31.1.2008 | 11:01
Ætli þetta sé málið ?
Ætli þetta sé málið ? Las þetta á Eyjunni. Á maður að óska Samfylkingunni til hamingju með liðsaukan ? Og hverjir verða þá eftir í Íslandshreyfingunni ? Og hvert fer Ólafur, Ásta og Jakob Frímann, ætli þau lendi hjá Frjálslyndum ?
Þetta fer að verða spennandi framhaldsaga í Dallas stíl. Maður bíður spenntur eftir framhaldinu.
26. janúar, 2008 - Rita ummæli »
Loks getur Margrét gengið í Samfylkinguna
Orðið á götunni er að nú sé það bara tímaspursmál hvenær Margrét Sverrisdóttir gengur til liðs við Samfylkinguna og líklega Guðrún Ásmundsdóttir líka. Báðar voru þær kjörnar í nefndir borgarinnar á vegum nýja minnihlutans á fimmtudag þrátt fyrir að vera varaborgarfulltrúar Ólafs F. Magnússonar. Það hefur lengi verið talið að Margréti langaði mikið að taka stökkið yfir í Samfylkinguna en eitthvað tafði af því gæti orðið.
Orðið á götunni að nú hafi loksins öllum hindrunum verið rutt úr vegi fyrir því að Margrét geti tekið þetta skref formlega. Það sem hún var að bíða eftir að gerðist gerðist í síðustu viku. Þá fékk Íslandshreyfingin greiddar þær 12,5 milljónir króna sem hún á rétt á samkvæmt lögum um starfsemi stjórnmálaflokka. Hreyfingin hefur ekki beinlínis verið iðandi af lífi eftir kosningarnar og meðlimir hennar og forkólfar eru nú sundraðir um pólitísku lendur Reykjavíkur. Ásta Þorleifsdóttir og Jakob Frímann Magnússon eru með Ólafi F. en varaformaðurinn Margrét Sverrisdóttir í minnihlutanum en formaðurinn, Ómar Ragnarsson hefur ekkert um málið að segja og bloggar bara um EM í handbolta og eldgosið í Heimaey af miklum móð. En nú ætti amk að vera til fyrir kosningaskuldum hreyfingarinnar.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Að því að pabbi vildi það.....mamma segir að það sé líka best því þannig haldist heimilisfriðurinn !!!!!!!!
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 31.1.2008 kl. 16:24
Já þetta er allt skrítið mál og ég er bara hætt að skilja svona. Knús
Kristín Katla Árnadóttir, 31.1.2008 kl. 17:32
Takk sömuleiðis Hallgerður mín, ég er hæst ánægð með að þú skulir bjóða mér upp á dús.
Það er svo margt skrýtið í pólitíkinni stelpur mínar. Og borgarbólitíkin er síst verri en sú sem manni er boðið upp á, á landsbyggðinni, það get ég vottað um. Jafnvell ögn skárri.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.1.2008 kl. 19:12
Ég er búin að halda því fram frá áramótum og kommentað um það sumsstaðar að Margrét er á leið í Samfylkinguna þegar pabbi segir stökkva.
Ásdís Sigurðardóttir, 31.1.2008 kl. 19:41
Nei núna er ég alveg hætt að skilja!! hvaða flokk fer hún svo í eftir ár?
Huld S. Ringsted, 31.1.2008 kl. 19:57
Þetta kæmi mér ekki á óvart en hvenær ætli Samfylkingin "yfirgefi" hana, eins og aðrir flokkar hafa gert í gegnum tíðina? Þetta virðist vera algengt í fjölskyldunni, því Sjálfstæðisflokkurinn "yfirgaf" föður hennar Sverri Hermannsson. Ekki gott þegar flokkar eru svona "óstöðugir".
Jóhann Elíasson, 1.2.2008 kl. 00:52
Sammála þessu , og þá sérstaklega Jóhanni . kv .
Georg Eiður Arnarson, 1.2.2008 kl. 07:13
Já, óstöðugir flokkar og fórnarlambspólitík getur gefið bara þó nokkuð.
En málið er að það er ekki auðvelt að kjósa fólk, nema byggja kosningar öðruvísi upp. Ég held að það sé gert til dæmis í Grænlandi, þar sem allavega hluti fólks er kosin persónukosningu, eða var svoleiðis allavega.
En málið er að flokkar gera málefnasamning, hvað þeir ætla að leggja áherslu á í kosningum, þetta plagg er svo samþykkt af þeim sem eru í framboðinu. Þess vegna ber þeim að fylgja þeim loforðum eftir, ef þeir fá til þess tækifæri, ég tel að það sé það sem Ólafur er að reyna að gera. En það er mjög misjafnt hve stjórnmálamenn eru sannir í því sem þeir lofa. Og þar kemur til okkar kasta að fylgja því eftir að það sem við kjósum sé virt, en hætta að styðja þá sem ekki virða þau loforð. Það er mín skoðun.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.2.2008 kl. 07:25
Mér finnst að þegar flokkar eru kosnir að þá fylgi þau sæti flokknum en ekki persónunni, hvað sem öðru líður.
Skafti Elíasson, 1.2.2008 kl. 18:00
Það finnst mér líka að ætti að vera. Í raun og veru ætti að setja lög um slíkt.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.2.2008 kl. 18:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.