Skriðuföll og skýjaborgir.

Það birti dálítið upp í hádeginu.

IMG_0831

Hún er þarnar einhversstaðar sólin.

IMG_0832

IMG_0834

En það þurfti að grafa og laga víðsvegar um bæinn og þeir komu líka til mín blessaðir starfsmenn bæjarins, malbikið er dálítið skemmt af völdum vatnselgsins.

IMG_0833

En svo fór ég og kíkti út á Hnífsdalshlíðina líka.

IMG_0837

Hér sést ein skriðan en ekki sú stærsta. 

IMG_0841

Þessi er all ógnvænlegri, og mikið grjót í henni, það hefði ekki verið gott að fá þessa hlunka á bílinn sinn.

IMG_0843

En vegurinn var lokaður meginið af nóttinni vegna þessara skriðufalla. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Bara bjart hjá þér í dag!  Svona aurskriður voru það sem ég óttaðist mest búandi á austfjörðum, það er vont að neyðast til að keyra svona vegi ef maður þarf að hreyfa sig eitthvað

Huld S. Ringsted, 18.12.2007 kl. 20:22

2 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Það var gott að ekki fór ver með ungmennin sem lentu í skriðunni, þetta hefur verið töluvert miðað við myndirnar!

takk annars fyrir myndir

Sunna Dóra Möller, 18.12.2007 kl. 21:00

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm heheh þetta er JCB Halla mín.

Þessar skriður eru ekki algengar á þessum vegi, en töluvert algengar á Óshlíðinni, enda losnum við við hana eftir tvö ár eða svo, sem betur fer Huld mín.

Já þetta var bara hátt upp í þónokkuð Sunna Dóra mín

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.12.2007 kl. 21:16

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Margbreytileg náttúran hjá þér, betra að fá ekki svona skriðu inn til sín.

Ásdís Sigurðardóttir, 18.12.2007 kl. 21:22

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já segðu Ásdís mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.12.2007 kl. 22:04

6 identicon

Þetta eru alveg ótrúleg veður þessar vikurnar. Annars man ég eftir að hafa séð alveg hriklega vegsummerki eftir svona vatnsveður einu sinni þegar ég var á ferð til Seyðisfjarðar. Þetta gerist einmitt stundum  á Austfjörðum. Þeir eru líklega ef eitthvað vanari svona uppákomum heldur en þið, eða .... ?  En mikið eru fallegir litir í skýjunum á þessum myndum.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 22:44

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já við erum ekki mikið vön svona aurskriðum hér Anna mín.  Litirnir eru ótrúlegir á þessum tíma, og svo frameftir vetrinum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.12.2007 kl. 00:34

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Heyrði viðtalið við stelpuna sem lenti í aurskriðunni. Hún var eitthvað svo einlæg og yndisleg. Gott að ekki fór verr.

Hrönn Sigurðardóttir, 19.12.2007 kl. 09:08

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Svona upplifun setur mark sitt á fólk.  Minn maður lenti í fyrra í skriðu á Óshlíðinni, það munaði rosalega litlu.  Honum er síðan alls ekki sama þegar hlíðin er viðsjárverð.  Þegar fólk hefur upplifað náttúruöflin með öllum sínum þunga, þá veit maður hve lítið maður má sín í raun og vera, þegar þar að kemur. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.12.2007 kl. 10:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 2022941

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband