Dóminic ferðabrot og fleira.

Ferðin til Dóminikanska lýðveldisins.  næst síðasti kafli.

Við fórum eldsnemma um morguninn af stað til Sankto Domingo, sem er elsta borg í Ameríku, hún ber nafn sitt af því að sjálfstæði landsins bar upp á sunnudag.  Í höfuðborginni búa um 3 milljónir manns.  Á leiðinni er borgin San Diego, sem er helsta menningar- og menntaborg landsins.  Þar búa um ein milljón manns.  Þeir hafa tvo hátíðisdaga, sjálfstæðisdaginn og svo þjóðhátíðardaginn, en það er dagurinn sem Trujillo var myrtur. 

Meðfram Osama ánni er virkisveggur til varnar elsta hluta borgarinnar með fallbyssum  og upphlöðnum veggjum.  Þar uppi er svo Kólumbusartorgið, og elsta gata borgarinnar, Kvennagatan, sem ber nafn sitt af því að konur í höllu sonar Kólumbusar gengu hana á hverjum degi, ýmist í kirkju eða sér til heilsubótar.  Dómkirkjan stendur við þetta torg,  sem ég held að heiti Kolumbusartorgið, þar er stytta af honum þar sem hann bendir í norður til Puerto plata, og segir; þaðan kom ég, en varð að flýja, vegna óvinveittra innfæddra manna.  Sumir segja líka að hann bendi einfaldlega til Spánar. 

Dómkirkjan lætur lítið yfir sér, en hún er mjög flott að innan, segja þeir sem þangað fóru.  Ég er frekar lítið fyrir að skoða kirkjur. Út frá torginu er svo göngugata þar sem er líf og fjör.  Allskonar drasl til sölu.  En flottar búðir inn á milli. 

Á leið okkar um borgina sáum við Faróann, vitann svokallaðan, sem byggður var á tímum eins einræðisherrans, hann er um 240 metra langur, og myndar kross sem sést einungis úr lofti.

þar eru í dag fjölmörg söfn, og tekur um 2 klst. að fara yfir þau öll, og ekki hægt að snúa við, eða fara til baka, heldur verður að halda striki alla leið til enda.  Menn hér segja þessa byggingu vera bruðl, yfir 1. milljón dollara, og svo þarf að kynda hér með rafmagni, sem er dýrt.

Olía er líka dýr hér, þeir flytja olíu inn frá Venezuela, og þurfa að kaupa hana, meðan Kúpverjar hafa skipti á olíu og læknisaðstoð.  Þeir Kúpverjar fá ókeypis menntun, en verða þess í stað að vinna fyrir ríkið í þrjú ár.  Þessi þrjú ár eru læknanemar sendir út um allan heim, til að vinna fyrir ríkið.  Meðal annars hér í Dominikanska lýðveldinu, þeir hafa nú reist hátæknisjúkrahús í San Diego, og þar vinna að mestu kúpverskir læknar. 

Í Sanktó Domingo eru flestir auðmennirnir, þeir búa í sér bæjarhverfi, þar er allt ríka og fræga fólkið.  Meðal annars hornabolta hetja sem vinnur í Bandaríkjunum, en er héðan.  Reyndar utan af landi, þar sem hann hefur byggt risastóran hornaboltavöll, þar sem börnum úr sveitum landsins gefst kostur á vikudvöl við að læra hornabolta.  Hann á líka risaeinbýlishús í höfuðborginni, þar sem Clintonhjónin gistu, þegar þau heimsóttu landið. 

Dóminikanara skipta árstíðum ekki eins og við gerum, heldur skipta þeir niður í þurrkatímabil og regntímabil.  Nú á að vera þurrkatímabil, en hefur rignt óvenjulega mikið.  Þeir hafa áhyggjur af gróðurhúsabreytingum, því hér koma meiri og fleiri fellibyljir en áður, og valda meiri skaða.  Í regntímabilinu sem er frá júní til nóvember, er svo rakt og heitt að það væri ólíft fyrir fólk sem ekki er vant slíkum hita. 

Eitt vinsælasta aðdráttarafl ferðamanna hér er Tres Ohos, eða hin þrjú augu, sem eru neðanjarðarvötn.  Það var fyrst risastór hellir, en í jarðskjálflta datt þekjan niður á einum stað, og myndaði þrjú vötn í stað eins, vötnin eru um 24 °heit, og synda þar í fiskar og skjaldbökur.  Á árum áður baðaði fólk sig upp úr vötnunum, og hélt að þau væru mjög heilsusamleg, en nú má enginn syndar þar nema einn maður, sem þeir kalla Tarzan, hann klifrar eins og api á veggjunum, og stingur sér til sunds eina 14 metra niður í vatnið, sem er um 4 metra djúpt.  Gaman að sjá. 

Domingo5 093

Hetja kallar til sjómanna og bænda um að afnema þrælahald.

Domingo5 095

Skútuhöfnin í Sankto Domingo, hún er við ósa Osama árinnar, Osama þýðir á indíjánamáli djúpt vatn.

Domingo5 097

Virkisvegguriinn, hér má sjá ungt skólafólk í skólabúningum.

Domingo5 099

Kristófer Kolumbus hér á miðju Kólumbusartorginu og bendir í norður, á stöplum styttunnar má sá skipslíkön, 4 skip, eitt fyrir hverja ferð sem Kólumbus fór hingað út.  Stúlkan á myndinni að klifra upp er Anna, stúlka sem barðist fyrir tilverurétti innfæddra, og er hetja hér, og allir skíra sínar stúlkur Önnu.

Domingo5 101

Hér er svo dómkirkjan lætur ekki mikið yfir sér svona utanfrá.

Domingo5 109

Elsta gata borgarinnar, Kvennagatan, hér eru allar helstu opinberar byggingar, borgarinnar.  Þ.e. sögulegar. Götumyndin er friðuð, af UNESCO og má ekki breyta hér neinu. 

Domingo5 119

Grafhýsi hetja Dóminikana.  Hér hvíla hetjurnar.  Fáninn er rauður og blár með hvítan kross, krossinn er tákn trúarinnar, rauði liturinn táknar blóð sem úthelt var í sjálfstæðisbaráttunni og blái liturinn frelsið og himininn.

Domingo5 122

Hér má sjá fallbyssurnar sem allar horfa út á Osama ána.  En hér hefur verið mikið um sjóræningja og árásir.

Domingo5 126

Höll annars sonar Kólumbusar, þess sem var hér landshöfðingi. Man ekki hvað hann heitir.

Domingo5 130

Brúin yfir Ósama, sem tengir saman borgarhlutana.

Domingo5 132

Hér er faraóinn, eða vitinn, sem hefur verið bruðlað með peninga þjóðarinnar, vegna áhuga eins manns, þess sem þá ríkti sem forseti.

Domingo5 144

Hér erum við svo ofan í neðanjarðarhellunum.  Sannarlega flottur staður. Það er sagt að indíjánarnir hafi falið sig þarna niðri þegar spánverjarnir komu.

Domingo5 159

Göngugatan.

Domingo5 168

Fólk her hefur mikla tilhneygingu til að auðkenna sig með einhverju móti, hér eru starfsmenn á bar, öll eins.  En þetta er fallegt fólk og glaðsinna.

Domingo5 171

Þessi litla snúlla dansaði fyrir mig, fjölskyldan greinilega úti að skemmta sér.

Domingo5 177

Varðmenn við gamla borgarhliðið.

Domingo5 180

Og stubburinn gaf sig á tal við þau auðvitað.

Domingo5 183

Alvaran ristir ekki djúpt hjá þessari þjóð, og ljúfmennskan alltaf efst undir yfirborðinu.

Domingo5 184

Hér má sjá forsetahöllina eftirmynd hvítahússins í Washingon.  Forsetinn býr hér.

Domingo5 189

En hér er hver sjálfum sér nógur með allt, það er bara búið til, ef ekki fyrir hendi.

Domingo5 199

Þetta er Cordillera Central fjallgarður sem liggur þvert yfir eyjuna. 

Domingo5 203

Menn gera ekki miklar kröfur um húsnæði í sveitinni, og litlu kofarnir hljóta að vera klósettinn færanlegu.

Domingo5 213

Eftir ferðalagið var farið í hið daglega minigolf.  Þetta var virkilega skemmtileg afþreying.

Domingo5 215

Komin aftur á aðalgötuna þjóðveg eitt.  Hér eru allskonar farartæki, mikið eru þeir á litlum hjólum, og svo er hlaðið í bílana, börnin standa og allri fjölskyldunni troðið upp í bílinn, konur með ungabörnin í framsætinu og annað við hliðina og svo öll hin aftur í, eða upp á bílpalli, engar varúðarkröfur að þvi er virðist, og dálítið hrollvekjandi ef maður spáir í rommið og þjóðaríþróttina.

Domingo5 223

Öryggisvörðurinn okkar. 

Domingo5 227

Og hliðvörðurinn. 

 

 

Domingo5 244

Svo eru líka öryggisverðir við allar dýrari búðir.  Öryggið á oddin nema í umferðinni.

En næst ætla ég að skrifa aðeins um síðasta daginn, og heimferðina, sem fékk nokkuð óvæntan endi. 

En ein mynd af dagrenningunni í ´Vín.

ferð til V'inar2 010

Tekin út um gluggan á GasometerA einum af fjórum gastönkum sem hér var breytt í íbúðarhúsnæði.

ferð til V'inar2 015

Litla nafna mín í morgun og mamma hennar.

ferð til V'inar2 007

Og Miriam, Hanna Sól og Ásthildur í gærkvöldi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

takk fyrir þetta, frábært að sjá og lesa !

góða helgi til þín kæra cesil !

Bless

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 26.1.2008 kl. 13:40

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sömuleiðis góða helgi til þín Steinunn mín.  Og takk

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.1.2008 kl. 15:24

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta er ótrúlegt land Dominikanska lýðveldið.  Mikið sýnist mér að stubburinn hafi skemmt sér vel, takk fyrir þennan hluta sögunnar.  Gangi þér vel í Vín, erum börnin að hressast??

Ásdís Sigurðardóttir, 26.1.2008 kl. 15:35

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Yndislegar myndir, líka af barnabörnunum.  En þessi tarantúla þarna er alveg föst í hausnum á mér.  Sástu margar? Voru þær hlaupandi út um allt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.1.2008 kl. 16:59

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Ásdís mín, já þær eru að hressast, enda hafði ég með mér lýsi, sem þær fá báðar á hverjum morgni.  Í kvöld eldaði ég svo kjúlla að hætti kúlunnar, Rómana hin austurrússneska var mjög ánægð með hann, og stelpurnar borðuðu vel.

Jenný mín, nei þessar tarantúlur eru mest úti á landi, maður verður ekki var við þær svona á hótelunum.  En það er örugglega talsvert af þeim.  Aftur á móti var töluvert um kakkalakka, þessa stóru brúnu og líka svarta.  Eðlur voru líka út um allt.  Ég keypti meira að segja svona uppstoppuð kvikindi fyrir syni mína, til að hafa uppi á vegg.   Tarantúlur eru til bæði svartar og brúnar, mér skilsta að þessar svörtu séu hættulegri en hinar.  Þær gera manni ekkert nema maður ráðist á þær að fyrra bragði.  Sá sem átti þessar túlur var með þær í fötu, svo grubblaði hann bara niður í fötuna og tók þær hverja upp af annari og hengdi utan á sig.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.1.2008 kl. 17:28

6 Smámynd: Steingrímur Helgason

Þessar köngulær eru frægari fyrir flest annað en að vísa á berjamó.

Amerísk bíómyndamenníng um svartar ekkjur hafa líklega einhver áhrif á þessa trú, ég hef lifað af vísiteríngu einnar slíkrar á minn skrokk, alltént.

Gaman að fá að fara með þér í það Karabíska frítt, 'en gang til' ...

Steingrímur Helgason, 26.1.2008 kl. 20:53

7 identicon

Gaman að lesa og skoða myndirnar, ég hef einu sinni komið í Karabíska, heimsótti Cayman eyjuna og það var yndislegt að koma þar.  Sem betur fer sá ég aldrei tarantúllur en ég sá eðlur og mikið af yndislegum fuglum, við vorum með lítinn garð fyrir framan hótelherbergið okkar og þar fengum við alltaf morgunmatinn á uppdúkað borð og litlir sætir fuglar komu á borðið og fengu bita, eðlurnar voru svo að skríða í trjánum við hliðina á okkur, ógleymanlegt ..

Maddý (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 21:57

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Steingrímur ég er sammála þér um að kvikmyndir eiga sinn þátt í kóngulóahræðslu fólks að stórum hluta.  Vertu bara velkomin með í þessar hugarferðir.

Ertu að meira Cayja í Belize Madddy mín, ég hef nefnilega verið þar í nokkra daga, yndislegur staður, eyja út af Belize.  Bjó á hóteli sem heitir Paraiso.  ´Hef reyndar skrifað um þá ferð á Málefnin, með myndum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.1.2008 kl. 08:44

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jú Axel minn þetta er hún Bára mín.  Ég skal sannarlega skila kveðju frá þér.  Og takk fyrir hlý orð. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.1.2008 kl. 16:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.4.): 11
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 2022865

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband