Afmæli, ungviði og grænir sprotar.

Hanna Sól á afmæli á laugardaginn.  Á morgun verður hún prinsessa í leikskólanum sínum.  Henni verður haldinn afmælisveisla og hún fær að gefa félögum sínum ís.  Stór dagur framundan hjá henni.  Einnig verður afmælisveisla hér heima á laugardaginn.  Sú fær að njóta sín næstu daga.

HannaSol copy

Hanna Sól gömul mynd úr skápunum hjá ömmu.

Nú eru grænir sprotar að teygja sig upp úr moldinni hjá mér í gróðurhúsinu.

IMG_2732

Krúttleg ekki satt.

IMG_2735

Og svo eru sum blóm farin að blómstra.

IMG_2738

Jamm það er líka sport að aka í snjónum.

IMG_2740

Síðdegið var ekki síður fagurt en morguninn.

IMG_2741

Roðagullin ský.

IMG_2739

Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Sæl aftur Ásthildur.   Það er greinilegt að hjá þér er allt í blóma, bæði barnið  og það sem í gróðurhúsinu er.
Ég segi njóttu vel og til hamingju með ungviðið.   Kveðja.

Þorkell Sigurjónsson, 21.2.2008 kl. 21:25

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Þorkell minn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.2.2008 kl. 21:26

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk mín kæra.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.2.2008 kl. 21:46

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ég segi nú bara að hjá þér er snjór, bros, sól og SAMBA.

Verði svo áfram sem lengst!

Magnús Geir Guðmundsson, 21.2.2008 kl. 21:58

5 identicon

Blóm og snjór! Ísland er ótrúlegt. fenguð þið enga þýðu þarna fyrir vestan eins og við?

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 22:29

6 identicon

Það yljar mér að sjá að það styttist í vorið.

Góða skemmtun um helgina og til hamingju með ömmustelpuna

Kidda (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 02:07

7 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Það kemur vor fílingur í mann þegar maður sér blómið hjá þér. Alltaf jafn skemmtilegar myndir frá Ísafirði. Hérna fyrir sunnan er allt ofðið hvítt aftur

Guðborg Eyjólfsdóttir, 22.2.2008 kl. 05:28

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Magnús minn vel orðað.

Jú Anna mín við fengum þýðu, en ekki nóg til að bræða burtu snjóinn, hann seig aftur á móti saman í harða skar.

Takk Kidda mín.

Guðborg mín, það verður alltaf svo falleg birta þegar snjór hylur jörðina.  Og ekki sakar að hafa smáblómskrúð í kring um sig. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.2.2008 kl. 09:33

9 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Fallegar vetra veður hjá þér Ásthildur mín og til hamingju með Hönnu Sól.

Kristín Katla Árnadóttir, 22.2.2008 kl. 10:33

10 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Alltaf gaman að sjá myndirnar þína frá Ísafirði og það kemur í mann svona ferðahugur. Yndisleg lítil ömmustelpa og ynnilega til hamyngju með hana!

En þú dugleg að rækta, það kemur í mann vor í sálina. Takk fyrir að heimsækja síðuna mína svona oft, ég er ekki eins dugleg og þú að heimsækja mína bloggvini á þeirra síður, en myndin af þér yljar mér um hjartarætur. Þú ert væn kona í mínum huga.  

G.Helga Ingadóttir, 22.2.2008 kl. 10:37

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Inga mín, síðan þín er falleg og full af kærleika og ró.  Það er því gott að kíkja þangað inn.

Takk Katla mín elskuleg.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.2.2008 kl. 10:40

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Hallgerður mín, og ef vel er að gáð, sést að hún er búin að næla sér í kókópuffs, enda var það tilgangurinn með að setjast nákvæmlega í þennan skáp

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.2.2008 kl. 10:56

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Jóhanna mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.2.2008 kl. 11:14

14 Smámynd: Ester Júlía

Yndislegt alltaf að koma á síðuna þína og skoða þessar gullfallegu myndir og lesa skemmtilegar frásagnir.  Ég veit um einn burtfluttan ísfirðing sem býr erlendis sem notar tölvu ekki mikið en les alltaf bloggið þitt ..enda er það ábyggilega frábært fyrir brottfluttna ísfirðinga að komast í þessi herlegheit.   Og innilega til hamingju með þetta sæta sæta afmælisbarn!

Ester Júlía, 22.2.2008 kl. 13:31

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Ester Júlía mín.  Já ég hef fengið ótal tölvupósta og kveðjur einmitt frá brottfluttum ísfirðingum og fólki sem er héðan, og svo ættingja og vini.  Mér þykir mjög vænt um að fá þessar kveðjur, og það hvetur mig til að halda áfram að gera slíkt.  Það er alltaf gaman að geta glatt fólk.   Og svo fæ ég heilmikið út úr því sjálf, því allt sem maður sendir frá sér fær maður tífalt til baka ekki satt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.2.2008 kl. 14:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband