Arkitektúr og börn það er málið.

Ég fæ oft gesti heim til mín, hvaðanæva úr heiminum.  Það er allskonar fólk, bæði hérlent og erlent.  Sumir koma af forvitni eins og gengur, aðrir vilja kynnast þessu skrýtna fólki aðeins nánar, finna einhvern samhljóm með okkur. 

Það koma eðlilega þó nokkuð margir arkitektar, þeir hafa komið víða frá, til dæmis Mexícó og Skotlandi, það hefur mikið borið á því, með það ágæta fólk, að þeir öfunda íslenska arkitekta af því frelsi sem þeir hafa við að teikna hús.  Það er til dæmis í Skotlandi, verður nýtt hús í götunni að vera alveg eins eða mjög svipað og hin húsin í götunni, menn eru bundnir af hæð og lögun húsa.  Þetta er víst svona víða.  En hér í Austurríki virðist frelsið vera jafn mikið og heima, munurinn er sá, að þeir þora meira hér, og leggja meira upp úr arkitektúr en við heima, þar sem eru mest í dag bara kassar.

Ég tók nokkrar myndir í dag, og ætla að sýna ykkur hvað ég á við.

En fyrst fylgjum við Hönnu Sól í leikskólann.

Á leið í leikskólan arkitektur 010

Hér er mikil uppbygging, og stórar háar byggingar, mest gler og stál, en þessi leikskóli er mitt í öllum stóru húsunum, lágreist bygging, með garði í kring, og leikvöllur við hliðina.  Það er greinilegt að það er ekki búið að taka jólaskrautið niður ennþá.

Á leið í leikskólan arkitektur 012

Hér er björt forstofa, sem börnin leika sér í stundum, meðan þau bíða eftir að vera sótt, þarna sést lítil verslun, sem er örugglega spennandi að leika í, og svo kubbarnir stóru sem þau hafa mikið gaman af að raða upp og hnoðast í.  Í miðjunni í loftinu er svo stór gluggi, sem varpar skemmtilegri birtu inn.

En að byggingunum á leiðinni.

Á leið í leikskólan arkitektur 006

Hér sést hvað þeir eru óhræddir við að tengja saman gamlar byggingar með nýju efni, tankarnir eru allir tengdir saman með svona glerskálum.

Á leið í leikskólan arkitektur 014

Hér er verið að byggja fimm svona nýjar blokkir hinu meginn við götuna, sem er reyndar aðeins aðgangsgata að tönkunum.  En einhversstaðar hefði nú þetta ekki talið geta gengið upp, svo gjörólíkar byggingar, og takið eftir hvernig þeir halla veggjunum, þetta er mjög algengt hér.

Á leið í leikskólan arkitektur 016

Þetta er skelin svokallaða, hún er blokk sem byggð er utan á einn tankinn, takið eftir forminu á henni, hún er hærri en tankarnir, og liggur að tanknum á einum stað.  Þetta er stórkostlegt finnst mér.  Ljótt myndi einhver segja.  En þarna eru um 600 íbúðir.

Byggingar við Dóná 015

Þetta stórhýsi minnir mig alltaf á Orkuveituhúsið í Reykjavík, þetta er eins og Títanic, og stefnið stendur upp yfir borgina, eins og sökkvandi skip, einskonar Hallgrímskirkjuturn. 

En hér hefur mikið verið byggt, og líka rifið niður.  Og þegar þeir rífa niður hús, þá er það rifið niður, steipan kurluð niður í möl og allt efnið endurnotað.  Það er ekki verið að aka burt með steypuklumpa og kasta þeim í fjöru einhversstaðar eða urða.  Húsin eru bókstaflega tekinn niður í smæstu agnir og endurnýtt.

Á leið í leikskólan arkitektur 005

Ekki veit ég hver verða örlög þessa kofa, þetta er hesthús, einhverra sem sitja niður í miðbæ með hestakerrur.  Maður horfir á hestana hvíla sig á morgnana úr í gerði sem er þarna hinu meginn við.  Svo fara þeir í vinnuna sína niður á torg.  En sennilega mun byggingin víkja fyrir blokk.

Svo ein að heiman, fyrir fjallafólkið mitt.  Ég veit að sólin er komin lengra niður núna, en þessi er tekinn um svipað leyti í fyrra.

Byggingar við Dóná 365

Og svo svona í framhaldi af heima, þá var hún Sunna frænka mín og bloggvinkona, þessi elska að eignast son þann 24. janúar.  Drengurinn er 14 merkur og 51 cm.  Anna frænka mín og Beta ef þið slæðist hingað inn, þá er Sunna dóttir Dóru systur.  Ég þori ekki að setja inn mynd af honum, en ég get sagt að hann er stórglæsilegur með Fljótavíkurútlitið á hreinu.  Heart

Elsku Sunna mín innilega til hamingju með litla ungan þinn, ég veit að þú verður rosalega góð mamma, þú ert alltaf svo ljúf og hlý.  Heart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er algjörlega dolfallinn yfir frumleika arkitektúrsins.  Ég elska þetta.  Veisla fyrir augað.  Þúsund þakkir fyrir að deila með þér.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.1.2008 kl. 20:47

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Æðislega gaman að sjá þessar myndir.  Ekki slæmur leikskóli.  Kveðja til ykkar í Vín.

Ásdís Sigurðardóttir, 28.1.2008 kl. 20:51

3 identicon

Veistu Cesil, þú ert svo lánsöm að kynnast Vín á þennan hátt. Reyndar erum við heppnari en þú við ferðumst frítt

Núna dauðsé ég eftir að hafa ekki farið í heimsóknir til systra minna á meðan þær bjuggu erlendis.

Einhvern tímann ætla ég til Vínar að vori eða hausti

Kidda (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 20:54

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk elskurnar, mín er ánægjan.  Þetta er bara frábært.  Já það er alltaf miklu skemmtilegra að kynnast landi og þjóð innan frá, en ekki sem túrhestur.  Öll þessi litlu smáatriði sem samt skipta svo miklu máli, svona inside knowlegde.  Annars var reyndar góður vinur minn hér í Vín í gær, ég ætlaði að bjóða honum í lærið, en hann var svo upptekinn að hann komst ekki, en það var svokallaður Mustrum, sem þið þekkið frá Málefnunum.  Hann er orðin heimshornaflakkari með stóru Hái. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.1.2008 kl. 21:14

5 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Takk fyrir flottar myndir að venju

Sé að þú ert nóg að gera í úglandinu  haltu áfram að skemmta þér

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 28.1.2008 kl. 21:50

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Geri það ljúfust

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.1.2008 kl. 22:08

7 Smámynd: Steingrímur Helgason

Mann eiginlega svimaði dáldið ...

Steingrímur Helgason, 28.1.2008 kl. 23:21

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Steingrímur ég get sagt þér sem lofthrædd manneskja að ég myndi aldrei vilja fara ofar en elleftu hæð.  Svei mér þá.  Þetta er ótrúlegt. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.1.2008 kl. 23:39

9 Smámynd: Solla Guðjóns

Hæjj.Ég er búin að vera veik og ekki þolað að horfa á tölvuskjáinn í nokkra daga og þú komin og farin

Gangi þér vel.

Solla Guðjóns, 29.1.2008 kl. 05:39

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm svona er lífið Solla mín  Þú ert vonandi orðin góð og heil heilsu og getur horft á skjáinn aftur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.1.2008 kl. 07:05

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Arna mín

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.1.2008 kl. 09:49

12 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

Til hamingju með litla frændann og Sunna ef þú lest þetta, til hamingju með soninn.

Kveðja

Þórdís 

Þórdís Einarsdóttir, 29.1.2008 kl. 20:47

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Þórdís mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.1.2008 kl. 21:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 2022842

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband