Skemmtileg mynd frá Svönnu bloggvinkonu og æskuvinkonu minni.

Ég skrifaði um daginn um hana Brynju Arthúrsdóttur, hún var með mér í Dóminikanska Lýðveldinu, hún er blind, en það kemur ekki í veg fyrir að hún ferðist víða, og mér finnst hún algjör hetja, það er ekki auðvelt að ganga um á svæðinu með fulla sjón, hvað þá ef maður sér ekki vel.  En hún lét engar hindranir aftra sér frá því að fara hvert sem hana lysti.  Ég elska svona fólk, sem yfirvinnur erfiðleikana og sýna manni svo ekki verður um villst að það er allt hægt, fólk eins og Brynja vekur manni jákvæða hugsun.  'Eg tek það fram að ég hugsa það sama um vinkonu mína Svanfríði Gísladóttur frá Súðavík, sem hefur líka átt við mikla vanheilsu að stríða.  En hún sendi mér nefnilega mynd af þeim stöllum, þegar þær voru ungar, og Brynja var að taka við stafi sem Svanna gengdi.  ég ákvað því að smella inn þeim myndum hér svona til gaman, tvær hetjur.

 

Brynja

Hér er svo Brynja í dag.

Domingo5 208

Flottar konur.  Frábærir félagar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Flottar konur  já og miklar hetjur og mér finnst gott að lesa þetta Ásthildur mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 2.2.2008 kl. 11:30

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þetta er hvunndaghetjurnar Katla mín, þessar sem gefa öðrum svo mikið, en standa oftast sjálfar í skugganum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.2.2008 kl. 12:01

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 2.2.2008 kl. 14:43

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hún er örugglega að fylgjast með okkur hér, hún getur nefnilega lesið það sem við segjum hér, þó hún geti ekki skoðað myndirnar.  Brynja mín, ef þú lest þetta, þá vil ég bara þakka kærlega fyrir skemmtileg kynni.  Og reyndar ykkur öllum fjórum vinkonunum.

Hallgerður mín þeir sem hafa ekki öll þau skilningarvit sem okkur eru gefin, fá meiri næmni en við, þau skynja því umhverfið á sinn hátt.  Hún naut ferðarinnar, alveg jafn mikið og við öll hin.  Og skemmti sér hið besta.  Hún hefur bara sína mynd af ferðinni, og trúið mér, sú mynd er ekkert óskýrari en okkar, því hún hefur örugglega skynjað meira en það sem við "sáum". 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.2.2008 kl. 15:46

5 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Brynja er alltaf eins, ung og brosmild; man eftir henni þegar ég var barn og hún dvaldist á Reykjalundi

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 2.2.2008 kl. 17:20

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Verulega flott kona þar á ferð. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.2.2008 kl. 20:43

7 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Mín góða Ásthildur!

ER nú sömuleiðis örlítið kunnugur Brynju og hún já orðin landsþekkt fyrir að vera mikill ferðagarpur!

Held samt að hún verði ekkert sérlega glöð með viðhorfið sem birtist í orðum hinnar annars oft mjög orðhögu Hallgerðar hér að ofan, blinda gerir fólk ekki að aumingjum sem geta ekki hreyft sig eða notið lífsins líkt og flestir sjáandi gera og geta gert, til eru jafnvel þeir blindir sem ferðast jafnan EINIR og eru bara óhræddir við að fá aðra vegfarendur í lið með sér, hef jafnvel lesi um daufblinda einstaklinga í Ameríku sem gera slíkt!

Svo er líka munur á þeim sem annars vegar eru fæddir blindir og hinum sem missa sjónina á mismunandi tíma ævinnar, eins og ég veit að gerðist með Brynju. ER ég viss um að minnið og minningar frá sjónárunum nýtast henni vel, sér áreiðanlega enn fólk og umhverfi fyrir sér í huganum!

Magnús Geir Guðmundsson, 2.2.2008 kl. 20:45

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gaman að sjá hér hve margir þekkja hana Brynju.  Já ég veit um hennar hagi.  Og auðvitað býr fólk að því að hafa séð.  Hún kom mér fyrir sjónir sem einstaklega lífsglöð og hamingjusöm kona, og svo á hún góðar vinkonur sem eru henni innan handar, eins og við öll þurfum á að halda stundum.  Hver er ekki sterkari með vini og vandamenn sér við hlið ?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.2.2008 kl. 20:56

9 Smámynd: Ísdrottningin

Ég hefði nú aldeilis beðið að heilsa henni Brynju hefði ég vitað af því, það er orðið langt síðan ég hef hitt hana.  Mamma og hún voru herbergisfélagar í laaaangan tíma í endurhæfingu á Reykjalundi fyrir einhverjum þrjátíu eða fjörutíu árum síðan.   Hún er frábær manneskja.

Ísdrottningin, 4.2.2008 kl. 03:09

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er að vona að hún lesi þessa færslu.  Já hún er frábær. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.2.2008 kl. 10:47

11 Smámynd: Solla Guðjóns

Solla Guðjóns, 6.2.2008 kl. 18:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 2022881

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband