Prinsessa, smá blogg fyrir pabba og mömmu.

Já Hanna Sólin var afmælisbarn leikskólans Tjarnarborgar í dag.  Hún mætti í kjól, kórónan tilbúin og allt klárt.

Leikskólakennararnir voru búnir að undirbúa allt fyrir hana, og börnin fengu ís í tilefni dagsins.  Ein mamman kom út úr skólanum þegar við mættum með hana, og sagði að þau hjónin hefðu sofið yfir sig, en leikskólasystir Hönnu Sólar hefði svo vakið þau um átta leytið og sagt; Pabbi vakti mig ekki í morgun, og ÉG ER AÐ MISSA AF AFMÆLI.  Svo það varð að drífa barnið á leikskólann.

En sumsé svo mætti sú litla.

IMG_2743

Hún er þarna eins og blóm í eggi, hún hefur verið hjá þessum yndælu fóstrum tvisvar áður, og það er eins og hún sé komin heim.  Þekkir allt og alla.  Ég er rosalega þakklát þeim, fyrir hvað þær eru frábærar "mömmur"

IMG_2746

Tók nokkrar myndir af þessum litlu elskum í leiðinni.

IMG_2747

Hér er hún svo sest að fá sér ristað brauð með vinkonunum.

IMG_2751

Einu sinni voru prins og prinsessa.

IMG_2753

Hún var rosalega montin þegar hún kom heim. 

Hanna Sól er stundum með snuddu Blush Í gær kom í ljós að besta snuddan var týnd, það var heilmikil rekistefna, og amma gat loks samið við hana um að við  myndum kaupa nýja snuddu á morgun, ef hún vildi þiggja bleiku snudduna, sem er með smágati á. 

Þegar amma var svo að skúra í morgun, kom snuddan í ljós.   Það hafði verið klippt framan af henni.

Þegar sú studda bað um snuddu á heimleiðinni, sagði afi sem sótti hana, að það hefði einhver stelpa klippt framan af snuddunni.

Hún hugsaði sig um smástund, og sagði svo, nei það var nefnilega stór strákur og hann heitir Úlli búlli bí. LoL

Fljót að koma sér út úr vandræðunum. 

Á morgun verður svo alvöru afmælisveisla.  Ég pantaði 2o manna tertu úr Gamla bakaríinu, og ætla svo að baka vöfflur með rjóma. Það verður bara gaman, því þetta er bara fjölskyldan, börnin og barnabörnin. Pabbi hennar kemur líka. 

IMG_2750

Fyrir fjallafólkið mitt tók ég þessa mynd í morgun, þegar við vorum að koma frá suðureyri, eftir að fara með hana á leikskólann. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Til hamingju með prinsessuna Ásthildur

Huld S. Ringsted, 22.2.2008 kl. 17:42

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Huld mín

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.2.2008 kl. 17:54

3 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Til hamingju með sólina þína

takk fyrir fjallamyndir

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 22.2.2008 kl. 18:02

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Innilega til hamingju með prinsessuna. Sú hefur átt góðan dag á leikskólanum og svo veisla framundan í ömmu kúlu. Ekki slæmt að eiga þig fyrir ömmu.  Takk fyrir fjallamyndina.  Knús  Birthday  Birthday

Ásdís Sigurðardóttir, 22.2.2008 kl. 18:24

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Hulda mín.

Smjúts Jóhanna.

Takk 'Asdís mín.  Flottur smiley Birthday

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.2.2008 kl. 18:34

6 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Til hamingju með fallegu prinsessuna þína.

Kristín Snorradóttir, 22.2.2008 kl. 19:29

7 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Til hamingju með elsku litlu Prinsessuna  Ásthildur mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 22.2.2008 kl. 19:36

8 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Komdu sæl mín kæra og þú ert semsagt á gamla landinu núna  Ég er búin að vera með og er ennþá með flensu en er að hressast.

Alltaf gaman að kíkja við hjá þér og sjá skemmtilegu myndirnar og skrifin. Knús

Margrét St Hafsteinsdóttir, 22.2.2008 kl. 19:44

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Kristín mín.

Takk Katla mín.

Já Margrét mín, ég er komin heim.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.2.2008 kl. 20:19

10 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Til hamingju með litlu Sólina Ósköp hlýtur að vera erfitt fyrir mömmu hennar að missa af afmælinu - en þó huggun harmi gegn að hún er hjá þér

Hrönn Sigurðardóttir, 22.2.2008 kl. 21:12

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Hrönn mín, ég er nú líka að gera þetta sýnilegt fyrir múttuna.  Ég held að hún eigi að fara í endurtekningu á prófunum núna eftir helgi.  En hún veit að prinsessan er í góðum höndum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.2.2008 kl. 21:44

12 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Til hamingju með litlu prinsessuna þína. Fallegur dagur á Ísafirði

Guðborg Eyjólfsdóttir, 22.2.2008 kl. 22:46

13 Smámynd: Steingrímur Helgason

Gratjú með prinsessuna, takk fyrir fjallamyndina.

Steingrímur Helgason, 23.2.2008 kl. 00:15

14 identicon

Til hamingju með prinsessuna ...

Mikið held ég að það verði notalegt í kúluni með tertu og vöfflur og fullt af börnum ...

Maddý (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 00:33

15 identicon

Sæl Ásthildur mín.

Einu sinni voru prins og prinsessa, þetta er flott thema hjá þér. og ekki eru myndirnar síðri.

Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 07:19

16 Smámynd: Helga skjol

Til hamingju með prinsessuna

Helga skjol, 23.2.2008 kl. 07:49

17 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk GUðborg mín.

Mín er ánægjan kæri Steingrímur.

Jamm Maddý mín, þetta verður notalegt, verið að sækja pabbann inn á flugvöll.  Og ég byrjuð að hræra vöffludeigið. Prinsessan upp í ömmuholu að leika sér að afmælisgjöfinni.

Takk Þórarinn minn.

Takk Helga mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.2.2008 kl. 09:36

18 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

Til hamingju með afmælið Hanna Sól, Bára og allir hinir.

Þórdís 

Þórdís Einarsdóttir, 23.2.2008 kl. 21:37

19 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Þórdís mín

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.2.2008 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 2022151

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband