Það ríkir mikil heift í okka litla landi á þessum dögum. Fyrst fer Framsóknarflokkurinn á flakk, og bræður berjast og draga alla hina eftirlifandi framsóknarmennina með sér í lið. Meira að segja formaðurinn tekur afstöðu með öðrum, aðilanum.
Síðan uppákoman með borgarstjórnarskiptin. Þetta kom mjög á óvart, eins og sprengja sem springur mitt í daglegri önn.
Ég er sem betur fer ósnortin af öllu þessu haveríi og get horft á þetta utanfrá. Og ég held að ég sé loksins að skilja dálítið í íslenskri þjóðarsál. Það er von að ekki gangi betur að breyta þjóðfélaginu og fyrir smærri framboð að hasla sér völl. Hér er nefnilega allt rekið á tilfinningaskalanum.
Menn spá ekkert í málefnin, eða hvað menn ætla að standa fyrir, en meira í hvort þessi maður sé gamall, ljótur, veikur eða hallærislegur. Og ég er að tala almennt. Það er von að málefni eigi ekki upp á pallborðið hjá íslendingum, þegar þau eru bara ekkert á dagskrá hjá fólki almennt.
Það færi betur að við hefðum stefnumáli meira á hreinu og ætluðumst til að þeir sem bjóða sig fram fyrir okkar hönd, standi fastir á því sem þeir lofuðu fyrir kosningarnar. Þá væru stjórnmál ef til vill á hærra plani en þau eru í dag.
Ég veit satt að segja ekki hvað ég á að halda um tilurð þessara atburða. Hver byrjaði og hvar. Það er öruggt að einhversstaðar var haldið af stað út í foraðið með gulrót. En mér dettur heldur ekki í hug annað en að gulrótin hefði dugað illa, ef allt hefði verið í lagi.
Þess vegna er ég nokkuð viss um að samstarfið var ekki eins slétt og fellt og verið hefur látið uppi. Og vangaveltur um að Ólafur F. hafi ekki fundið sig í meirihlutanum virðast vera nokkuð á rökum reistar. Menn mega ekki gera lítið úr eða gleyma læknisvottorðinu, það hefur meiri þýðingu en menn halda.
Hins vegar er allt ferlið að mínu mati skrýtið. Þetta leynimakk og umræður í fylltum reykherbergjum hugnast mér ekki. Það á auðvitað að koma hreint fram og segja hlutina eins og þeir eru. Þannig að auðvitað skilur maður að menn séu sárir, svona ofan á að missa völd, þá kemur þetta eins og blaut tuskaí andlitið.
Og nú hefur verið hafin undirskriftasöfnun. Hvað ætla menn að gera við hana ? Mér er spurn. Eru þetta ekki allt kjörnir fulltrúar Reykjavíkur, og hver sem meirihlutin er, þá er meirihluti atkvæða á bak við þau. Það er því lýðræði sem okkur ber að virða, þó sumum hugnist ekki niðurstaðan.
Ég veit ekki hvernig þetta fer, en ég hef engar áhyggjur eða missi svefn út af ástandinu. Ef þessi meirihluti heldur, þá sýnist mér að þeir hafi skýr málefni og ætli sér að standa við þau. Ólafur er þarna vogarafl fyrir þá sem minna mega sín. Málið er að Ólafur F. Magnússon hefur starfað mikið fyrir aldraða og öryrkja, hann er líka friðunarsinni, og gömlu húsin í miðbænum eru honum heilög. Ólafur er líka maður sem vill standa við orð sín. Hann sýndi það á sínum tíma þegar deilurnar um Kárahnjúka voru sem háværastar, að hann lætur ekki hagga sér með þau málefni sem hann stendur fyrir. Hann virðist því vera sigurvegarinn í þessu ferli, sjálfstæðismenn í bóndabeygju hans. Þeir sem ekki hugsa fallega til sjálfstæðismanna geta allavega huggað sig við að þeir þurftu að lúta lágt til að fá sitt fram. Og allt var það til góða fyrir borgarbúa.
Ef þessi meirihluti hinsvegar fellur þá er spurning um hvað gerist. Þá fyrst verður algjör ringulreið í borginni. Menn ættu því að spara stóru orðin og særingarnar og sjá hverju fram vindur.
Ég vona bara að síðustu uppákomur breyti pólitíkinni. Ólga og gos geta róað framvinduna. Ef eitthvað gott kemur út úr þessu, þannig að fólk fari að skoða betur málefninn og kjósa þá sem setja fram skynsamlegustu tillögurnar, og fylgja því eftir að þeir efni sín kosningaloforð, eða refsi þeim ella, þá er þetta ekki til einskis.
Tilfinningar og get ekki kosið þennan flokk af því að þessi maður er í honum, eða slíkt á ekki heima í lýðræðislegu samfélagi. Sá málefnasamningur sem flokkarnir setja fram í kosningabaráttu á að gilda, og fólk á að geta kosið þær hreyfingar sem þeim hugnast best, menn eiga líka að vera óhræddir við að breyta til, og refsa þeim sem lofar og stendur ekki við loforðin. Að heyra staðhæfingar eins og ég kýs þennan flokk af því að ég hef alltaf kosið hann, og af því að amma kaus hann eða pabbi eiga að heyra fortíðinni til. Þessi sjónarmið eru grundvöllur fyrir stöðunni núna. Þessi hugsunarháttur hefur skapað pólitíkusa dagsins í dag. Þeir vita að þeir eiga sitt fylgi hvað sem þeir gera, og þeir vita að hvað svo sem þeir gera af sér, þá fá þeir sín atkvæði. Þeir hafa því orðið kærulausir og latir vegna áhugaleysis okkar um okkar rétt og skyldu í lýðræðisþjóðfélagi. Við getum því engum kennt um nema okkur sjálfum. Það er okkar að breyta ástandinu. Það er okkar að veita þessu fólki aðhald og sýna þeim að við líðum ekki svik og pretti. Það er okkar að refsa þeim fyrir afglöp í starfi með að kasta þeim út í næstu kosningum.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 2022939
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 30
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það verður sko auður seðill næst Ásthildur mín
Sigurður Hólmar Karlsson, 22.1.2008 kl. 16:26
Þetta er eins og ljótur sandkassaleikur, svona "ég nenni ekki að leika við Villa mig langar að leka við Dag og svo kemur Óli sem nennir ekki að leika Dag en vill heldur leika með Villa", lítur illa út og spurning hvort ekki væri nær að kjósa málefnalega róttæka unglinga næst, því það er ekkert vit í þessu.
Reyndar held ég að rót vandans sé Bingi í saprifötunum !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 22.1.2008 kl. 16:35
Það á ekki að skila auðu Siggi minn. En það tekur auðvitað tímann sinn að hreinsa til.
Hulda mín, ég held að rót vandans sé mest okkar eigið kæruleysi gegnum árin. Einn heilagasti réttur hvers manns er kosningarréttur hans. Á þeim rétti er lýðræðið byggt. Gegnum tíðina allt of lengi höfum við sýnt þessum rétti okkar allt of mikið kæruleysi. Þess vegna uppskerum við forsvarsmenn hjá ríki og bæ, sem eru kærulausir og gera það sem þeim þóknast. Þeir hafa gleymt því fyrir löngu síðan að við eigum síðasta orðið á kjördegi. Hvernig gátum við farið svona illa með það vald sem við höfum ? Hér þarf að byrja að byggja upp á nýtt. Hlusta á það sem menn eru að segja og lofa, og fylgja því fast eftir að þeir standi við orð sín, eða þeim verður hent út á næsta kjördegi. Það er hið eiginlega lýðræði í hnotskurn og þannig var það líka hugsað í upphafi. Láta ráðamenn standa á tánum af hræðslu fyrir hvern einasta kjördag um að þeir hafi ekki staðið undir væntingum og fái reisupassann. Þetta er verkið sem bíður okkar almennings á næstunni. Og ég vona svo sannarlega að við getum sameinast um þau vinnubrögð.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.1.2008 kl. 16:43
Flottur pistill hjá þér, Ásthildur mín. Auðvitað á fólk að nýta kostningarétt sinn og taka þá mið af verkum manna og heilindum frekar en listabókstaf í áskrift. Mér finnst að þú ættir að hugleiða að láta til þín taka á þessum vetvangi. Ég myndi hiklaust kjósa þig, og kjósendur gætu að minnsta kosti verið með það á hreinu að það myndi ekki hanga neinn verðmiði á trygglyndi þínu við málstaðinn.
Bestu kveðjur til fallega Ísafjarðar. x
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 22.1.2008 kl. 16:47
Þetta var fallega sagt mín kæra.
og ég skal skila kveðjunni þinni.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.1.2008 kl. 17:03
Góður pistill hjá þér, vel íhugaður og skrifaður eins & þín er vísa. Annað er margt sem um þetta má lesa víða.
Auddað ferð þú bara í framboð kona,
Steingrímur Helgason, 22.1.2008 kl. 17:04
Hehehe... ef ég væri 20 árum yngri. Takk annars minn kæri.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.1.2008 kl. 17:06
ég vil miklu frekar kjósa menn, heldur en flokk.
Sem í raun skiptir sköpum (að mínu mati) þegar um bæjarpólitík er að ræða og oftar en ekki hefur það verið maðurinn (konan) og hans störf sem ráða mínu atkvæði (hef alltaf kosið síðan ég mátti það) er ekki viss um að ég hafi kosið sama flokkin tvisvar.
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 22.1.2008 kl. 17:14
Já það getur alveg gengið ef maður treystir þeirri persónu. En það mikilvæga eru málefnin sem flokkurinn kemur sér saman um, og það er mikilvægt að það sé hægt að treysta því að þau málefni verði látin ráða þegar flokkurinn kemst að völdum, allavega að svo miklu leyti sem það er hægt, vegna samstarfs við aðra flokka.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.1.2008 kl. 17:36
Auðvitað verður að meta út frá störfum hvers og eins.
En aftur á móti finnst mér oft vera fórnað ansi miklu til að komast til valda.
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 22.1.2008 kl. 17:45
Já mikið rétt, menn eru stundum alveg blygðunarlausir í að halda völdum, eða komast til valda. Það er alltof mikið um slíka því miður. Þar þarf að koma til aðhald kjósenda.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.1.2008 kl. 18:15
Já það þarf víða aðhald ekki bara í pólitíkinni.
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 22.1.2008 kl. 19:15
Mér þykja málefni vera farin fyrir bí síðustu daga, nú eru það völd og hefndir sem ráða ríkjum. Veit ekki hvernig ég mundi kjósa í dag. En greinin þín er góð og þú ert manneskja sem hægt er að treysta á mín kæra.
Ásdís Sigurðardóttir, 22.1.2008 kl. 19:31
Takk Ásdís mín. Já það er rosaleg heift í gangi og eitupillur sendar út og suður. Ég er að vona að þessi gerjun geti eitthvað gott af sér á endanum. Það verður bara að koma í ljós. En þetta graftrarkýli hefur verið að gerjast mörg undanfarin ár, og bara spurning hvenær okkur hinum almenna borgara blöskraði nógu mikið.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.1.2008 kl. 20:12
Það er nefnilega málið Tinnsl mín. Flokkstarf er þannig að menn koma sér saman um málefni, vinna að málefnasamningi og fara fram með þann samning i farteskinu. Þeir EIGA að vera bundnir af þeim samningi gagnvart kjósendum. Það hefur oftar en ekki komið fyrir að menn hafa svikið öll sín kosningaloforð eftir kosningar. Þá á það að koma til okkar kasta að kjósa slíkan flokk ekki aftur. Þannig stjórnum við í raun og veru. En við bara kjósum alltaf það sama aftur og aftur, af því að við viljum bara hafa okkar menn áfram, alveg sama hvernig þeir haga sér.
Þegar svo er komið, þá hugsa þessir menn, við bara setjum fram eitthvað fallegt sem gengur í fólk, og við þurfum ekkert að gera það sem við lofuðum eftir kosningar. Ég er ekki að segja að þetta sé algilt, en miðað við undanfarin mörg ár, þá hefur einmitt þetta gerst, þegar flokkar komast til valda. Þá er allt gleymt.
Ef maður ætlar að plokka einn og einn mann sem maður treystir, það er í sjálfu sér gott, en það getur verið að þessir menn hafi ólíka sýn á hlutina, og geti ekki komið sér saman. Þess vegna þarf að vera ákveðin hópur í forsvari sem hefur farið í gegnum málin og er sammála því hvað á að gera. Þannig ættu stjórnmál allavega að vera, svo vel sé.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.1.2008 kl. 21:16
Takk Arna mín. Já þetta er sannarlega skrýtin uppákoma og óvænt. Ég vil bara óska þess að menn haldi ró sinni og allt fari á besta veg. Það er ótrúlegt hve fólk getur látið frá sér fara og hve lágt menn leggjast í lágkúrunni, ekkert síður þeir sem hér hamast sem mest yfir þessu öllu saman. Fólk virðist ekki skilja að maður er dæmdur eftir því hvernig maður tjáir sig. Það hefur allavega runnið upp fyrir mér í tímans rás. Og ég reyni í dag að muna að aðgát skal höfð í nærveru sálar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.1.2008 kl. 22:12
Sæl Cesil.
Þessi pistill þinn er GULL, því sjaldan hefi ég séð eins vel samantekin sannleika mála og vangaveltur um hann.
bestu kveðjur Vestur.
gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 22.1.2008 kl. 23:55
Takk GMaría mín. Og góðar kveðjur til þín sömuleiðis.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.1.2008 kl. 09:01
Já þær ganga allstaðar kjaftasögurnar. En Ólafur hefur átt við andlega erfiðleika að etja. Mér finnst að menn verði að virða það, ef honum finnst hann nógu sterkur á svellinu til að takast á við það sem nú dynur á. Tíminn einn mun leiða það í ljós. En mér finnst einhverveginn að fólk eigi bara að leyfa mönnum að fá vinnufrið. Við erum oft svo heiftug og rætin ég held að hvergi sé eins mikið af slíku og hjá okkur. Það er ef til vill smæð þjóðarinnar. Og hver og einn er kóngur. Ég vona bara að hann hafi gert sér grein fyrir því hvað hann var að leggja út í. En svona er þetta bara. Hver er sinnar gæfu smiður.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.1.2008 kl. 10:24
Já við skulum vona það Inga Brá mín. Bestu kveðjur héðan líka. Ég er reyndar að skreppa til Vínar, stelpan mín er að fara í erfið próf og báðar stelpurnar veikar, svo það er ekkert um annað að gera. En ég verð með lappan meðferðis, svo ég dett ekki út. Knús.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.1.2008 kl. 10:58
Stórgóður pistill og stórgóðar umræður.Ég sé fleiri en 2 hliðar á þessu máli og hefur verið komið inn á þær allar hér.
Solla Guðjóns, 23.1.2008 kl. 21:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.