Oft veltir lítil þúfa..... eða bara skemmtileg tilviljun ?

Ég fékk skemmtilegt komment inn á bloggið mitt í kvöld.  Og það vakti mig til umhugunar um hvert innlegginn okkar geta leitt okkur, og hverju þau geta komið af stað.

Það kann að vera að okkur finnist að það skipti ekki miklu máli hvað við setjum á blað, hér eða annarsstaðar, en svo eru vegir þeirra orða okkar órannsakanlegir, og oftast vitum við ekki hvert þeir leiða, en þetta innlegg var einmitt svona innsýn í hvernig hlutirnir geta orðið.  Ég set það því hér inn, fyrst innleggið og svo kvótið.  Gjörið svo vel.

 

OOOOO

11

 

Sæl Cesil.

Merkilegt fyrirbæri Internet og bloggveröld!

Ég las umsögn þína um þetta mál á málefnin.com, kíkti á blogg Erlu, sneri frásögn hennar á ensku, setti inn þýðinguna nafnlaust sem athugasemd við bloggið, þar rakst Viðar Eggertsson á hana og setti á sitt blogg, ég sá tilvísun í blogg Viðars, las þýðinguna og sá eina villu, sendi Viðari tölvupóst og bað hann að lagfæra villuna, hann gerði það og spurði hvort hann mætti nafngreina mig sem þýðanda, ég sagði já, í gær fékk ég elskulegan tölvupóst frá Erlu - og viti menn, hún er ekki einasta Vesturbæingur heldur býr á Reynimel!

Hvað er svona merkilegt við það?

Jú, ég er fæddur á Víðimel, bjó síðan á Grenimel þar til ég fór utan til náms og starfs um tvítugt - móðir mín flutti síðan á Hagamel eftir lát föður míns.

Með öðrum orðum, Melarnir eru spes - góð frænka mín minnist enn bernskuára á þessum slóðum og talar um Melana sem nafla alheimsins!

Og öllu þessu komst þú af stað með innleggi á málefnin.com!

Beztu jóla- og nýjárskveðjur til þín og þinna,

Gunnar

Skemmtilegt ekki satt, hér er svo bloggið mitt af þessu tilefni. 

http://asthildurcesil.blog.is/blog/asthildurcesil/entry/389125/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Já, ábyrgð fylgir víst hverju orði. Bloggveröldin er opinber veröld og við ekki svo mörg í raun hér á Íslandinu góða. Sumir segja að engar tilviljanir séu til ??'..  Ég hef annars aldrei orðið svo fræg að búa á Melunum en bjó þó vestur í bæ tja.. tæpt ár. 

Home is where your heart is.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 19.12.2007 kl. 10:24

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Lífið er uppfullt af skemmtilegum tilviljunum. Gaman þegar maður nær tengingu gegnum bloggið.  Kveðja vestur.

Ásdís Sigurðardóttir, 19.12.2007 kl. 11:20

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég hafði mjög gaman af þessu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.12.2007 kl. 12:02

4 Smámynd: Solla Guðjóns

Skemmtileg tilviljun og gaman að akkúrat þessu

Solla Guðjóns, 19.12.2007 kl. 16:37

5 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Frænka mín bjó líka í mörg ár við Grenimel og kenndi í Melaskóla.

Gaman að svona tilviljanakeðjum - sem manni finnst næstum eins og geti varla verið tilviljanir. Að vísu er samfélagið okkar bara oggulítið á heimsmælikvarða - en samt, maður hefur svo oft rekið sig á þetta, eins og t.d. að hitta manneskju sem maður var að hugsa um að maður hefði ekki séð lengi allt í einu á götu niðri í bæ. Það hefur oft komið fyrir mig.

Greta Björg Úlfsdóttir, 20.12.2007 kl. 22:37

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já mig líka Gréta mín.  Enda held ég að það séu ekki til eitthvað sem heitir tilviljun, heldur er þar að verki eitthvað sem er afráðið af æðri öflum, og stjórnað af alheimsmætti, sem flest okkar viðurkenna ekki.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.12.2007 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 2022939

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband