Grein í blaði Landsambands kvenna í Frjálslyndaflokknum.

Landssamband kvenna í Frjálslyndaflokknum gaf út metnaðarfullt blað um daginn.  Ég var beðin um að skrifa grein í blaðið, ásamt fjölda kvenna úr flokknum auk formannsins okkar Guðjóns Arnars Kristjánssonar.

Þessi grein virðist hafa hitt einhversstaðar góðan streng, því nokkrir aðila hafa haft samband og beðið mig um að birta hana víðar.  Ég var að hugsa um að senda hana í Fréttablaðið, en kom þvi aldrei í verk, og til að gera eitthvað í málinu, þó frekar seint sé í rassin gripið, ætla ég að birta hana hér, þó ég geri mér alveg grein fyrir, að þetta er ekki sambærilegt við það ágæta blað, né heldur Morgunblaðið.

En hér kemur svo greinin:

 

Uppákoma undanfarinna daga.  

Ér er gáttuð á því sem hér er að gerast.  Allt í einu er fólk búið að fá nóg.  Það hlaut að koma að því fyrr eða síðar, en af hverju á þessum tímapunkti, ég er dálítið hugsandi yfir því. 

Í gegnum tíðina hafa viðgengist svona “klækjastjórnmál” Hver man ekki eftir rítingstungu í bak forsætisráðherrans Þorsteins Pálssonar, stjórnin féll í beinni, ef svo má segja.  Og þetta hefur tíðkast alla tíð síðan.  Eða eru menn búnir að gleyma stjórnarháttum Davíðs og Halldórs, einhliða stríðsyfirlýsing á innrás í annað fullvalda ríki.  Eða þegar forsætisráðherran þáverandi lagði niður ýmsar stofnanir og störf, ef menn voguðu sér að gagnrýna hans hátign.   Eru menn búnir að gleyma olíusamráðsmálinu, Öskjuhlíðargrænmetissamráðinu, sölu bankanna til vina og vandamanna, eða tryggingarfélagadíllinn, og rekur menn ekki minni til þess að ráðamenn gáfu örfáum einstaklingum fiskinn í sjónum, og það svo að það hriktir í sjávarbyggðum landsins, milljarðar hafa farið í súgin, allt til að hygla sínum mönnum.  Og ekki hefur Samfylkinginn gert neitt í að leiðrétta þær ranggjörðir, þótt sumir talsmenn hennar hefðu um það stór og mikil orð.  Nú síðast þegar þessi svokallaði sjávarútvegsráðherra, skar niður aflaheimildir svo harkalega að allt er að fara í kalda kol á landsbyggðinni og mátti nú ekki við því.  Þó þetta sé landstjórnin, þá er þetta sama sagan í bæjarstjórnum.  (nú hafa líka loðnuveiðar verið bannaðar)

Nei hér verður allt vitlaust af því að kjörnir fulltrúar koma sér saman um að stofna nýjan meirihluta.  Ég er ekki að mæla bót hvernig þetta var gert, en tek fram að ég þekki ekki söguna.  Hér hafa verið uppi sögusagnir um að Ólafur hafi ekki átt upp á pallborðið hjá fyrrverandi valdhöfum, þeir hafi frekar viljað hafa Margréti innanborðs, það getur bent til þess, gjörðin um veikindavottorðið. 

Og nú hefur komið í ljós að Ólafur hafði samband við sitt fólk, hann hafði rætt málið við þau í heila viku.  En fólk hefur fengið nóg.  Ég skil það vel, en fólk verður líka að átta sig á, að þetta er ekkert nýtt, og að þessi pólitík hefur verið stunduð ansi lengi og við bara látið reka á reiðanum.  Af hverju þá núna?  Hefur það eitthvað með að gera að þarna eiga í hlut tveir eldri menn, sem margir telja að séu ekki sterkir á svellinu.  Getur verið að þetta sé svona dýrslegt atferli til að drepa þá veikari.  Eins og viðgengst í dýraríkinu ?  Ég bara spyr, af því að það hvarflar að mér.  Maður heyrði bara óminn af óánægju meðan sterkir leiðtogar eins og Davíð og Halldór voru við völd, þó tröðkuðu þeir meira á lýðræðinu en þessi tveir menn hafa nokkru sinni gert.   

En ég segi nú bara, ef enginn skaðast á þessu, meira en orðið er allavega, þá vona ég að út úr því komi eitthvað betra en verið hefur.  Að það fólk sem nú er á tánum að öskra og láta öllum illum látum, láti ekki staðar numið hér, heldur haldi dampi, og setji alla undir þessa mælistiku, ekki bara suma, og þá helst þá veikari. 

Lýðræði er vandmeðfarið, og það kostar líka mikið.  En það er einmitt það sem við viljum hafa hér.  En ekki bara lýðræði handa sumum, heldur á það að ná yfir alla,  hvar í flokki sem þeir eru, hvaðan sem þeir koma og hvert sem þeir eru að fara.  Allir eiga rétt á því að lýðræðið sé virkt.  Við þurfum að skilja að við höfum sofnað á verðinum, og það er eiginlega okkar sök almennings að við horfum uppá stjórnmálin eins og þau eru í dag.  Þar á enginn einn flokkur meira en annar.  Þar eru allir sömu sök seldir.  Þó sumir hafi fyllst vandlætingu og haft hátt, þá er það staðreynd, að það er ekki hægt að treysta á neinn.  

Þess vegna er svo mikilvægt að stjórnmálaflokkar myndi sér heildstæða stefnuskrá, og standi við hana.  Og það er ekki síður mikilvægt að við kjósendur veitum þessu fólki aðhald, með því að einfaldlega kjósa það út úr stjórnunarstöðum ef það stendur ekki við gefin loforð. 

Það er okkar að halda uppi aganum, og leyfa ekki að gengið sé þvert á allt velsæmi, eins og reyndin er í dag.  Menn leyfa sér hvað sem er, og treysta því að það sé allt gleymt og grafið næstu kosningar.  Er það þá ekki okkar sök ? Ég segi jú, svo sannarlega ættum við að líta í eigin barm og skoða hvort það er ekki einmitt þörf á breytingu hjá almenningi, og viðhorfi til lýðræðisins og stjórnmálaafla í landinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Flott grein, var búin að lesa hana í blaðinu ykkar!  .. þú ert flott (segi það aldrei of oft)

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 22.2.2008 kl. 11:44

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Jóhanna mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.2.2008 kl. 13:10

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Frábær grein hjá þér.  Góða helgi

Ásdís Sigurðardóttir, 22.2.2008 kl. 14:22

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Mjög góð grein hjá þér og sendu hana á fréttablaðið.

Kristín Katla Árnadóttir, 22.2.2008 kl. 15:54

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk stelpur mínar.  Góða helgi líka elsku Ásdís mín.

Ætli það sé ekki orðið of seint Katla mín.

Takk móðir góð.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.2.2008 kl. 17:24

6 Smámynd: Svanfríður Guðrún Gísladóttir

 ALVEGLVEG MEIRIHÁTTAR GREIN ,HÚN HAFÐI ALVEG FARIÐ FRAM HJÁ MÉR

(það er svo mikið að gera hérna,(ha,ha) í prógramminu svo að reyna að hafa kvöldvöku, ég er fegin að ég skaust í  ,,TÖLFUNA" núna þó klukkan sé orðin svona margt,

annars hefði hún( greinin) örugglega farið fram hjá mér,því ég les blöðin svo lítið hérna.  Bestu kveðjur vestur.

Svanfríður Guðrún Gísladóttir, 23.2.2008 kl. 01:36

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Svanna mín, vona að þú sért eins og blóm í eggi þarna í þeirra góðu höndum í Hveragerði.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.2.2008 kl. 09:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 2022149

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband