Stundum getur maður verið alveg gaga.......

Stundum getur maður verið alveg úti að aka.  Ég fór með Hönnu Sól litlu á leikskólan áðan, og datt í hug að fara í búðina í leiðinni, það vantaði ýmislegt og ég var með handtöskuna mína.  Þegar ég var búin að tína heilmikið ofan í körfuna, þið vitið, það er allt svo ódýrt að maður freistast til að kaupa meira.  Komin að kassanum, og búin að tína allt upp á bandið við kassann,  fatta ég allt í einu að peningaveskið er uppi í íbúð, ég flýti mér að skella öllu ofan í kerruna aftur og muldra að ég hafi gleymt veskinu mínu, óþarfi að taka fram, að það var löng biðröð, og það er einhvernveginn þannig hér að fólkið er allt meira og minna fýlulegt, svona sem maður hittir ókunnugt á götunni og búðunum, meira að segja kassafólkið lítur á mann eins og hundaskít.  En ókey ég hleyp upp, sem betur fer bara steinsnar í lyftuna upp sæki veskið og það er auðvitað kominn ennþá lengri biðröð þegar ég kem niður aftur.  En sem betur fer hef ég nægan tíma hér.  En samt ekki það skemmtilegasta að lenda í svona í útlöndum.

En ég var að segja hér áðan að ég fékk kveðju frá vinkonu minni sem býr hér,  við ætlum að hittast eitthvað kvöldið á næstunni, en hún er að vinna í Kindermuseum, safni fyrir krakka, þar sem hægt er að fara með þau og leika sér og jafnvel skilja þau eftir í einn til tvo tíma.  Þar er risaleirsalur, 3 tonn af leir, þar sem foreldrar og börn leira saman.  Svo er líka annar salur þar sem er allt gert við hæfi barnanna, risaskip og allskonar horn og hollur til að skríða í.  Þetta er mjög vinsælt.  En þarna eru líka sýningar og fyrirlestrar, síðast þegar ég var hér, var sýning á flóttamannabúðum, sýnt hvernig flóttamenn búa, og aðstaða bæði hvað varðar flóttamenn sjálfa sem búa í tjöldum, læknatjöld og aðrar aðstæður, þetta var unnið af læknum án landamæra.  Hér er mikið gert af því að uppfræða almenning um stöðu mála í þriðja heiminum. 

Ég tók nokkrar myndir af safninu síðast þegar ég var hér.

Hanna Sól og fleiri jan.2007 025

Hér er verið að leira.

Hanna Sól og fleiri jan.2007 037

Pabbar og mömmur hafa ekki síður gaman af þessu leiri en börnin.

Hanna Sól og fleiri jan.2007 057

Hér er svo hinumeginn.  Mjög áhugavert fyrir ungana að skoða og leika sér. Þarna er Hanna Sól að skoða.

Hanna Sól og fleiri jan.2007 060

Risaskip, með kvóta og alles, að vísu eru það plastfiskar.

Hanna Sól og fleiri jan.2007 066

Kristine vinkona mín og Hanna Sól í safninu.

Hanna Sól og fleiri jan.2007 009

Talandi um byggingar, þeim er ekkert heilagt í þeim efnum.  Þetta er reyndar listaverk, draumahúsið, þar sem öllu er snúið á hvolf, eins og húsið Slunkaríki hans Sólons forðum, nema þar snéri allt út sem átti að snúa inn, og öfugt.  Hér snýr allt á hvolfi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er rík kona að geta fylgst með ferðum þínum í gegnum myndirnar þínar.  Dásamlegt.  Takk fyrir mig.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.1.2008 kl. 14:01

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ekkert að þakka Jenný mín.  Ég er að hlusta á bylgjuna núna, það er alveg að koma að einni uppáhaldsbloggvinkonu minni, Jenný Önnu  Svona meðan ég leik mér í tölvunni og bíð eftir að tími komi til að sækja litlu stúlkuna mína á leikskólann. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.1.2008 kl. 14:10

3 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

frábærar myndir !

gaman að ferðast  á blogginu hjá þér eins og alltaf 

Bless

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 28.1.2008 kl. 15:38

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Aumingja fólkið bara í fílu, það væri nú betra ef það væri eins lífsglatt og við á Íslandi.  Algjör ævintýraveröld fyrir blessuð börnin sem þú sýnir okkur myndir af.   Hafðu það gott mín kæra.

Ásdís Sigurðardóttir, 28.1.2008 kl. 16:09

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég held Ásdís mín að þetta sé þannig að ég kem beint frá landi þar sem lífsgleðin og brosið beinlínis upplýsir fólkið, frá Dominiska Lýðveldinu, og hingað, þar sem fólk setur upp leppa til að sjá ekki næsta mann.  Ég veit að þetta er ekki svona úti á landi hér, ég hef farið út í þorp hér ekki langt hjá, þar var fólkið elskulegra, en hér í þéttbýlinu, eins og sennilega í flestum borgum, þá er hver maður með alltof lítið pláss fyrir sjálfan sig, og þess vegna bregst það svona við.  Aftur á móti, ef þú ert á rölti með hund, og mætir öðrum með hund þá er byrjað að spjalla. 

Takk báðar tvær fyrir góðar óskir.   

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.1.2008 kl. 16:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband