23.1.2008 | 10:19
Ferðabrot - framhald.
Nokkrir fróðleiksmolar um Dóminikanska Lýðveldið.
Kólumbus kom hér árið 1492, með skipi sínu Sankta María. Hann kom á vegum Ísabellu spánardrottningar, sem sagt var að væri ástkona hans, yfirvarpið var að boða katólska trú. Hann kom að landi við Portó Plata í fyrstu ferðinni. Þar voru fyrir indíjánar. Kólumbus sá strax að þó landið væri gjöfult, varð ekki við svo búið og fór aftur til Spánar til að ná í vistir og annað. Sykurreyr, hrísgrjón og aðrar nytjajurtir. Indíjánar voru engir ræktunarmenn. Hann skildi eftir 29 menn þegar hann fór, en það var bara einn eftir á lífi þegar hann kom aftur. Talið er að indíjánarnir hafi drepið þá út af kvenfólki. Spánverjum samdi ekki vel við indíjánana og ákvað hann þess vegna að flytja sig sunnar á eyjuna. Hann settist svo að í Sanktó Domingo, sem er höfuðborgin. Meira um hana seinna.
Hér er landbúnaður að stærstum hluta, og svo námur, hér eru gull- silfur og nikkelnámur, Kristofer fór hlaðin gulli heim til Spánar til að færa drottningu sinni Ísabellu.
Jarðvegurinn hér er mjög frjósamur, og er hér mikil hrísgrjónarækt, sykurreyr og hér þrífast yfir 40 tegundir af pálmum. Hér eru líka ræktaðir bananar, bæði venjulegir bananar og svo stærri tegund, sem er frekar grænmeti, notaður í stað kartaflna, hér borða menn líka mikið hrísgrjón. Hér er svo líka ræktuð tópaksjurtinn, þeir búa til gæða vindla, og þeir framleiða mikið af helstu Kúpuvindlunum, fá fræ jurta frá Kúpu og búa til Havanavindla sem þeir selja að mestu leyti til BNA. Þetta gera þeir í samvinnu við Kúpu, þar sem landið er í viðskiptabanni við Bandaríkin.
Í vindlaverksmiðjunum hér hefur hver maður sitt borð, þar sem þeir flokka, raða og vefja vindlana. Það er gert eftir kúnstarinnar reglum eftir ákveðnum uppskriftum, eftir því hvaða planta er og hve mikið af hverri. Það eru yfir 60 litabrigði af brúna litnum á laufunum sem eru yst. Mest ábyrgðafulla starfið í verksmiðjunni er sá sem greinir litinn á vindlunum, þar er gætt ítrustu nákvæmni því þó bragðið sé það sama, þá verður að var nákvæmlega sami litur í sama kassanum.
Menn hér eru ekki hátt launaðir, en þeir fá að fara með 3 vindla með sér heim, á hverjum degi, og svo mega þeir reykja eins og þá lystir í vinnunni, þetta er tekið af vindlum sem hafa útlitsgalla, og eru teknir frá. Menn geta drýgt tekjur sínar með að selja þessa vindla, því þeir eru eðalvara. Hér er tiltölulega lítið reykt, og er meginhlutin vindlaframleiðslunnar fluttur út. Ekki sama að segja um rommið, því heimamenn drekka sjálfir mestan hluta þess. Hér er sagt að það sé þjóðaríþrótt að aka fullur af rommi.
Hér er aðalgatan á Cabarett ströndinni, þröng og rykug.
Stubburinn fær sé ís, það var gert daglega.
Hér er hann í karaokikeppni, We vill we vill rock you!
Töffarinn sjálfur.
Á eftir var svo dansað af list.
Svo var hægt að læra köfun í lauginni. Og fara út á sjó og kafa niður til hákarla. Stubbur lét sér nægja laugina
Hér er verið að fara út í Paradísareyjuna, pínulítið kóralrif sem er algjört náttúruundur.
Fullt af fólki.
Hér er svo verið að fara í Bláa lónið, en það er ferð sem er mjög skemmtileg, farið á nokkrar baðstrendur í náttúruleg vötn sem eru í sveitinni, heimsóttur sveitabær, þar sem allskonar dýr eru, sjá nánar hér að neðan.
Ekki öll mjög falleg.
En ég er ekki viss um að allir þyrðu í hana þessa.
Og því síður þessa Tarantúla heitir hún.
Hér er svo ein baðströndin í Blue laguna ferðinni.
Meira næst.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 5
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 2022938
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mjög fræðandi pistill og skemmtilegar myndir takk fyrir það Ásthildur mín.
Kristín Katla Árnadóttir, 23.1.2008 kl. 11:06
fræðandi og spennandi !!!
Flottar myndir.
Bless
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 23.1.2008 kl. 16:22
Ég verð hræðilega skelkuð þegar ég horfi á myndina af Tarantúllunni
- Takk annars fyrir skemmtilegar myndir 
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 17:36
Æðislegar myndir, þetta hefur verið ævintýri.
Ásdís Sigurðardóttir, 23.1.2008 kl. 18:40
Hvað það hefur verið gaman hjá ykkur!! Gott samt að þú ert komin heim
Hrönn Sigurðardóttir, 23.1.2008 kl. 20:50
Fræðandi lesning og flottar myndir en ég fékk hroll þegar ég sá myndina af köngulónni!!!
Huld S. Ringsted, 23.1.2008 kl. 21:22
Fræðandi ævintírablær yfir þessu og frábærar myndir þó ég vildi enganvegin vera í návígi við þessi dýr.
Solla Guðjóns, 23.1.2008 kl. 21:57
Svo skemmtilegt Ævintýri og Stubburinn ekkert smá kaldur í kringum öll þessi óhugnalegu dýr
Mér finnst hann frekar mikið líkur pabba sínum
Ég er samt svo ógeðslega hrædd við köngulær en samt á ég eitt svona loðið stykki uppstoppað í ramma upp á vegg og annann ramma með uppstoppuðum fiðrildum...og núna þrái ég uppstoppaðan sporðdreka og leðurblöku í safnið......ég held að ég sé svolítið einkennileg mannvera
Ég kemst í ævintýraheim alltaf þegar ég skoða bloggið þitt og núna langar mér svo ferlega að fá að kíkja í kaffi í kúluhúsið einhver daginn
Ég hef ekki komið vestur frá því 98 og þá var ég frekar óþæg stelpa
ÞÚ ERT BARA FRÁBÆR OG BLOGGIÐ ÞITT EITT ÞAÐ BESTA
Eigðu góðann dag
Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 24.1.2008 kl. 01:49
Takk öll sömul, Elín mín þú ert svo sannarlega velkomin í kúluna, þegar þú átt leið um
Takk fyrir þessi hlýju orð.
Solla mín þessi dýr eru sko ekki mjög geðsleg, ef satt skal segja
Heheh Huld mín þær eru dálítið óhuggulegar þessar
Takk Hrönn mín og Ásdís, Anna Steinunn, Katla og Keli, gaman að sjá þig hér. Knús á ykkur öll.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.1.2008 kl. 19:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.