Hið daglega veður, og vika til jóla.

Já nú eru bara nokkrir dagar eftir þangað til daginn fer að lengja á ný.  Það sést vel á myndunum að birtan er ekki mikil þessa dagana.

IMG_0825

Þessar eru teknar upp úr kl. tíu í morgun.

IMG_0826

Rómó samt.

IMG_0817

Þessar myndir aftur á móti eru teknar nú í hádeginu.

IMG_0818

Það er samt sem áður mjög gott veður.  Þó birtan sé ekki mikil.

En ég fékk að passa eina litla dúllu á laugardaginn, þegar pabbi og mamma hennar fóru í Jólahlaðborð.

IMG_0816

Hún var rosalega góð, hún er samt mjög athafnasöm, stigin er í miklu uppáhaldi, og trommurnar heilla hana alveg í botn.  Og svo er hún farin að taka sín fyrstu skref.

IMG_0819

Pabbaknús, þeir verða aðskyldir í nokkrar vikur þessar elskur.  En allt líður samt sem áður og oft er biðin þess virði. 

IMG_0822

Ömmuknúsídúllur.

Og svo nokkrar myndir fyrir Önnu frænku, sem ég  var að fá frá henni Lóu frænku okkar.

Veit ekki hvar hún Lóa frænka hefur fengið þessar myndir, en hún á heiður skilinn fyrir að geyma þær og halda þeim saman.  Það er svo gaman að þeim.

Afi og hundurinn hans

Afi að kveðja hundinn sinn, áður en hann flytur frá Fljótavík.

Amma og afi

Afi og amma við hátíðlegt tækifæri. 

Lína, Anna, Júlíana og Júdda

Og svo þessi frábæra mynd af Línu, Önnu, Júlíönu og Judidt, prinsessurnar frá Fljótavík.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hann er dimmur í dag það er satt og þá setur maður sól í hjartastað og lýsir sér og sínum.  Frábærar myndir

Ásdís Sigurðardóttir, 17.12.2007 kl. 13:40

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Flott birta! Fallegar myndir af fallegum börnum

Hrönn Sigurðardóttir, 17.12.2007 kl. 14:01

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk stúlkur mínar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.12.2007 kl. 14:18

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ójá það er dimmt núna! fallegar myndir af börnunum og gaman að sjá svona gamlar myndir.

Kristín Katla Árnadóttir, 17.12.2007 kl. 14:43

5 Smámynd: Ásta Björk Solis

Eins og alltaf flottar myndir

Ásta Björk Solis, 17.12.2007 kl. 15:46

6 Smámynd: Ester Júlía

Vá flottar myndir!!  Hér í Reykjavík birti nú eiginlega ekkert í dag, aðeins í hádeginu en það var farið að dimma fyrir klukkan 14 aftur.  Það er hráslagalegt í Reykjavík, rok og rigning og DIMMT!  "Ja ég er nú eiginlega í Hafnarfirði núna en þar er það eins ."  Kær kveðja til Ísafjarðar

Ester Júlía, 17.12.2007 kl. 15:52

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég segi enn og aftur, takk fyrir myndirnar, ég er myrkrakona, elska skammdegið, þó eflaust hafi það einhver áhrif á sálina til þynglsa.

Knús og baráttukveðjur til sonarins.  Getur bara lagast er það ekki?

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.12.2007 kl. 16:12

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk allar, já Ester mín þetta er svartasta skammdegið.  Vona að þér gangi vel.

Knús á ykkur Katla mín og Ásta.

Já Jenný þetta getur bara lagast.  Hann fór mjög sáttur í meðferðina.  Í góðu skapi og eins góðu jafnvægi og hægt er að ætlast til.  Svo er bara að taka einn dag í einu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.12.2007 kl. 17:25

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Jóna mín.  Já við búum í fallegu og litríku landi, það er alveg óhætt að segja það. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.12.2007 kl. 18:36

10 Smámynd: Huld S. Ringsted

Æ mér finnst alltof dimmt þessa dagana! allt svo litlaust.  En ömmubörnin þín eru yndisleg

Huld S. Ringsted, 17.12.2007 kl. 18:48

11 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Mikið myrkur en þið hafið smá snjó til að lýsa upp en það er ekki fyrir honum að fara hér sunnanlands. Flottar myndir eins og venjulega

Það var myrkur þegar ég fór til vinnu og myrkur þegar ég kom heim !

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 17.12.2007 kl. 19:19

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Hulda mín, það eru bara sex dagar í viðbót, svo fer að lengja daginn HÓ HÓ HÓ

Takk fyrir kveðjuna Beta mín.  Já þessar stelpur eru flottar, og strákarnir voru það líka hehehehe 

Takk Huld mín, já það styttist í vetrarsólstöður, þá fer daginn að lengja. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.12.2007 kl. 19:39

13 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

Hallgrímur Óli Helgason, 17.12.2007 kl. 22:44

14 Smámynd: Solla Guðjóns

 á eftir að lesa mikið hjá þér núna.

Solla Guðjóns, 18.12.2007 kl. 03:23

15 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Sunna Dóra Möller, 18.12.2007 kl. 08:26

16 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Flottar myndir

Jakob Falur Kristinsson, 18.12.2007 kl. 11:35

17 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk öll sömul, í dag er bæði hvasst og rigning, lækirnir belja hjá.  Þá er gott að vera bara innan dyra.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.12.2007 kl. 11:49

18 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

GLEÐILEG JÓL elsku vinkona og allt þitt fólk

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 18.12.2007 kl. 14:45

19 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sömuleiðis Anna mín, svartfuglinn ljúfi.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.12.2007 kl. 15:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 2022942

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband