Hugleiðing frá Vín.

Ég er að hugsa þegar maður er svona í útlöndum, hve gott það er að geta fylgst með útvarpi og sjónvarpi.  Það er voða notalegt, að setja á rás2 eða bylgjuna, og hlusta á tónlistina sem maður er vanur, opna fyrir fréttirnar, sjá veðrið og svo ekki sé talað um þætti eins og spaugstofuna, og Laugardagslögin.

Ég er að vísu sammála þeim sem hafa hneykslast á ósmekklegu gríni þeirra spaugstofumanna í garð nýja borgarstjórans Ólafs F. Magnússonar.  Ég þekki Ólaf ekki af öðru en að vera heiðarlegur kurteis og prúður maður, með væntingar um að halda í heiðri þau málefni sem hann hefur barist fyrir, og halda þeim til streitu.  Mér þykir því sárt að sjá hve fólk getur svifist enskis til að koma á hann höggi.  Ég ætla bara að segja að það fólk sem þarna er í forsvari, ætti að huga vel að hvað það er að gera, því gröfin sem þau ætla Ólafi gæti reynst þeim sjálfum hættuleg. 

En nóg um það.  Ég er hér að hlusta á Rás2, á sunnudagsmorgni, það er frekar drungalegt veður hér í Vín, það var spáð leiðinda veðri  með roki, en hér er allt ennþá með kyrrum kjörum.  Ég hafði með mér lambalæri frá Íslandi, sem ég ætla að elda í kvöld fyrir dóttur mína og barnabörnin og Rómínu hina austur sovétsku, hef ekki ennþá spurt hvaðan, hún talar bara þýsku og rússnesku, en ég tala ensku, eitt og eitt orð getum við samt átt saman, svo eru merkja mál.  En gengur ekki alltaf alveg nógu vel.  Sérstaklega þegar maður þarf að spyrja um flókin mál, eins og hefur litla barnið kúkað í dag, og svoleiðis, en hún hefur verið dálítið óvær eftir veikindin,  blessunin.

 

ferð til V'inar2 002

Hér eru þær stöllur, hér eru naggrísir og Ásthildur er voða spennt fyrir þeim, hún klifrar upp á allt, maður þarf að hafa augu allan hringin þegar hún á í hlut.

ferð til V'inar2 004

Hér eru svo Miriam og Hanna Sól, ásamt Trölla.

Góður dagur í Vín 07 001

Hér eru svo tankarnir, þetta voru gastankar sem hafa verið gerðir að íbúðum, niðri í Gasometer a, þessum lengst til vinstri, er verslunarmiðstöð, þægilegt að þurfa ekki að fara út til að versla.  Þetta glerhýsi við tank nr. 2 kallast skelin og er um 600 íbúðablokk að mig minnir, þeir byggja mikið svona á ská, það er verið að byggja hér fyrir framan tankana svoleiðis blokkir, ég á eftir að sýna ykkur myndir af þeim. 

Í tanki 2 er svo hljómleikasalur, sem margir frægir listamenn hafa haldið tónleika, síðast þegar ég var hér, voru þeir hér í 0asis, það var svo sannarlega mikið um að vera fleiri trukkar með hljóðfærum og græjum.  Susie Quadro hefur verið hér, Boney M, Alice Cooper og fleiri, þeir fá allir stjörnu og fóta og handfar hér niðri í verslunarmiðstöðinni.   

Þeir eru svo sannarlega ekki hræddir við að brydda upp á ´nýjungum í arkitektur, og heldur ekkert feimnir við að setja stál og gler við gömul hús.  Eins og þeir hafa tengt saman tankana með glerbrúm. 

Svo er ein að heiman fyrir fjallafólkið mitt. 

Byggingar við Dóná 388

Tekin þegar komið er upp úr álftafirðinum og yfir Kambsnesið, svo sannarlega glæsilegur tindur, sem blasir við á bleikum himni. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hólmar Karlsson

SÆL ÁSTHILDUR MÍN (ofuramma)

það er greinilegt að sá sem á þig að er aldrei einn bara komin til Vinar að passa ömmubörnin

Það er gaman að fylgjast með þér hvar í heiminum sem þú ert

kveðja siggi 

Sigurður Hólmar Karlsson, 27.1.2008 kl. 11:04

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Siggi minn.   Ég reyni að hlú að því sem er mér nær, hvort sem það er fjölskyldan, vinir eða bloggfélagar.  Það er hollt og gefandi að reyna að hlú að því sem er manni næst, og maður græðir mest á því sjálfur í reyndina, gefur mesta ánægjuna að gleðja aðra.  Það er sannleikur sem ég hef komist að í gegnum ævina, sem er orðin nokkuð löng.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.1.2008 kl. 11:25

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Flott hugmynd að gera tankana að íbúðar- og verzlunarhúsnæði.

Hrönn Sigurðardóttir, 27.1.2008 kl. 12:00

4 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Sammála um Spaugstofuna, einn stuttu skets um veikindi Ólafs og hnífsstungumál Binga hefði verið á sínum stað, en að klifa á þessu eins og gert var finnst mér mjög ósmekklegt.

Það er aldeilis þeytingur á þér kona, rétt komin heim frá Dóminikanska og bara komin út til Vínar, maður nær varla að fylgjast með...

Greta Björg Úlfsdóttir, 27.1.2008 kl. 13:24

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

já Hrönn mín, þetta er mjög góð hugmynd, hverfið er líka að byggjast upp, hér hefur verið frekar lítið af byggingum, bara einhverjir kofar og járnbrautarteinar sem hætt er að nota.

Já Jóhanna mín, þeir eru virkilega ósmekklegir þarna.

Takk frænka mín, já þær eru að skríða saman dömurnar, ég kom með lýsi með mér og það er sko denkt í þær á hverjum morgni kraftaverkameðalið.

Ég er á ferð og flugi eins og sagt er Gréta mín, þetta var nú samt ekki planað neitt.  Stelpugreyið í tveimur mjör erfiðum prófum og hefur ekki getað lesið neitt, hún fer héðan úr húsinu kl. 5 á morgnana og kemur örþreytt heim um 12 leytið, ég skipaði henni samt að koma heim kl. 8 í kvöld, því ég ætla að elda handa henni íslenskt lambalæri, villibráð, sem ég tók með mér að heiman.  Fólk sem notgar heilann svona mikið, þarf líka aðeins að slaka á og borða staðgóðan mat. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.1.2008 kl. 13:50

6 Smámynd: Huld S. Ringsted

Sniðugt hjá þeim að breyta tönkunum í íbúðablokkir! Hefði kannski verið nær að gera það sama í Öskjuhlíðinni!

Huld S. Ringsted, 27.1.2008 kl. 15:14

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já segðu Huld mín.  Ekki verið amalegt að hafa allt það útsýni.  En það er erfitt að tala í símann hér inni, því þeir eru klæddir með stáli, og svo steinhlaðningum, það var skorið úr fyrir gluggum, en gæðin á gemsum er ekki voða mikill.  Ég var einmitt að reyna að tala við einn félaga minn áðan, en það slitnaði sambandið, áður en hann gat sagt mér aðalatriðið.  En þetta er vel staðsett, metróin hér bara fyrir neðan og svo mollið.  Maður kemst um alla borgina á nó tæm með neðanjarðarlestinni. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.1.2008 kl. 15:38

8 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Þú ert bara amma á ferð og flugi eins og ég. Var að koma heim frá Ítalíu í fyrrinótt - og því miður náði ég að horfa á þessa BingahnífasettaogÓlafsaðfararsíbylju sem í boði var í gærkvöldi. Fannst það ljótt og vont og ófyndið með öllu. 

Hafðu það gott!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 27.1.2008 kl. 15:44

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk sömuleiðis Jóhanna mín.  Já þetta var ekki skemmtilegt.  En það hefur verið gaman á Ítalíu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.1.2008 kl. 15:57

10 identicon

Þessir gastankar eru mjög flottir, mikið væri gaman að komast í tæri við þá með myndavélina ...

Hafðu það gott í Vín mín elskulega, hvernig er það, ertu ekki alltaf með vín í Vín ...

Maddý (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 17:02

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Maður kaupir hér eðalrauðvín á 7 evrur, en getur keypt rauðvín all niður í eina evru.  Svo auðvitað drekkur maður meira rauðvín, en það er bara hollt ekki satt.  Frakkar til dæmis vita ekki hvað æðakölkun er  Þeir segja að eitt rauðvínsglas á dag sé hollt svo nú hef ég keypt mér risastórt staup, og drekk BARA eitt rauðvínsglas á dag  Hehehehehe, Þetta er bara svo ljúft lærið kraumar í ofninum, dóttir mín kemur kl. átta og ég er búin að sneiða af lærinu, setja sósu og kartöflur og gefa litlu stelpunum. Í augnablikinu er svo Romína að baða þær, svo þetta verður svona stelpukvöld á öllum aldri.  Með íslensku, lambalæri sósu ala kúla, austurrískum kartöflum saladi, eðal rauðvíni og  við verðum svo allar í góðu skapi.  Rómína er svo ljúf og yndisleg manneskja sem hreint og beint elskar þessar tvær litlu stelpur.  Hún er leikskólamenntuð og hefur því gott lag á börnum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.1.2008 kl. 17:30

12 identicon

hæ elsku tengdó !

við sitjum hérna upp í kúlu allveg kolvitlaust veður og við komumst ekki heim, við vorum að klára æðislega sjávarréttasúpu sem Úlfur og Sóley Ebba elduðu með smá aðstoð  Annars söknum við þín óskaplega og pant ég fá læri og bestu sósuna þegar þú kemur heim

knús og kossar

kv. 

Matta og allir hennar englar

matta (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 20:26

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Elsku Matta mín, það er bara gott að eiga skjól í kúlunni.  Það á ekki að leggja út í kolvitlaust veður.  Hér var eldað læri i kvöld að kúlusið, og smakkaðist bara rosalega vel, enda fór ég með rétta kryddið með mér til öryggis.  Knús á ykkur öll.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.1.2008 kl. 20:37

14 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Óskaplegt flakk er þetta á þér askan. Það er kannski við hæfi í þessu vetrarrassgati sem hér er.  Mikið er ég búinn að hugsa um að flytja mig til suðrænni slóða undanfarið.

Jón Steinar Ragnarsson, 28.1.2008 kl. 09:58

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hehehe Jón Steinar minn, veistu að þó veðrið hér sé miklu skaplegra en heima, þá er það bara þannig að við erum íslendingar, og við eigum heima á okkar Ísakalda landi, þar er allt svo miklu betra, þá er ég að tala um náttúruna, fjöllinn, jafnvel veðrið.  Allan skaphitan og ískuldan, jafnvel öll rifrildin sem hvergi eiga sinn líka annarsstaðar.  Þar ýmst yptir fólk öxlum, eða á hinn bógin grípur til byssunnar. 

Hér var víst stormur í gær, en ég varð ekki vör við hann, nema að ég heyrði þytin í trjánum, og húsasundunum.  En svona er þetta bara minn kæri. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.1.2008 kl. 10:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 2022847

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband