Hæ öll saman!

Ég náði mér í sólsting, og verð að forðast sólina, svo ég ákvað að koma og ræða við ykkur í staðinn.  Var búin að æla úr mér lungum og lifur áður en ég áttaði mig á hvað vandamálið var.  En svo rann upp fyrir mér ljós.  Strákarnir Elli og Úlfur eru búnir að vera að skemmta sér ágætlega í skoðunarferðum, meðan ég hef legið og ælt eins og múkki.  En sem betur fer var það ekki matareitrun eins og samferðamennirnir héldu, þau voru meira að segja farin að passa sig í matarvali hehehehe.... En nú er bara að drekka nóg vatn, og éta salt, og forðast þessa gulu heitu þarna á himninum.
En nokkrar myndir.

Domingo3 001

Útsýnið frá svölunum hjá mér.

Domingo3 008

Svo fór að rigna, það rigndi í fimm daga, heldur betur.  Ökladjúpt vatn allstaðar, líka í neðstu íbúðunum hjá fólki.

Domingo3 010

Þetta er einn af þremur matsölustöðum sem við getum etið frítt á, þessi er mexícóskur svo er einn ítalskur og einn nær ströndinni þar sem er hlaðborð.  Ég er ánægðust með þennan.

Domingo3 015

Veit ekki hvort þið sjáið rigninguna en hún er eins og teppi fyrir svölunum.

Domingo3 018

Glaðlynda ljúfa þjónustan mín. 

Domingo3 020

Hér liggur maður í leti, ef maður fer ekki á ströndina.

Domingo3 031

Hér eru allir í einkennisbúningum, þetta eru herbergisþernurnar, svo eru þjónarnir í svörtum buxum og hvítum skirtum, verðirnir, jamm það eru verðir, þeir eru í brúnum fötum með kylfur og byssur.  Svo eru garðyrkjumennirnirnir, og þeir sem skemmta okkur á daginn og kvöldin, þau eru fjögur og mjög skemmtileg, hér er spænskukennsla, dartskeppnir, karaóki, bingó, dans á kvöldin erobik um fimm leytið annað hvort í lauginni eða á danspallinum, hér er sko nóg um að vera.

Domingo3 033

Lesið í Harrý Potter, og skólinn á morgnana, verkefnin þarf að leysa, þó skóli sé langt í burtu.

Domingo3 034

Hér er svo einn barinn, stubbur að fá sér fruit punch.

Domingo3 038

Hann vildi svo fá sér tattú, heheheeh

Domingo3 041

Hér er það svo, sá er montinn.

Domingo3 042

Þetta var sum sé þegar það rigndi, hún er glæsileg þessa samferðakona mín.

Domingo3 049

Þá er þessi ekki síðri Cool

Domingo3 046

Þetta er hún vinkona mín hún Freyja, hún er algjört yndi.

Domingo3 047

Strtákarnir í bleikupeysunum eru þeir sem skemmta okkur hér, þau eru fjögur, mjög yndæl.

Þarna að spila vi stubbinn og fleiri.

Domingo3 060

Hér er smáshow sem þau sýndu eitt kvöldið.

Domingo3 076

Stubbur að fara að horfa á mynd.

Domingo3 077

Svona snýr tunglið hér á þessum næturhimni.

En þetta fer að verða gott hjá mér elskurnar.  Gaman að hitta ykkur og fá allar góðu kveðjurnar, elsku Stína Stuð mín, knúsaðu litlu Stínu frá mér.  Og kveðja til ykkar allra.

Ég hef verið að lesa smá, m.a. hafð ég með mér tvær ljóðabækur önnur er Geiravísur og hin er frá Toshiba þær eru skemmtilega ólíkar, meðan Magnús Geir yrkir um daglegt líf og er einskonar sögumaður samtíðar, fer Toshiba meira inn á Tilfinningar og ideur.  Gaman að þeim báðum, svo hef ég lesið við enda Hringsins eftir Tom Egeland, skemmtilega sögu um svipað efni og Da Vincilykilinn, nema skrifað nokkru áður. 

En nóg í bili, hér er óstabílt samband, þó hér sé netkaffi á öllum hornum sit ég á hótelinu, vegna þess að án lappans gæti ég ekki sent ykkur myndir.  Knús og kram frá mér til ykkar allra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æjjj......leitt að heyra, en búin að jafna þig núna ekki satt?
Gaman að sjá þessar myndir, sýnist á öllu að þetta sé hin besta ferð

Arnbjörn (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 14:25

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Láttu þér batna fljótt og Ásthildur, þú ert forréttindakona, þvílíkt umhverfi.  Paradís á jörð.

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.1.2008 kl. 14:33

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk elskurnar jú ég er alveg að ná mér, fékk eitthvert sull á apótekinu og þeir sögðu mér að fara til læknis ef þetta lagaðist ekki strax, svo mer er eins gott að vera í lagi hehehehe.... Nokkuð að frétta ennþá minn kæri Arnbjörn? 

Það er bara einn hængur hér á, en moskitóurnar eru sérlega kræfar hérna.  En maður lætur sig nú hafa það eins og hvert annað ekki satt ?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.1.2008 kl. 14:43

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Biðst afsökunar á þessari jólahúfu, nenni ekki að brasa við að taka hana niður hér.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.1.2008 kl. 14:44

5 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Vá en skemmtilegar myndir og umhverfið er bara magnificent þarna hjá ykkur í útlöndum..hef ekki græna glóru um hvar íheiminum þið eruð stödd. Vertu ekkert að hafa áhyggjur af húfunni..láttu þér bara batna sem fyrst og haltu áfram að njóta ferðar.

Knús

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 15.1.2008 kl. 14:48

6 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

Láttu þér batna og njóttu ferðarinnar sem eftir er.

ÞE 

Þórdís Einarsdóttir, 15.1.2008 kl. 14:52

7 identicon

Nei Ásthildur, ekkert ennþá, en mig rennur í grun að það verði mjög fljótlega jafnel fyrir helgi

Arnbjörn (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 15:08

8 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

frábært að sjá þessar myndir, já ég segi eins og katrín, ég veit ekkert hvar þú ert !

Blessyou

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 15.1.2008 kl. 15:29

9 Smámynd: Solla Guðjóns

Hæ!!! gaman af þessum myndum......láttu þér batna fljótt og vel og passaðu þifg á þessari gulu elsku.Hér er allt á kafi í dúnmjúkum snjó

Knú á ykkur

Solla Guðjóns, 15.1.2008 kl. 17:18

10 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Æi láttu þér batna fljótt og mikið er gaman hjá ykkur. Skemmtilegar myndir hafið þið það gott í hitanum. Knús á ykkur

Kristín Katla Árnadóttir, 15.1.2008 kl. 17:27

11 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Stelpur, hún er að njóta lífsins, með sólsting eða ekki, í Dóminikanska lýðveldinu!

Besti kveðjur til þín tígulega ljósmyndakona og láttu ekki stinginn skemma fyrir fallega húðlitnum!

Magnús Geir Guðmundsson, 15.1.2008 kl. 18:28

12 Smámynd: Huld S. Ringsted

Æ! láttu þér batna af sólstingnum!! Æðislegar myndir, hafið það gott

Huld S. Ringsted, 15.1.2008 kl. 20:48

13 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Elskan mín láttu þér batna, vont að fá sólsting hef lent í því. Það er skrautlegt veðrið hjá þér, vantar bara snjóinn, það er nóg af honum hér.  Snowball Fight 

Ásdís Sigurðardóttir, 15.1.2008 kl. 22:23

14 Smámynd: Ásta Björk Solis

Reyndu Avon skin so soft fyrir mosquito bitunum ef thu finnur thad ekki tekkadu a vitamin,c,eg hata thaer lika vid erum med nog af theym her i Texas a sumrin.Skemtu ther bara aedislega vel.

Ásta Björk Solis, 16.1.2008 kl. 06:08

15 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Hafðu það gott þarna Ásthildur mín, ég verð bara öfundsjúkur af því að sjá allar þessar flottu myndir.  Það hlýtur að vera frábært að vera þarna.  Njóttu þess í botn.

Jakob Falur Kristinsson, 16.1.2008 kl. 09:49

16 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Frábært að sjá þessar myndir! oh hvað hlýtur að vera gaman hjá ykkur. Verst auðvitað með að liggja inná herbergi og vera lasin en það stendur vonandi til bóta.

Þakka þér fyrir að senda okkur hitasögur og myndir í snjóinn og kuldann hérna á norðurhjara. Annars er nú snjórinn fallegur, ekki hægt að kvarta yfir því sko.  ..soldið kaldara samt.

Ragnhildur Jónsdóttir, 16.1.2008 kl. 14:19

17 Smámynd: Gló Magnaða

Ég hef fengið sólsting á Íslandi (sennilega tvisvar) þegar ég var um tvítugt og hitinn fór eitthvað nálægt 25 gráðum. Varð rosalega veik og með háann hita og óráð. Síðan þá þoli ég mjög illa ef hitinn nálgast 20 stigin og finnst fínt að vera hér á skerinu í svona 0 til 15 gráðum.

Fólki finnnst ekkert mjög spennandi að segja mér einhverjar sögur af sér í 30-40 gráðum í útlöndum af því að ég verð ekkert afprýðisöm.  

Gló Magnaða, 16.1.2008 kl. 14:47

18 identicon

Æðislegar myndir vááá!!! Takk  Gott að lesa í kommentakerfinu að þú ert að lagast af sólstingnum. Njóttu lífsins mín kæra bloggvinkona

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 21:36

19 Smámynd: Laufey B Waage

Vonandi batnar þér fljótt og vel.

Laufey B Waage, 16.1.2008 kl. 23:38

20 identicon

Sæl,Ásthildur,njóttu ferðarinnar með familíunni og taktu helling af myndum.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 07:07

21 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Gott að heyra frá ferðalangnum  en þér er vonandi batnað, en hef heyrt að sykurvatn (soðið vatn með sykri) geri kraftaverk

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 17.1.2008 kl. 16:26

22 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ásthildur mín farðu nú vel með þig, flottar myndir eins og ævilega hjá þér.

                                  Kveðjur til ykkar allra.
                                        Milla 

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.1.2008 kl. 11:44

23 identicon

Sakna þín en frábært að fá fréttir og myndir af ykkur. Verst með þennan sting, ert vonandi að losna við hann. Hlakka til að fá að lesa svo alla ferðasöguna.

Knús til ykkar

Kidda (IP-tala skráð) 18.1.2008 kl. 20:02

24 Smámynd: Jóhann Elíasson

Vonandi jafnar þú þig fljótt og nýtur ferðarinnar í botn það sem eftir er.  Myndirnar þínar klikka aldrei, þú hefur svo ótrúlega næmt auga fyrir því sem í kringum þig er hvar sem er í heiminum.  Hafðu það sem allra best.

Jóhann Elíasson, 18.1.2008 kl. 23:12

25 Smámynd: Katrín

vona að þér líði betur og sért farin að njóta þín og daganna aftur í paradís.

kveðja að vestan til Ella og litla stubbs 

Katrín, 19.1.2008 kl. 15:47

26 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk öll sömul, var að detta inn úr dyrunum heima hjá mér núna rétt áðan, sólstingurinn farinn og ég í góðum málum.  En ég er búin að vera á þvælingi síðan í gærmorgunn, fyrst í allskonar biðröðum á flugstöðinni í Dominica, síðan flug með viðkomu í Halifax, svo fórum við beint á B&B gistiheimilið i Kefló við komum um 6leytið um í morgun, og fengum að leggja okkur til hádegis, síðan þaðan ó jamm nema beint í Toys @ us hehehehe var sko ekki hægt að komast undan því, hann átti peninga frá jólunum.   Svo var haldið beint heim, og það er meiri snjór í Keflavík en á öllum Vestfjörðum.  En á morgun ætla ég mér að byrja að segja aðeins frá ævintýrinu, en ekki minna um vert að koma í heimsókn til ykkar elsku bloggvinir mínir.  Og skoða hvað þið eruð búin að vera að gera skemmtilegt á meðan ég var þarna að hygge mig.  Ég hugsaði oft til ykkar, og það verður gaman að gera aðeins grein fyrir þessu skemmtilega landi og þjóð. 

En hann Brandur er svo glaður, að hann veit ekki hvernig hann á að vera.  Skoppar um og heimtar strokur og skjall.  Hann var nefnilega einn heima, meðan við vorum í burtu.  Ekki það að það væsti um hann, en sennilega bara frekar 3einmana.  See you guys

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.1.2008 kl. 22:34

27 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Gott að þú ert komin heim heilu og höldnu. Hlakka til að lesa nánar um ferðalagið  knús

Margrét St Hafsteinsdóttir, 19.1.2008 kl. 22:39

28 Smámynd: Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Hlakka til að lesa um ferðalagið. Þú hefur sem sagt verið í sama hópi og systir mín, þau komu nefnilega heim með fyrri ferð í gær og fóru beint í rúmið. Ætla að kíkja til hennar á eftir.

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 20.1.2008 kl. 11:24

29 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já örugglega, bara spurning hvort þau voru á sama hóteli, við vorum á Casa Laguna. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.1.2008 kl. 13:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband