20.1.2008 | 15:16
Fyrsti hluti - ferðin til Dominiska Lýðveldisins.
Já það er gaman að ferðast, en það jafnast ekkert á við að koma heim.
Við lögðum af stað frá Ísafirði í mjög fallegu veðri.
Þessi er fyrir vinkonu mína hana Svönnu, tekin í Súðavík.
Við fórum á nokkrar sýningar í Reykjavík, í listasafni Reykjavíkur voru nokkrar sýningar, sem voru ekki alveg fyrir minn smekk, eins og þessi múrhúðunarnet. Ég fór svo á sýninguna hennar Katrínar vinkonu minnar og það var yndisleg sýning. Því miður hittumst við ekki, en við eigum það eftir örugglega. Svo fórum við á myndina um Duggholufólkið, mjög fín mynd, og gaman að hafa fengið að taka smáþátt í henni.
En við fórum svo til Keflavíkur og gistum þar, sem betur fer, því veðrið var rosalega slæmt um nóttina og morgunin sem við áttum að fara.
Vélin rúntaði í einn og hálfan tíma á vellinum, áður en hún fór í loftið. Við erum að finna stað til að núllstilla siglingartækin sagði sænski flugmaðurinn. Manni fannst þetta dálítið skrýtið, og auðvitað var þetta bara eitthvað sem hann sagði okkur, meðan hann þráaðist við að komast á loft, eina vélin sem fór þann morguninn, hann ætlaði ekki að vera kyrrsettur á þessu krummaskuði.
En við komumst sem sagt til Halifax, og vélin lét meira að segja ekki mjög illa á leiðinni.
Á flugvellinum á Halifax.
Hér erum við svo komin til Portó Plata, jólaskreytingarnar uppi ennþa auðvitað. Þeir halda eiginlega mest upp á þrettándann, eins og aðrar þjóðir þarna í kring. Dag vitringanna þriggja, þá er haldin hátíð, vitringarnir koma og gefa börnunum gjafir.
En skrifræðið er rosalegt, og maður kemst hvorki inn eða út án þess að borga og skrifa. 10 dollara inn í landið og 20 dollara til að komast út. Og auðvitað var ég ekki með pennann uppivið, svo ég þurfti að bíða eftir að einhver nógu kærulaus skildi pennann sinn eftir að lokum.
Loks var gott að komast inn í kælda rútu.
Við höfðum tafist alla leiðina, fyrst að rúnta á flugvellinum heima í einn og hálfan tíma, síðan urðum við að bíða í hálftíma að minnsta kosti í flugvélinni í Halifax, vegna þess að flugstöðin var full af farþegum. Svo þurftum við að bíða í rútunni að minnsta kosti tæpan klukkutíma, meðan reynt var að gera við mikrafóninn, sem svo tókst ekki, en það var svo sem allt í lagi.
Og svo var gott að geta sest út á sundlaugarbakkann og náð aðeins í sól.
Og smávegis að leika sér með afa, eftir alla kyrrsetuna í fluginu.
En sumir fóru bara beint á barinn hehehehe...
En svo var gamlárskvöldið, galakvöldverður og rosalega flottur.
Þessir tveir urðu góðir vinir.
Innfæddir voru líka uppábúnir og flottir.
Svo var ball á eftir, og mjög flott flugeldasýning, sem við misstum af að mestu, því stubburinn var orðin svo þreyttur.
Þessar elskur eru brosandi og blíðir, en einhvernveginn hef ég á tilfinningunni, að þeir hiki ekki við að beita þessum vopnum ef á þarf að halda. En þeir voru okkur til öryggis.
En svo var farið í að læra að kafa í lauginni.
Greinilega gaman.
Þessar elskur eru mikið þarna, líka inn í íbúðunum, en þær gera ekkert slæmt, en þær eta moskitóurnar, sem eru óvenjulega skæðar þarna, maður er allur útbitinn, þrátt fyrir allskonar varúðarráðstafanir. Sumir mjög illa bitnir af þessum skepnum.
Daginn eftir var það svo ströndinn. Það er alveg meiriháttar flott, allskonar aðstæður, bæði fyrir bretti, lacera og kanóa, seglbretti og einskonar flugbretti. Stubbur undi sér vel í sjónum.
Sjórinn er hlýr, um 24° þetta er samt Atlandshafið, en ekki það Karabiska.
Á ströndinni og allstaðar eru sölumenn, þeir eru eins og suðandi moskítóur allstaðar, lukki lukki lukki, come and have a look. Bjóða armbönd, og allskonar vörur, líka ávexti, íbúðir, hús og villur, bara nefna það, skemmtiferðir og svo reyna þeir að veiða mann inn í búðirnar. Hér eru líka allstaðar konur sem reyna að flétta mann. 1000 pesó, segja þær þegar þær hafa fléttað mann nokkrar fléttur með ofbeldi og látum, með því að toga í hárið á manni og sleppa ekki fyrr en fléttur eru komnar, en þær eru fjótar. Inn í hótelgarðinum eru líka tvær elskur, sem greinilega hafa leyfi til að vera innan um gestina og flétta þá og snyrta fætur og hendur.
Hér var líka hægt að fara í nudd fyrir 20 dollara, algjörlega notalegt og flott.
En þeir plata mann upp úr skónum með bros á vör, fólkið hér er samt mjög yndælt og gott, svona þrátt fyrir sölumennina, sem eru jú bara að lifa af. Hér eru um 77% creol eða blandaðir, 16% niðjar hvítu nýlendubúanna, og svo 7% svartir niðjar þrælanna sem fluttir voru hingað frá Afríku. Reyndar er flest hvíta fólkið niðri í Santo Domingo, í betri hverfum þar. Þeim hefur örugglega orðið betur ágengt í lífinu en öðrum.
Hér er mikil skipting millli ríkra og fátækra, en ég ræði meira um það seinna. En fólkið hér virðist vera glaðlynt og líða vel á sálinni, þó þeir eigi ef til vill ekki mikið milli handa, enda þarf fólk ekki mikið til að lifa af hér, landið er gjöfult og frjósamt.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 2022941
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæjjjjjjjj og velkomin heim úr þessari miklu reysu.

Solla Guðjóns, 20.1.2008 kl. 15:47
Mikið er ég glöð að þú ert komin heim aftur úr þessari skemmtilegu ferð og gaman af myndunum. Velkomin heim knús til þín.




Kristín Katla Árnadóttir, 20.1.2008 kl. 17:04
Takk elskurnar ég er líka mjög ánægð með að vera komin heim, nú get ég farið að lesa og heimsækja ykkur.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.1.2008 kl. 17:09
Velkomin heim!
Þ
Þórdís Einarsdóttir, 20.1.2008 kl. 17:31
Takk Þórdís mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.1.2008 kl. 18:34
Velkomin heim
Og strax ferðasaga með myndum.
Faðmlag og knús
Kidda (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 18:50
Velkomin heim, takk fyrir að leyfa okkur að ferðast svona með þér í gegn um myndasöguna. Ekki laust við að smá sólbruni & tvö moskítóbit hafi meðvirknast í gegnum þessa stórgóðu ferðalýsingu,
Steingrímur Helgason, 20.1.2008 kl. 19:03
Einmitt Steingrímur minn, ég sagði jú að þær væru skæðar þessa tóur
Knús til þín líka Kidda mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.1.2008 kl. 19:38
Velkomin heim Ásthildur mín, gaman að vera búin að fá þig aftur
Æðisleg ferðasaga og ég segi eins og Steingrímur, það er ekki laust við að sólbruni, sólstingur og móskítóbit hafi verið afrakstur þess að skoða myndir og sögu. það hefur greinilega verið gaman hjá ykkur
Huld S. Ringsted, 20.1.2008 kl. 19:53
Takk Huld mín, já ég er alveg endurnærð eftir ferðina. Yndislegt samferðafólk líka.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.1.2008 kl. 20:06
Elsku Ásthildur mín, innilega velkomin heim með fjölskylduna, gott að allt gekk vel og var svona gaman. Það er gott að fá þig heim og eiga von á nýjum myndum og færslum all flesta daga.
Ásdís Sigurðardóttir, 20.1.2008 kl. 20:12
velkomin heim kæra cesil !
BlessYou héðan
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 20.1.2008 kl. 20:22
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.1.2008 kl. 20:36
Velkomin heim greinilega ofsa gaman hja ykkur.
Ásta Björk Solis, 20.1.2008 kl. 21:00
Takk Ásta Björk mín, já þetta var mjög skemmtileg ferð.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.1.2008 kl. 21:19
Takk ...gott að vita af þér aftur á Ísafirði
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 20.1.2008 kl. 23:51
Svona á lífið að vera; gaman að ferðast og gott að koma heim. Velkomin heim mín kæra og gleðilegt nýtt ár.
Laufey B Waage, 21.1.2008 kl. 08:48
Velkomin heim
Saknaði bloggsins þíns.......ég verð alltaf svo glöð innra með mér þegar ég skoða myndirnar þínar....það er allt svo hómí hjá þér sama hvort þú ert heima hjá þér eða í útlöndum....mig langar alltaf að henda mér inn í myndasögurnar og fá að vera með
ÞÚ ERT BARA FRÁBÆR..... Takk fyrir mig.
Eigðu góðan dag í dag.
Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 21.1.2008 kl. 09:02
Takk fyrir þetta Elín mín
Elsku Laufey mín, það er vissulega rétt, það er alltaf best að koma heim.
Knús á þig líka Inga Brá mín, já smábit og svoleiðis er ekki mikið svona eftir á
Takk Anna mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.1.2008 kl. 10:51
Velkomin heim Ásthildur. Virkilega gaman að fá að sjá myndirnar úr ferðinni. Þvílíkur munur á norðrinu og suðrinu þessa dagana haha en þannig á það víst að vera. Manni hlýnar að horfa á myndir af hamingjusömu fólki á ströndinni, takk fyrir það

Ragnhildur Jónsdóttir, 21.1.2008 kl. 13:06
Já það er munur Ragnhildur mín. Bara spurning hvað er betra, ég veit það eiginlega ekki, hvort er verra moskítóbitið eða frostbitið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.1.2008 kl. 13:57
Svanna
Svanfríður G.Gísladóttir (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 22:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.