Góða nótt.

Lærið heppnaðist vel, og börn og fullorðnir átu á sig gat, þannig á það að vera með íslensku sauðkindina, sem er besta villibráð sem til er.  Veðrið er gengið niður hér í Vín, og ég er að fara að halla mér, þarf samt að fara aðeins út að rölta með hundinn, en það er vegna þess að hann fékk bein af íslensku lambalæri, í staðin fyrir eitthvert pillusull Smile En svona er lífð, þú færð eitthvað gúrme og þarft að vinna það upp á einhvern hátt, ekkert er ókeypis í þessum heimi. Það er gott að hafa í huga, sérstaklega núna á dögum útsölu og tilboða. 

Ég segi bara góða nótt elskurnar og munið að það er líf eftir nóttina, þá hefst nefnilega nýr og spennandi dagur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Góða nótt

Hrönn Sigurðardóttir, 27.1.2008 kl. 22:03

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Góða nótt og knús á línuna.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.1.2008 kl. 23:44

3 Smámynd: Svanfríður Guðrún Gísladóttir

                       GÓÐA NÓTT!

 

Svanfríður Guðrún Gísladóttir, 27.1.2008 kl. 23:47

4 Smámynd: Beturvitringur

YEMEN "eitt af ríkari þjóðum heims"!  Það er þá eins og að útlendingur færi í partý hjá Baugsforstjóranum og bæri þær fréttir heim að á Íslandi væri rosalegt ríkidæmi.

Almenningur í Yemen má þakka fyrir að eiga skó á börnin sín! hvað þá skólagöngu, sem þó á að vera skylda.

 

Beturvitringur, 28.1.2008 kl. 03:43

5 Smámynd: Laufey B Waage

Og nú er hann hafinn hjá mér - nýr og spennandi dagur. Vonandi verður hann spennandi hjá þér líka. Já sígilda íslenska lambalærið stendur svo sannarlega fyrir sínu.

Laufey B Waage, 28.1.2008 kl. 09:03

6 identicon

Hæ elsku tengdó

mikið væri ég til í að vera með þér úti núna að fá að knúsa englana mína aðeins...

bið að heilsa Báru en sérstakar pæjukveðjur fær hún Hanna Sól aðalskvísa ;);)

bæbæ sakn sakn í óveðrinu :)

Tinna (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 09:04

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk elskurnar ég svaf eins og engill, með aðra  dömuna upp í og hún er þvers og kruss í rúminu, en ég verð ekki vör við hana einu sinni, og svo hina í barnarúmi við hliðina á mér.  Hún fær pela um sjöleytið, að staðartíma, og svo er hún ósköp ljúf og hjalar lengi áður en amma er nægilega vöknuð til að taka hana upp í líka. 

Ég veit betruvitringur að það er fátækt fólk í Yemen, en furstar og fyrirmenn eiga miklu meira en gengur og gerist.  Sorglegt hve auði mannkyns er misskipt, þegar allir ættu að geta haft nóg í sig og á, ef réttlætið og jafnræðið ríkti meðal þjóða heims, en því miður eru okkar fylgifiskar græðgi og öfund, þær systur sleppa ekki af okkur hendinni svo auðveldlega. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.1.2008 kl. 10:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband