Hitt og þetta.

Það birti svolítið til eftir hádegið, og himnagalleríið opnaðist smástund.

IMG_0877

Alltaf skemmtilegt þegar það gerist.

IMG_0879

Þá veit maður alla vega að sólin hefur ekki yfirgefið okkur alveg.

IMG_0880

Heldur aðeins brugðið sér í smá vetrarfrí eins og svo margir íslendingar.

IMG_0881

Þetta er hann Grettir ungur labrador sem hefur eignast yndislegan húsbónda og gott heimili, og er algjör kelirófa.

IMG_0887

Svo er hann lika alveg til í smá piparkökuleik.

IMG_0891
en það voru sem sagt litlu jólin hjá Ásel steypustöðinni og allir glaðir, pólverjarnir sem nýlega hafa komið, komast ekki heim, en hafa getað sent fjölskyldum sínum glaðning, og eru sáttir með það.  Svo fengu þeir góðar gjafir frá fyrirtækinu.  Portúgalarnir eru farnir heim í jólafrí.

IMG_0890

Það var glatt á hjalla, og fín veisla.

IMG_0896

Og þessi bátur er örugglega á leið í sína hinstu ferð inn í fjörð, þar sem Siggi Sveins sú gamla kempa mun kveikja í honum á gamlárskvöld.  Allt tekur enda er sagt.  Enda er örugglega flottara að gleðja börn og gamalmenni með flottri brennu til að fagna nýju ári, en að grotna niður í fjöruborði gleymdur öllum.  Eða þannig.  Þetta heitir af fara með stæl. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Fágætt himnagallerýið hjá þér og greinilega líf og fjör í bæ.  Kveðja.

Ásdís Sigurðardóttir, 21.12.2007 kl. 18:24

2 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

Bestu óskir um gleðileg jól til þín Ásthildur og þinnar fjölskyldu

Halli

Hallgrímur Óli Helgason, 21.12.2007 kl. 21:48

3 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Takk fyrir skemmtilega myndir og góða helgi tl þín

Sunna Dóra Möller, 21.12.2007 kl. 21:50

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Skemmtilegar myndir elsku Ásthildur mín þakka allt það góða sem þú gerðir fyrir mig Gleðileg jól.

Kristín Katla Árnadóttir, 21.12.2007 kl. 22:13

5 Smámynd: Huld S. Ringsted

Æðislegur hundur, ég sé að það eru fleiri hundar en mínir sem elska piparkökur!

Huld S. Ringsted, 21.12.2007 kl. 23:12

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Vonandi er þetta nú ekki gamli Kveldúlfur hans pabba að fara á brennuna, síðar kallaður Ísfirðingur?  Sennilega er samt búið að farga honum fyrir löngu, enda var hann byggður um 1940.  Maður saknar þess nú hálfpartinn að vera ekki í almennilega stækri skötu þarna fyrir vestan, með alvöru mör.  Sá á bloggi Jónu Ingibjargar að þar hefur kommenterað svarinn skötuandstæðingur með tengingarnar í lagi hehe.

Ég kasta á þig Jólakveðju síðar.  Hafðu það sem allrabest á meðan sem og Elli, Stubburinn og allir þínir í kúlunni.

Jón Steinar Ragnarsson, 22.12.2007 kl. 03:23

7 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Þessir Labbar (Labradorar) eru líkir hverjir öðrum ..átti Labradortík sem hét Hneta, hún var með matarást á mér og hafði sama smekk og Garfield, þ.e.a.s. hún elskaði Lasagna! Það á víst bara að gefa hundum þurrfóður en æi .. ég skildi hana svo vel að langa í eitthvað annað svona með einstaka sinnum.  Mikið svakalega ertu annars  nösk á að ná náttúrunni á filmu ..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 22.12.2007 kl. 08:03

8 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þetta eru meiriháttar myndir hjá þér eins og alltaf, alltaf skemmtilegt og gott mannlífið fyrir vestan.  Sá ég rétt það var "jólakarfa" frá kirkjunni á einni myndinni?

Jóhann Elíasson, 22.12.2007 kl. 08:32

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk öll sömul. 

Takk Ella mín

Þessi jólakarfa kom að sunnan frá Portlandsementsverksmiðjunni held ég.  Full af allskonar góðgæti ostum og áleggi, sem starfsfólkinu var boðið upp á að njóta.  Jóhann Minn.

Flott tík Hneta, Jóhanna mín.  Hún hefði verið Gretti meira samboðin en Oddi hehehe... en svo skemmtilega vill til að þessi hundur heitir einmitt Grettir.

Ég sá að það stóð stórum stöfum BA á þessum bát, Jón Steinar minn, svo hann er ekki gamli báturinn þinn.  En hann Siggi Sveins hefur kveikt í þeim nokkrum núna á gamlárskvöld.   Takk fyrir góðar kveðjur minn kæri.

Einmitt Huld mín.  Þessi kom í staðinn fyrir hvolp frá þér.  Og eigandinn er alsæll sem betur fer, og allir glaðir.

Takk Arna mín.

Knús til þín Katla mín.

Góða helgi til þín líka Sunna Dóra mín.

Óska þér gleði og friðar líka Hallgrímur Óli minn.

Kær kveðja til þín líka Ásdís mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.12.2007 kl. 10:07

10 Smámynd: Jóhann Elíasson

Gleðileg jól Ásthildur mín til þín og fjölskyldu  þinnar og kærar þakkir fyrir árið sem er að líða.  Megi nýtt ár færa þér og þínum gæfu og gott gengi.

Jóhann Elíasson, 22.12.2007 kl. 10:22

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sömuleiðis Jóhann minn, megi gleði ríkja hjá þér yfir hátíðirnar og gæfan blasa við þér og þínum á nýju ári.

Elsku Jóna Ingibjörg mín takk fyrir þessi hlýju orð. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.12.2007 kl. 11:37

12 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ásthildur mín, kærar þakkir fyrir hlý og ánægjuleg samskipti á árinu.

Gleðileg jól og farsælt nýtt ár!

Greta Björg Úlfsdóttir, 22.12.2007 kl. 11:49

13 Smámynd: Sigurður Hólmar Karlsson

Kæra vinkona takk fyrir fallegar jólakveðjur og mínar bestu óskir til þín og þinna um Gleðileg jól og farsæld á nýu ári

og takk fyrir net kynnin

Sigurður Hólmar Karlsson, 22.12.2007 kl. 12:07

14 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

 Lokaorð mín til þín á þessu ári kæri bloggvinur eru frá Nelson Mandela sem setur sig yfir eigin þarfir og hugsar sig sem heildina. Boðskapur inn í hið nýja ár sem á erindi til okkar allra.

Steina

Okkar dýpsti ótti er ekki að við séum vanmáttug.
Okkar dýpsti ótti er að við erum óendanlega máttug.

Það er ljósið innra með okkur ekki myrkrið sem við hræðumst mest.Við spyrjum sjálf okkur hvað á ég með að vera frábær, yndisfögur, hæfileikarík og mikilfengleg manneskja.

Enn í raun hvað átt þú með að vera það ekki?

Þú ert barn Guðs.

Það þjónar ekki heiminum að gera lítið úr sjálfum sér.
Það er ekkert uppljómað við það að gera lítið úr sjálfum sér til þess að annað fólk verði ekki óöruggt í kringum þig.

Við fæddumst til að staðfesta dýrð guðs innra með okkur, það er ekki bara í sumum okkar, heldur í hverju einasta mannsbarni.Og þegar við leyfum ljósinu okkar að skína, gefum við öðrum, ómeðvitað, leyfi til að gera slíkt hið sama.Um leið og við erum frjáls undan eigin ótta mun nærvera okkar ósjálfrátt frelsa aðra.
 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 22.12.2007 kl. 12:35

15 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Gleðileg Jól elsku Ásthildur mín og þakka þér fyrir allt það góða sem þú hefur gefið mér.

Kristín Katla Árnadóttir, 22.12.2007 kl. 12:36

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk öll sömul, það er mjög ánægjulegt ef ég hef getað gefið einhverjum eitthvað gott, því þið hafið gefið mér svo mikið.  Og örugglega án þess að vita það.  Mörg kvöldin hef ég farið sæl í holuna mína, með hlýleg orð og fallegar kveðjur í farteskinu.  Maður þarf ekki að hittast eða snertast til að veita gleði og kærleika.  Maður þarf bara að eiga slikt til í brjósti sínu.  Hitt kemur að sjálfu sér

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.12.2007 kl. 15:21

17 Smámynd: Sigríður Jónsdóttir

Ég er bara að kasta jólakveðju á þig kæri bloggvinur.

Gleðileg jól og farsælt komandi ár!

 

Kv Sigríður

Sigríður Jónsdóttir, 22.12.2007 kl. 17:09

18 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gleðileg jól Sigga mín og megi gæfan brosa við þér og þínum á komandi ári.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.12.2007 kl. 18:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 2022939

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband