20.12.2007 | 15:51
Skammdegi í öllu sínu veldi, en líka ljós og fegurð.
Jamm skammdegið 20 desember, og eftir tvo daga eru vetrarsólstöður. Sem þýðir að dag fer að lengja, því er vel við hæfi að þið fáið frá mér í jólagjöf nokkrar bláar myndir, tákn myrkursins, en líka smá vonarneista, jólaljós og æskufegurð og yndi.
Jamm svona byrjar dagurinn hjá mér. En takið eftir, svona væru ljósin ekki ef það væri ekki algjört logn. Hið magnþrungna kyrrðarlogn, sem gefur huganum frelsi til að lyfta sér í hæstu hæðir, og þakka fyrir sólina, birtuna og allt sem við eigum þarna einhversstaðar handann við hornið.
Og dagurinn þokast upp, fjöllin standa magnþrungin og orkurík, faðma mann bara og gefa manni þvílíka orku.
Þau veita manni skjól fyrir flestum illviðrum, og gæta vel að firðinum sem kúrir við fjallsræturnar.
Þessi fjöll hafa mótað mann fram af manni sem hér hefur alið manninn, og alla sem hafa samþykkt þau í sínu hjarta, og þeir eru margir. þau hafa fóstrað gleði og sorg okkar, en líka dugnaðinn og jafnvel fyrirgefið okkur letina. Fjöllin eru okkur sem hér erum lífið sjálft, hvort sem við gerum okkur grein fyrir því eða ekki. Og flest okkar geta ekki án þeirra verið. Verðum áttavillt og eirðarlaus á sléttunum.
Þau eru þrungin dulúð og margt gerist í myrkrinu, jafnvel gamlar járnpípur lýsa upp skammdegið, við ættum að hugsa um það. Það segir okkur að það er ekki endilega alltaf skærasta stjarnan sem lýsir mest, heldur sá sem ER til staðar, þó það sé bara gamalt rör, sem hefur lokið tilgangi sínum.
Rakst á þessi yndislegu börn á göngu með fóstru sinni, þær voru glaðar og fullar af framtíðarvonum, sem þær geyma í sinni æsku og fegurð fyrir okkur hin til að njóta af barnslegri gleði.
Ég bað þær sérstaklega um að veifa ykkur elskulegu lesendur. Hvað er yndislegra en æska þessa lands.
Þessi er fyrir Jón Steinar, víst eru skreytingar í miðbænum elskulegur rétt hjá þar sem þú ólst manninn.
Og svo eru jólagrísir meira að segja bara í næsta nágrenni við mig. Ég elska svona jólagrísi.
Talandi um nostalgíu, þá er þetta húsið sem við hjónin byggðum og plöntuðum þessum trjám, en nú býr þarna náfrænka Jóns Steinars hún Ása Gríms, þessi elska.
Og þetta er stórfrétt, þann 20 desember árið 2007 í fyrsta skipti er mér óhætt að segja, var plantað út trjám í miðbæ Ísafjarðar. Já hér er verið að planta út trjám.
Fer ekki á milli mála.
Og grasið er ennþá grænt, er þetta ekki alveg undarlegt ? En það skyldi þó aldrei vera að þetta sé ekki eins glæsilegt og virðist við fyrstu sýn ?
Það skyldi þó ekki vera að svona hér ætti einhverja sök ?
Svona lá eins og mara yfir mínu elskulega firði í dag. Hvernig sendur á því kæruleysi að huga ekki að því hvað hér er að gerast. Hvernig getum við tekið þátt í alþjóðlegum ráðstefnum og beðið um umframkvóta, meðan við sjúskum við bæjardyrnar heima hjá okkur ?
Er þarna ekki eitthvað að, sem þarf að skoða betur. Þurfum við ekki að skúra heima hjá okkur áður en við byrjum að skamma nágrannann fyrir sóðaskap. Segi nú ekki margt. En bara þetta; maður líttu þér nær.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 5
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 2022938
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nei enda er það val hvers og eins Samhyggð góður. Og ef þú ert að ýja að trúleysi mín, þá get ég sagt þér að þó fólk trúi ekki á jésú og biblíuna, þá getur sálarlífi samt sem áður verið bjart og hlýtt. Og reyndar er hér mikið trúlíf, sem viðurkennt er af kirkjusæknum mönnum.
Málið er bara að þið eigið eftir að reka ykkur á að ekkert er eins og það sýnist, og hver og einn ber ábyrgð á sjálfum sér, á efsta degi er ekki hægt að skríða bak við prestinn eða biskupinn eða páfann, því þeir eru einfaldlega ekki þar. Þá er það bara hvers og eins að standa einn og nakinn frammi fyrir sínum æðsta dómara, þ.e. manns eigin samvisku (það sem kristnir kalla kristilegan kærleika). Meðan við elskum lífið, ljósið og kærleikann þá getur enginn skuggi fallið þar á, en um leið og við leggjum tilveru okkar í hendur einhverjum öðrum og ætlumst til að þeir kasti pokanum inn fyrir gullna hliðið eins og kerlinginn forðum, þá stöndum við einfaldlega illa að vigi, þegar þar að kemur.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.12.2007 kl. 16:36
Fallegar myndir enn og aftur hjá þér og hvernig ljósin speglast í logninu........
Gott þetta með að skúra heima hjá sér, mér sýnist margir gætu byrjað á því!!
Hrönn Sigurðardóttir, 20.12.2007 kl. 16:37
Það sem kristnir menn kalla kirkjulegt siðgæði ætlaði ég að segja.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.12.2007 kl. 16:38
Blessuð vertu ekki að láta þennan kall fara í taugarnar á þér! Hann er eitthvað undarlegur!
Hrönn Sigurðardóttir, 20.12.2007 kl. 16:44
Samhyggð mér þykir leitt ef þú hefur orðið fyrir slíku hér, ofbeldi og einelti er allstaðar óafsakanlegt og óþolandi. En slíkt er ekki viðloðandi einn stað sem slíkan. Þannig að þú hefur örugglega lent á slæmum viðtakendum hér minn kæri. En það hefur ekkert með Guðstrú eða Kristni að gera, heldur einstaklingana í sjálfu sér, og ég segi við þig, það er jafnmiklir tendensar til eineltis hjá þeim sem játa trú og hinum, jafnvel meiri ef einhver er, því sumir þeirra eru eins og farísearnir uppfullir af hræsni og yfirdrepskap, sem reyndar varð til þess að ég gekk úr þeim söfnuði. En það er samt sem áður bundið við einstaklinga en ekki hverju þeir trúa eða ekki. Megi ljós og kærleikur lýsa upp þitt líf, og losa þig við hömlur haturs minn kæri.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.12.2007 kl. 17:34
Elsku Hrönn mín knús á þig elskuleg mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.12.2007 kl. 17:37
Ef þetta væru Málefnin.com væri Samhyggð álitin tröll. En við skulum láta Málefnin vera málefnin og svo Bloggið bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.12.2007 kl. 17:38
Takk fyrir hugulsemina Ía mín. Ég sé nú að Bærinn okkar er ekki síður jólalegur en hann var forðum, nema hvað í minningunni var allt á kafi í snjó. Að sjá litlu krúttin minnir mig á að ég sá svona hóp í bandi niðri í bæ sem söng hástöfum "Seeenn koma jólin! Hú! Hah! Hvað viltu faaaaá í jólagjöf!" Þvílik innlifun í gangi.
Ég myndi nú ekki vera að æsa mig við þennan Þórodd. Hann virkar nú kunnuglegur en allavega er hann ekki alveg eins og fólk er flest ef marka má bloggið hans. Ég kannast þó við að svona eldprédíkarar voru ekki vel séðir hér í den, enda eru vestfirðingar fólk, sem kýs að koma til dyranna eins og það er klætt. Yfirdrep er akkúrat orðið hehe.
Jón Steinar Ragnarsson, 20.12.2007 kl. 18:01
Jamm ég hugsaði til þín í dag, þegar ég rölti um miðbæinn; best að taka eina mynd fyrir Jón Steinar eða svo
Til að hann sæi að bærinn er skreyttur. Togararni hafa siglt út, en þeir voru skreyttir en það er bara fyrir þorskinn sem ekki má veiða, sem þeir skrýddust jólaljósum, það hefur ekki verið fyrir fiskimálaráðherrann, því honum kunna þeir litla þökk.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.12.2007 kl. 18:09
Ja, nú er hann dimmur maður, en alltaf fallegt. Skildi Samhyggð einhvern tíman hafa reynt að kristna Húsvíkinga?? það var nú oft sagt að við værum trúlaus því við hefðum aðra siði en margir aðrir varðandi kirkju og prest. Enga veit ég þó elska kirkjuna sína meira en Húsvíkinga. Við vorum svo heppin að vera með prest sem gerði allt sem gera þurfti sem prestur, eð bros á vör og jafna kátur, hann vann svo í fiskibúðinni og gróf skurðu, kenndi okkur líka ef þannig stóð á, yndislegur maður, fermdi mig og gifti og skírði tvö af börnum mínum, sannur snillingur. Mér sýnist að ykkur skorti ekki bjartsýnina á Ísafirði, gróðursetjið í desember, ekki slæmt. Kærleikskveðja til þin.
Ásdís Sigurðardóttir, 20.12.2007 kl. 18:42
Takk Ásdís mín, já við gróðursetjum í Desember. Og við eigum yndislegan prest hérna líka, það er ekki málið, eins og þú segir elskuleg. Heldur afstaða okkar til tilverunnar og lífsins almennt. En ekki í hvaða kirkjusjóð við greiðum. Þetta er grímulaus barátta um aurana okkar, því miður. En ljósið í hjörtum okkar sloknar ekki við slíkt stríð. heldur logar skært til dýrðar kærleikanum sem við berum í brjósti til alls þess sem lifir og hrærist í henni veröld.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.12.2007 kl. 19:13
Frábær myndasería og góð skrif Ásthildur mín. Varðandi kvótann og allt það, þá eigum við auðvitað að taka til hjá okkur.
Ég sé á myndunum að það er jafn dimmt þarna fyrir vestan og hérna
en það er þó dálítið rómó þegar jólaljósin eru komin. Kveðja vestur 
Margrét St Hafsteinsdóttir, 20.12.2007 kl. 19:20
Falleg myndasería og tala nú ekki hvað þú orðar allt vel. Risaknús til þín og kærar þakkir fyrir mig.
Kristín Katla Árnadóttir, 20.12.2007 kl. 20:08
Takk báðar tvær. Já kvótamálið er líklega stærsta gjöf ráðamanna til örfárra manna á kostnað allrar alþýðu manna á Íslandi fyrr og síðar. Margrét mín. Og það má ekki tala um það. Ráðherrann sem ber ábyrgð í dag, babblar um að jólin framkalli barnið í honum, mér hefur verið ráðlagt að reyna að sjá einhvern betri mann í honum og eyða orkunni í að fá hann til að sjá ljósið. En ég get það ekki því miður. Fyrirlitning mín á svona fólki stendur í veginum fyrir mér. Og mér þykir það leitt, því það er vissulega ljóður á mínu sálarlífi, að geta ekki vorkennt honum og reynt að senda honum góðar hugsanir og ljós. Ég á bara ekkert til að gefa honum. Þegar maður horfir upp á fólki í kring um sig, óvissuna, óöryggið og erfiðleikana hjá grandvöru duglegu fólki sem hefur haldið uppi atvinnulífið í sínu bæjarfélagi um áratugaskeið horfa fram á ....... Ekkert framundan þá verð ég bara svo reið. punktur.
Takk Katla mín, og mundu bara hvað ég sagði við þig í dag, það stendur allt mín kæra.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.12.2007 kl. 21:03
Sömuleiðis baráttuvinkona mín. Við tökum þetta næst.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.12.2007 kl. 22:18
Að því hníga ýmis rök
og allar vísbendingar styðja.
Ásthildur já ein sé stök
og afar fögur RÖKKURGYÐJA!
Hvernig skildi hún svo bregðast við þessu!?
Magnús Geir Guðmundsson, 20.12.2007 kl. 23:35
Hehehehe Magnús minn hvað annað en vel.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.12.2007 kl. 23:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.