Dóminikanska lýðveldið Framhald.

Fyrst myndir frá Ísaköldu landi.

ferð til V'inar 009

Tekin í upphafi ferðar til Vínar.

ferð til V'inar 017

Á ströndum, tröll sem hafa dagað uppi.  Skemmtilegur skúlptúr af náttúrnnar hendi.

Dóminikaska lýðveldið er nú held ég meira einveldi, Þar sem forsetinn ræður því sem hann vill ráða.  Reyndar er núverandi forseti mjög vinsæll meðal almennings.  Hér var sett í lög að forseti mætti bara vera eitt kjörtímabil, en þeir breyttu því svo hann gæti boðið sig fram aftur.  Lionel Fernándes er mjög tæknilega sinnaður forseti og vill auka tækni – og tölvuþekkingu skólabarna.  Það eru hér einkaskólar, en líka ríkisskólar, og skylda að hafa einn ríkisrekinn skóla í hverju bæjarfélagi.  Hér eru líka skólabúningar bæði í einkareknu skólunum og þeim ríkisreknu.  Það er gert til að verði ekki metingur milli skólabarna. Það er ekki skólaskylda hér, og fyrir nokkrum árum var einungis 50 % af börnum í skólum.  Þau byrja 5 ára gömul.  Og eru í skólanum frá 8 – 12.  En á unglingastigi frá 8 – 13.  Háskólastúdentar geta valið um að vera í skóla á morgnana eða kvöldið, það er hugsað til að gefa fólki færi á að stunda vinnu með háskólanum. Sá menntamálaráðherra sem nú situr og er kona, hefur komið prósent tölunni upp í yfir 90% með því að fjölga skólum í dreyfbýli og bæta samgöngukerfið, með skólabílum og jafnvel ösnum í hinum dreyfðari byggðum. Árið 1930 komst hér til valda í spilltum kosningum Rafael Trujillo, hann ríkti sem harðstjóri í 30 ár.  Hann lét drepa mörg þúsund manns, aðallega Haitibúa og svo húðdökka Dominica.  Hann var svo myrtur 1961 og er það síðan þjóðhátíðisdagur hér í Dominiska Lýðveldinu.  Talið er að auðmenn hér hafi tekið sig saman um að láta myrða hann, ástandið var orðið óþolandi, og hann  girntist allar fallegar konur, líka dætur auðmannanna, og gegn vilja hans átti enginn nein úrræði.  1962 voru svo fyrstu frjálsu kosningarnar eftir fall harðstjórans.  Þá sigraði Juan Boch, honum var steypt af stóli eftir 6 mánuði.  Þá varð borgarastyrjöld og Bandaríkin skárust í leikinn. Þeir komu svo á friði og sendu 30.000 manna herlið. Eftir það var Joaquin Balanger kjörin forseti 1966 – 78.  1978 – 82 var hér forseti að nafni Antonio Guzman, socialdemokrati, en hann framdi sjálfsmorð. Þá tók við Jacobo Magheta og hann ríkti í 100 daga. 1982 – 90 tekur svo Joaquin Balanger aftur við völdum.  Síðan tekur við Leonel Fernandez, vegna ákvæðis um að forseti megi einungis ríkja eitt kjörtímabil getur hann svo ekki boðið sig fram og annar forseti kemur inn.  2004 er svo Lionel endurkjörin, og þá voru sett lög um að forseti mætti sitja lengur.

Í mai í ár eru svo kosningar og Lionel í framboði.  Þess má geta að forsetinn hafði um 3000 dollara í mánaðarlaun, en fjármálaráðherrann hefur 10.000.- dollara.  Nú heyrist að forsetinn hafi hækkað sín laun upp í 11.000.- dollara dálagleg hækkun það.  Til samanburðar þá hefur kennari í ríkisreknum skóla um 200 dollara á mánuði, en í einkareknum um 500 dollara.  Læknar hafa um 400 dollara á mánuði, en í einkasjúkrahúsum 7 – 800 dollara. 

Domingo5 186 Frá kosningabaráttu forsetans. Domingo5 188Hér er önnur.Hér eru sem sagt bæði ríkisrekin og einkasjúkrahús.  Það er skylda líka hér að hafa eitt ríkisrekið sjúkrahús í hverju bæjarfélagi.    Byggingar hér eru ansi ólíkar eftir efnahag og aðstæðum.  Menn byggja fyrst það nauðsynlegasta, eldhús svefnaðstöðu og salerni.  Svo er tjaslað við eftir því sem efnahagurinn lagast.  Í sveitunum er salernið bara hola sem grafin er í jörðina, og sett spýta yfir, svo er kofi settur yfir holuna.  Þegar hún er full, er einfaldlega grafinn önnur hola, og kofin færður til.  Og hér borgar menn ekki skatta ef þeir hafa litlar tekjur, það eru einungis ríkt fólk sem borgar hér skatta.  Það hefur hin síðari ár verið lagt mikið upp úr ferðamannaiðnaði hér, og menn orðið meira háðir erlendum ferðamönnum en áður.   Og hingað flytja menn inn fólk fá Haiti til að vinna á sykurreyr ökrunum, það er erfið vinna og léleg laun, svo Dominikar vilja ekki vinna þar, kannast einhver við þetta ?

Það er álitið að hér séu um ein milljón Haiti búar, annað hvort í vinnu á ökrunum, eða ólöglegir innflytjendur sem hafa komið í von um betra líf.  En Haiti er næstfátækasta ríki heims.  Á landamærunum rennur áin Rio Bermer.  Sumstaðar er hún það grunn að fólk kemst yfir hana.   Haitibúar eru sagðir harðduglegt fólk, og því eftirsótt vinnuafl á sykurreyrökrum dominika.  

Domingo5 067

Skólabörn á leið í skólann.

Domingo5 068

Svona má víst finna allstaðar ekki satt?

Domingo5 073

Hér má sjá hrísgrjóna akra, fólkið er upp í ökla eða kálfa við að stinga niður litlum hrísgrjónaplöngum, í raðir, og er ótrúlega fljótt til verka.  Dominingar borða mikið af hrísgrjónum, örugglega eina máltíð á dag.

Domingo5 082

Það eru ekki allar aðferðir þær sömu við að bera ungann sinn.Smile

Domingo5 086

Hér sjáum við jólatréð í Sankta Domingoborg, það stendur þar enn.

Domingo5 118

Heiðursvörður í grafhýsi Sankto Domingo.  Þar sem hetjurnar hvíla.  Þeir sem eru í ómerktum grafreitum hafa dáið af náttúrlegum orsökum, en þeir sem hafa látist í stríði, eru nafngreindir, það er þó vitað hver hver er.  Stubburinn spurði einn vörðin og benti á eina tóma kistu, hver á að vera þarna ? Ég svaraði vörðurinn af bragði, þegar ég dey þá verð ég settur þarna.

En í næsta pistli verður sagt frá Sanktó Dómingo. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk fyrir mig.

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.1.2008 kl. 16:43

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Takk fyrir mín kæra og vona að þú hafir það gott í Vín.

Ásdís Sigurðardóttir, 25.1.2008 kl. 20:39

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er hér eins og blóm í eggi, börnin sofnuð,  Þurfti að taka dálítið á, þau voru orðin vön að fá að haga sér eins og þau lysti, svo það var smáátak að koma þeim í rúm.  En amma er ekki bara sykursæt, heldur líka ákveðin, þegar það á við.  Ég held að auperin hafi bara verið feginn að fá einhvern með bein í nefinu, og fá að komast í frí fyrr.  Hér er lítil pæja í pössun hún Miriam, mamma hennar og pabbi eru í leikhúsinu.  Svo maður losnar ekkert undan ungum þó maður fari til annarra landa  En það er bara yndislegt. 
Og takk elsku Ásdís mín og Jenný.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.1.2008 kl. 20:53

4 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Þú ert aldeilis á faraldsfæti á nýju ári ! Var að skoða myndirnar allar frá ferðinni ykkar til dóminikanska (vonandi rétt skrifað ) og nú ertu í Vín.......Þangað væri ég til í að koma! Hafðu gott með barnabörnunum þínum og njóttu ferðarinnar !

Sunna Dóra Möller, 25.1.2008 kl. 21:39

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Sunna Dóra mín, já hér er rosalega gott að vera.  Á eftir að senda nokkrar myndir héðan. Þetta er borg hámenningarinnar í Evrópu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.1.2008 kl. 21:50

6 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

Glæsilegar myndir

Hallgrímur Óli Helgason, 25.1.2008 kl. 21:53

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir það Hallgrímur minn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.1.2008 kl. 22:17

8 identicon

Innlitskvitt  Takk fyrir frábæra ferðapistla.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 22:32

9 identicon

Það er naumast að það er lagt í ferðalög

Hafðu það gott í Vín

Kidda (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 23:42

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Jóna Ingibjörg mín og sömuleiðis. Ég hef lært að meta þig svo mikils og er þakklát fyrir það.

Takk Anna mín.

Takk Kidda mín.

Ég er að fara að halla mér.  Sef í stóru rúmi með tveimur litlum tátum, önnur íslensk og hin austurrísk og ísraelsk, báðar frábærar og yndislega.  Og svo er litla nafna mín í barnarúmi við hliðina á mér.  Ekki slæmur félagsskapur þar á ferð.  Og ég segi bara góða nótt

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.1.2008 kl. 23:53

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Arna mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.1.2008 kl. 11:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband