Daglegt veður og ferðabrot.

Í dag er leiðindaveður, rok og rigning, það er samt að ganga niður.

Fullur máni 007

Svona lítur þetta út í dag, en ég tók nokkrar skemmtilegar myndir í gær í yndislegu veðri.

Fullur máni 001

Dálítið rómantísk ekki satt og máninn fullur.

Fullur máni 005

En að ferðasögunni.

Þegar hér er komið sögu, þá var farið að rigna.  Og það var enginn smárigning, eins og hellt úr fötu.  Það þurfti að flytja fólk úr nokkrum íbúðunum, því þar var ökladjúpt vatn yfir alla íbúðina einn morguninn.  Í byrjun ferðar höfðu nokkrir samferðamenn verið óánægðir með íbúðir sínar, og verið fluttir til og frá.  Við gerum aðrar kröfur til vistarvera en fólkið þarna suðurfrá, það er nokkuð ljóst.  Við vorum reyndar alveg ánægð með okkar íbúð, gerum ef til vill ekki of háar kröfur, enda ýmsu vön.  Frá okkar ferðalögum.

Domingo3 012

Það var ekkert smá sem kom niður.  Og þá var um að gera að vera nógu fljótur að hlaupa í var, þegar droparnir byrjuðu að falla.  Það rigndi ekki jafnt og þétt, heldur komu sólarblettir inn á milli.

Domingo3 016

Það voru fleiri að taka myndir af þessum ósköpum.  En þessu var bara tekið með léttu skapi og brosi.  Samferðamenn okkar voru sérlega yndislegt fólk, það var aldrei neitt vesen eða röfl, skemmtilegt fólk sem var alltaf í góðu skapi.  Það er ekki hægt að hugsa sér betri ferðafélaga.

Domingo3 023

Það hefur ekki verið sérlega skemmtilegt að vakna að morgni, og þurfa að fara fram úr rúminu við svona aðstæður.  En þessu var tekið með jafnaðargeði og brosi.

Domingo3 017

Þá var fínt að grípa í spil, meðan sem mest rigndi.

Domingo3 029

Og í uppstyttingum var sest og málin rædd, um að gera samt að hafa regnhlífina við hendina.

Domingo3 059

Á kvöldin var svo skemmtun, annað hvort karaoki, bingó eða dans, nú eða eins og hér sannarlega flott show.

Domingo3 066

Hér má sjá hana Ingu okkar, gleðipinnan sjálfan.  Þessi í svarta kjólnum.

Domingo3 070

Stubbur í léttri sveiflu.

Domingo3 073

Ekki amalegur dansherra.

Domingo3 076

Svo er gott að fá sér eina góða mynd fyrir svefninn.l

 

Ég las nokkrar bækur í þessu rigningatímabili, Við enda hringsins, eftir Tom Egeland, fín bók, sama thema og Da Vinci lykillinn, nema þessi er skrifuð nokkrum árum fyrr.  Gerist í Noregi og víðar.  Síðan las ég Mæling heimsins, bráðskemmtileg bók um tvo ferðalanga sem þvælast um heiminn til að mæla hann, á nítjándu öldinni eða um aldarmótin 1800 - 1900.  hún er eftir Daníel Kehlmann.  Frábær lestur.  Svo hafði ég með mér tvær ljóðabækur Fimmta árstíðin eftir Toshiki Toma og Geiravísur eftir Magnús Geir Guðmundsson báðir bloggvinir mínir.  Þeir eru skemmtilega ólíkir höfundar, þar sem Magnús fangar augnablikið með því að yrkja um viðburði samtímans á mjög skemmtilegan hátt, einskonar samtímaheimild, allavega rifjuðust margir atburðir upp fyrir mér við lesturinn, þá yrkir Thosiki meira inn á tilfinningasviðinu og náttúrunni.  Reyndar á ég eina ljóðabók í viðbót eftir kæran bloggvin en það er ljóðabókin Ópus Alfa eftir Jón Steinar Ragnarsson.

En meira seinna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ofsa rigning er þetta úff voða finnst mér gaman að lesa ferðasöguna, og sjá myndirnar takk fyrir Ásthildur mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 22.1.2008 kl. 13:42

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Katla mín.  Já þetta var aldeilis rigning eða réttara sagt skýfall.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.1.2008 kl. 14:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 2022939

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband