Hver er munurinn á Secil og Cesil.

 Í 63 ár hef ég borið nafnið Cesil, það misritaðist að vísu í kirkjubókum, svo í nokkra áratugi var ég skrifuð Secil í þjóðskrá.  Ég sendi þeim bréf hjá Hagstofunni nokkrum sinnum með bón um að fá nafnið skrifað rétt.  Ég er með bréf undirritað af móður minni og föður um að það var ætlunin að skrifa nafnið mitt á þann hátt.  Það var svo eftir að ég sendi mynd af leiði afa míns sem ég er skírð eftir, en hann hét Hjaltí Cesilíus Jónsson, að ég fékk bréf upp á að nafninu mínu hefði verið breytt á Hagstofunni. Síðan eru tvær litlar telpur komnar í heimin sem bera þetta nafn, Evíta Cesil og Ásthildur Cesil.  Nú í morgun las ég á Málefnunum.com hjá málverjanum Skurki, að mannanafnanefnd hefði hafnað nafninu mínu. 

Sjá hér;

QUOTESíðan í október hefur mannanafnanefnd hafnað sex umsóknum um skráningar en samþykkt ellefu. Eiginnafninu Pia var hafnað þar sem það tekur ekki eignarfallsendingu og rithátturinn er ekki í samræmi við íslenska hefð.

Kvennafninu Kayla og karlnöfnunum Daniyal, Sven og Ezra var einnig hafnað með áþekkum rökstuðningi, en aðeins ein kona er fyrir skráð með nafnið Kayla og þótti nafnið því ekki hafa áunnið sér hefð. Þá var kvennafninu Cesil hafnað um skráningu þar sem það þótti of líkt karlnöfnunum Cecil og Sesil, en samkvæmt lögum um mannanöfn er óheimilt að samþykkja sama nafn fyrir bæði kyn. Einnig er aðeins ein kona skráð undir því nafni í þjóðskrá, svo nafnið hefur ekki áunnið sér hefð.

Karlnöfnin Patrek, Ástvald, Runi og Nikanor voru samþykkt án athugasemda, auk kvennafnanna Hrafna, Kristólína og Dórey. Kvennafnið Amy var samþykkt sem ritháttur nafnsins Amý, þrátt fyrir að samræmast íslenskum málfarsreglum ekki að öllu leyti. Þótti rithátturinn hafa áunnið sér hefð hér á landi, en í rökstuðningi nefndarinnar segir að ellefu konur beri nafnið hér á landi, þar af sú elsta fædd árið 1928.

Einnig samþykkti nefndin þrjú millinöfn, sem öll eru dregin af íslenskum orðstofnum, taka ekki eignarfallsendingu og eru ekki í notkun sem ættarnöfn. Það eru millinöfnin Vopnfjörð, Finndal og Hörðdal.
 

Nú spyr ég, hvernig getur einhver nefnd út í bæ hafnað nafni sem ég hef borið í 63 ár.  Þó það hafi verið vitlaust skrifað, þ.e. Secil í stað Cesil, þá hefur það staðið í bókum Hagstofunnar frá því að ég var skírð. Ég neita þessari að för að nafninu mínu og minni persónu, því vissulega er nafnið mitt hluti af sjálfri mér.  Ég neita því alfarið að þessi svokallaða mannanafnanefnd hafi á nokkurn hátt leyfi til þess að svipta mig nafninu mínu.  Ég vil bara vekja athygli á þessu, en þegar ég kem heim, mun ég skoða lagalegan rétt minn  til nafns sem ég hef borið svo lengi.  Það hlýtur að vera komin hefð á nafnið, þó ekki væri annað eftir 63 ár.  Og rökin eru þau að Þetta þyki of líkt karlmannsnöfnunum Cecil og Sesil.

Bára og fjölskylda 24.1.07 023

Hér eru tvær Ásthildar Cesiljar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég er öskureið yfir þessu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.2.2008 kl. 08:09

2 identicon

Sæl Ásthildur mín.

Ég stend 150% með þér í þessu.það eru svona menn og konur sem ég vildi senda í að vaska satltfisk niður í fjöru í 10 stiga frosti á gúmmískóm og ullarvettligum.Gamanlaust þá er þetta firra!

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 08:17

3 identicon

Það sem kemur frá þessarri mannanafnanefnd er oft mjög svo furðulegt. Nöfn sem eru leyfð eru oft alveg út í hött og svo banna þau nöfn sem eru falleg og eðlileg.

Stend með þér algjörlega í sambandi við nafnið þitt. Núna eru þið alla vega 3 sem berið nafnið Cesil, verður ykkur bannað að nota það eða hvað.

Knús til Vínar

Kidda (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 09:06

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég skil þig mjög vel Ásthildur mín að þú sért öskureið.

Kristín Katla Árnadóttir, 3.2.2008 kl. 09:37

5 Smámynd: Huld S. Ringsted

Það er oftast gjörsamlega vonlaust að skilja rökin frá þessari mannanafnanefnd. Fáránlegt að hafna nafni sem er notað svo samþykkja þeir hin furðulegustu nöfn

Huld S. Ringsted, 3.2.2008 kl. 09:46

6 identicon

Þvílík endaleysa sem þessi mannanafnanefnd lætur frá sér, það er eins og að nefndin sé alltaf að kappkosta að koma sér í vandræði og villu.   Ég legg til að þú gerir þetta að stórmáli og rassskellir nefndina ærlega, auðvitað er þetta aðför að þér og þinni persónu þar sem þú ein berð nafnið.  Ég er alveg öskureið fyrir þína hönd!!!

Maddý (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 12:21

7 identicon

Þessi mannanafnanefns er nú alveg gaga, vinkona mín á son Kim Svanberg, sem skýrður er í hausinn á föðurafa sínum sem er látinn, foreldrar hans fá ekki Kim nanfnið samþykkt vegna þess að það heita færri en 3 nafninu á íslandi, og eitthvað asnalegt að hann sé ekki með nógu mikla dana% í blóðinu (afinn var dani)  alveg fáránlegt, svo fékk Evita Cesil nafnið sitt ekki heldur samþykkt nú á dögunum kelli mín þannig að hasarinn byrjar þegar þú kemur heim :):)

en ein góð setning frá honum syni mínum þegar við vorum að ræða gistirý uppi í kúlu , þá sagði hann mér að han þorði því ekki því hann værihræddur við ömmu, og ég sagðu nú??? hvers vegna?? þá segir minn maður: æj, mamma hún var svo hræðileg í hrekkjavökupartýinu :):):) hahahaha sælla minninga man ég eftir því !!! og skil hann fullvel:):)

knús og kram :):)

Tinna (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 12:47

8 identicon

Jamm þetta er ekki gaman ég er einmitt með synjunarbréfið hérna við hliðaina á mé rog þar stendur orðrétt :Eignarnöfnin Cesil og Sesil eru skráð sem karlkyns eiginnöfn á mannanafnaskrá og þjóðskrá. Líkindi með þessum þremur nöfnum, Cecil, Sesil og Cesil eru svo afgerandi að ekki er unnt að samþykkja nafnið Cesil sem kvenmannsnafn sbr. 2. mgr. 5. gr laga nr. 45/1996, en samkvmt því ákvæði er óheimilt að samþykkja sama nafn sem kvenmannsnafn og karlmannsnafn. tilvitnun lýkur. Svo í lokin segja þau Einnig brýtur eiginnafnið Cesil (kvk) í bág við íslenskt málkerfi og getur ekki talist ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls þar sem bókstafurinn C er ekki í íslensku stafrófi, sbr.Stafsetningarorðabókina 2006, bls. 675 Samkvmt upplýsingum frá þjóðskrá er ein kona skráð með eiginnafnið Cesil og er hún fædd árið 1944 (sorrý tengdó :) )  Því er ekki hefð fyrir þessum rithætti, sbr. ofangreindar vinnulagsreglur. Eiginnafnið Cesil uppfyllir þar af leiðandi ekki ákvæði laga um mannanöfn og því ekki hægt að fallast á það. tilvitnun lýkur.

 UHUMMM...... Síðast þegar ég gáð þá var stafrófð abcd...... ég allavega lærði það þannig.

og þetta með hefðir smefðir ég mundi nú segja að þetta sé orðin viss hefð hjá fjölskyldunni þegar þær eru orðnar 3 Cesiljarna og sennilega eftir að verða fleiri.

Svo er nú frekar skrýtið hvað þeir eru lengi að afgreiða þessi mál og sínir hversu mikla trú þeir hafa á ákvörðunum sínu þau greinilega vita að það fer enginn eftir þessu hvort eð er barnið er búið að heita þessu nafni í eitt ár ekki förum við að breyta þessu núna, nema að við látum hana heita Evíta Ljót Lofthæna Ingadóttir, það má :)

Ég er allt annað en kát með þetta og ég læt þetta ekki kyrrt liggja og treysti því að þú hjálpir mér :)

love matta

matta (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 14:10

9 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Hvernig kemur það ríkisvaldinu við hvað við heitum?

Ég skil ekki þessa vitleysu.

Mér finnst að það eigi að mega nefna börn hvað sem er - en nefni foreldrarnir barnið ónefni má barnið grýta foreldra sína með eggjum þegar það hefur aldur til. 

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 3.2.2008 kl. 14:31

10 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Styð þig í þessu! Ef það má heita Bambi þá hlýtur að mega heita Cesil sem er öllu flottara!

Hrönn Sigurðardóttir, 3.2.2008 kl. 15:34

11 Smámynd: Ásta Björk Solis

Eg skil nu ekki svona heimsku stid thig heilshugar

Ásta Björk Solis, 3.2.2008 kl. 16:30

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég vil þakka hvatningu og góðar óskir.  Þetta mál er ekki búið.  Að nafnið mitt sem ég sem kvenmaður hef borið nánast athugasemdalaust í 63 ár, með smá stafvillu, sé allt í einu orðið karlmannsnafn og barnabörnin mín megi ekki bera það nafn, er eitthvað sem ég bara einfaldlega samþykki ekki.  Það stríðir gegn réttlætisvitund minni og það strýðir gegn rétti manneskju til að eiga nafnið sitt og að það sé til afnota fyrir afkvæmin mín líka. 

Ég er sammála þeim sem telja þessa mannanafnanefnd vera tímaskekkju, og ég ætla mér að skoða hvort starf hennar stangist á við stjórnarskrár varinn rétt fólks til að velja sér og sínum afkvæmum nafn.  Nafn er hluti af persónu hvers manns, og það er óþolandi að einhver nefnd út í bæ hafi leyfi til að banna fólki að hafa nafnið sitt í friði. 

Og stuðningur ykkar er mér mikils virði. 

Tinna unginn okkar er alveg rosalegur, ég trúi því ekki að hann sé í raun og veru hræddur við hana ömmu sína, síðan á hrekkjavökuafmælinu  Töffarinn sjálfur.

Og Matthildur mín, hjálp hvað, ég ætla sko að vera í fararbroddi í þessu stríði. 

 Þarna eru að minnsta kosti þrír ákveðnir kvenvargar sem geta alveg látið í sér heyra.  Við munum hafa sigur í þessu máli, það er nokkuð ljóst á einn veg eða annann.  Ef þeir vilja okkur ekki í þjóðskránni, þá verðum við bara í hópi utangarðsmannanna, þeirra sem þar eru.  Og ég er ekki að ljúga, það er til eitthvað sem heitir utangarðsmenn, eða var allavega til skammst tíma.  Ég mun svo sannarlega skoða þetta vel þegar ég kem heim.  Og ég mun ekki þegja um hvernig málin þróast. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.2.2008 kl. 16:51

13 Smámynd: halkatla

ég verð bara sorgmædd af að lesa þetta - Cesil er töff nafn (ekki samt að það skipti máli í sjálfu sér), mannanafnanefnd getur faríð í r***

halkatla, 4.2.2008 kl. 00:38

14 identicon

Ég hef alltaf skilið hlutverk þessarar nefndar sem vörn gagnvart foreldrum sem vilja skíra börn sín ónefnum, en því miður stendur hún ekki undir því. Leyfir að skíra fáránlegum nöfnum og bannar svo önnur sem eru góð. Hef reyndar aldrei skilið hvernig foreldra fá af sér að skíra börnin sín nöfnum sem geta orðið byrðar. Og afsökunin að þetta sé of skylt Cecil sem sé karlmannsnafn, þá eru til dæmis Blær til bæði á konum og drengjum.

En gangi ykkur vel í glímunni við nefndina, hef ekki mikla trú á að þú gefir þig mjög auðveldlega, við fengum nóg af sauðþrjóskunni til að standa á okkar.

Kær kveðja til mæðgnanna

Dísa (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 08:55

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir þetta Íslenski ríkisborgari. 

Hehehe Anna mín, já ég segi það sama, takk fyrir innlitið. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.2.2008 kl. 10:48

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Satt og rétt Dísa mín.   Sem betur fer þá eigum við hana til þrjóskuna.  En þetta er  gott framlag að vita um Blær.  Þetta hefur farið fram hjá þessum kjánum.  En gott að nota.   Gaman að sjá þig hér líka elsku vinkona mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.2.2008 kl. 12:45

17 identicon

Mér finnst þetta svo flott og þá sérstaklega eins og það er í þínu nafni, Ásthildur Cesil, það hljómar svo fallega. Þeir hljóta að þurfa að endurskoða þennan gjörning þarna í mannanafnanefnd.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 13:40

18 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég held að það sé löngu kominn tími á að stokka upp vinnubrögðin hjá þessari nefnd.  Að hafna nafni sem þú hefur borið allan þennan tíma er fáránlegt.  Hvað átt þú eiginlega að heita, var þér ekkert bent á það?

Jakob Falur Kristinsson, 5.2.2008 kl. 09:14

19 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nei, þeir höfðu nú ekki fyrir því.  Ætli ég þurfi ekki bara í kynskiptaaðgerð eftir öll þessi ár.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.2.2008 kl. 10:51

20 Smámynd: Solla Guðjóns

kynskiptiaðgerðÞú ert frábær........stattu fast á þínu

Solla Guðjóns, 6.2.2008 kl. 18:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 2022935

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband