóa frænka mín sendi mér, þar sem hún hefur sett inn ömmu Guðrúnu, og Önnu dóttur hennar, og svo nokkur barnabörn.  Þið megið alveg giska, sem til þekkið, hverjar stelpurnar eru sem eru með þeim á myndinni. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Gaman af svona gömlum myndum, en gangi þér vel með vöfflubaksturinn

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 23.2.2008 kl. 13:46

2 identicon

Óskaðu Hönnu Sól til hamingju með daginn, hún er fimm vikum yngri en Aldísin mín sem varð fjögurra 20. jan. Og veit eins og Hanna Sól nákvæmlega hvað hún vill.

Hlöðuhoppið var reyndar á Strýtu og strákarnir þar komu með fléttuna heim á eftir henni og skiluðu henni. Að því ég best veit er fléttan enn til.

Eigið góðan dag öll.

Dísa (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 14:16

3 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

yndislegt !!!

Bless til þín á fallegum laugardegi.

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 23.2.2008 kl. 14:22

4 Smámynd: Rannveig H

Gaman að þessu ,og Dísa man allt svo vel :) ég man betur eftir pönnsunum hennar Stínu,þær voru þær bestu.

Rannveig H, 23.2.2008 kl. 14:22

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Úff ég fékk verk í hárið Það hlýtur að hafa verið hrikalega vont að festa fléttuna.......

Hrönn Sigurðardóttir, 23.2.2008 kl. 15:29

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gaman að gömlum myndum. Eigið góðan dag og ánægjulega afmælisveislu.  Flowers For You

Ásdís Sigurðardóttir, 23.2.2008 kl. 15:36

7 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Gaman af þessu gömlu myndum elsku Ásthildur mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 23.2.2008 kl. 15:39

8 Smámynd: Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Altaf gaman af gömlum myndum. Ég hafði annars vonast til að fá loksins að hitta þig á Þorrablótinu í Reykjavík um síðustu helgi.

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 23.2.2008 kl. 16:38

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góða helgi líka Adda mín.

Takk Hulda mín, tengdasonurinn var svo duglegur að baka vöfflurnar, svo ég slapp með að gera bara degið.

Já Rannveig mín Dísa man allt betur.  Það væri gaman að heyra frá Ellu með fléttuna. 

Já Hrönn ég er alveg viss um að þetta var hræðilega vont. Ég man líka eftir þega Ella hafði nýlega fengið bílpróf, og hún fékk lánaðan bíl hjá pabba sínum, minnir að það hafi verið Volga, rússneskur bíll, hún ók honum niður í fjöru, og hafði rosalegar áhyggjur af hvort bíllinn hefði skemmst, en svo kom í ljós að hún hafði tábrotnað.  En hún spáði ekkert í það.  Bara bílinn

Eigðu líka góða helgi Steinunn mín.

Takk Ásdís mín, hér er aðeins farið að róast, krakkarnir fóru út að leika sér í snjónum.

Takk Katla mín.

Já ég ætlaði að koma Matthilda, en allar þessar tafir mínar á heimleið gerðu það að verkum að ég gat ekki komið því við.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.2.2008 kl. 17:13

10 identicon

Hvað hún mamma mín er falleg - og augljóst hvaðan hún hefur útlitið!

Elisabet R (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 21:26

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Beta mín hún er falleg

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.2.2008 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 2022942

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband