Hið daglega veður og hinn ægilegi Krampus.

Hið daglega veður á Ísafirði.

Það var ansi hranalegt í morgun.  Stóra gróðurhúsið mitt alveg farið til fjandans.

IMG_0717

 Ekki beint svona kræsilegt.

IMG_0719

Þurfti að skreppa í bæinn, og tók þá þessa mynd.

IMG_0716

Svo smávegis glaðningur fyrir fjallafólkið mitt.  Upp úr hádeginu þá fór aðeins að rofa til.

IMG_0720

Það birti alveg heimikið.

IMG_0722

En samt ekki allstaðar.

IMG_0723

Ég elska þessa liti.

IMG_0724

Þetta gerðist nefnilega um leið og rafmagnið fór.  Eins og væri verið að kveikja á alheimsljósinu út af rafmagnsleysinu.

 

En ég var að lesa í fréttablaðinu um Krampus.  Krampus er eins konar grýla þeirra Austurríkismanna.

Nú er í gangi herferð til að kveða niður hræðslu barna við þetta dýr.  Ég man vel eftir jólakettinum, og hræðslu við að lenda í honum.

En fréttin er svona;

Fyrir komandi jól ákvað markaðsráð Salzborgar í Austurríki í samvinnu við dýragarð borgarinnar, dótaminjasafnið og þjóðleikhúsið að setja á fót sjálfshjálparnámskeið fyrir börn sem hræðast þarlenda jólagrýlu meira en góðu hófi gegnir.

Krampus heitir hann sem ásækir óþekku börnin.  Hann skilur eftir kol til viðvörunar heima hjá þeim eða, þegar í harðbakkann slær, bindur hann þau á höndum og fótum með stálkeðjum og slær þau í rassinn með birkivendi.

 

"Upplifðu Krampus" heitir námskeiðið þar sem börnin læra að þekkja fyrirbærið og þeim er kennt að komast yfir hræðsluna.  Með því að föndra, dansa,  og klappa dýrum minnkar smam saman fjarlægðin við hinn hyrnda, ófrýnilega og loðna Krampus.

Í dýragarðinum skoða þau horn á dýrum, í dótaminjasafninu er þeim kennd saga Krampusar og þau látin smíða sína eigin Krampus- grímu og í þjóðleikhúsinu fá þau að klæða sig í Krampus-búning og hlaupa um.

Námskeiðið var haldið í fyrsta skipti nú í haust og varð geysivinsælt.  Sjö hundruð krakkar tóku þátt og verður því haldið áfram um sinn þótt Krampus sé farinn að hlaupa um götur að hræða mann og annan.

Uppeldisfræðingarnir einblína á jákvæðar hliðar grýlunnar.  Að Krampus reki burt illa anda með sínu ljóta útliti og bjöllum og strjúki fólki með birkivendi til að stuðla að frjósemi.

Markmið námskeiðsins er að uppræta hræðslu í hjörtum barnanna.  Hins vegar á enn eftir að koma í ljós hvort Krampus fækki ferðum sínum til óþekkra barana með vönd sinn og keðjur.

 

Hér eru nokkrar myndir af Krampus hinum ógurlega, enginn furða að börnin séu hrædd við hann.  Meira að segja óhugnanlegri en Grýla, ætli við þurfum ekki líka að fara að setja á stofn sjálfshjálparnámskeið íslenskra barna vegna hennar.

IMG_6921[1]

IMG_6922[1]

IMG_69232

Þessir Krampusar eiga að vísu heima í Vín. En þeir eru heldur ófrýnilegir.

Svo ein í lokin af mínum litlu dúllum í Vín, send af mömmu þeirra.

IMG_6999

Prinsessurnar mína í Vínarborg. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Mikið eru þær fallegar Prinsessurnar þínar Ásthildur mín....... Fallegar myndir af fjöllunum Já  hann Krampus er svolítið óhugnanlegur það verð ég að segja. Knús á þig.

Kristín Katla Árnadóttir, 14.12.2007 kl. 15:04

2 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Leiðinlegt með gróðurhúsið þitt :Þ(

En flottar myndir samt þó ekki af Kampusi ég hefði orðið mjög hrædd við hann og væri enn ef ég þyrfti að mæta honum í myrkri.

En ef ég fer á hans slóðir þá held ég að ég fari á námskeið í leiðinni

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 14.12.2007 kl. 15:44

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm það er öruggara Hulda mín

Katla mín, þetta er meiri óhugnaðargaurinn.  Sem betur fer hitti ég hann aldrei í fyrra, þegar ég var þarna úti. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.12.2007 kl. 16:09

4 identicon

Viðverukvitt

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 21:03

5 identicon

Það væri gaman að komast í tæri við þennan Krampus og taka nokkrar myndir, annars finnst mér nafnið sjálft, Krampus, algjör snilld!  Góða helgi Cesil mín, knús og kram

Maddý (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 22:17

6 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Krampus á samúð mína alla.  Hann er fórnarlamb  alþjóðlegu góðmennskuklíkunnar, þessi sama klíka er að verða búin að eyðileggja íslensku jólasveinana.   Allir skulu vera góðir.  Svei.

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 14.12.2007 kl. 22:26

7 Smámynd: Vilhelmina af Ugglas

Ásthildur:

Ég skoða oft bloggið þitt. Þessar fjallamyndir frá Ísafirði eru fallegar!

En nú kveð nú bloggheim í bili og sný aftur til Afríku.

Þar sem ég bý er útilokað að blogga en ég les bloggið þegar ég get.

 Jólagjöfin frá mér til þín er HÉR =

 http://vilhelmina.blog.is/blog/vilhelmina/entry/391293/

Gleðileg Jól!

Vilhelmina af Ugglas, 14.12.2007 kl. 22:33

8 Smámynd: Steingrímur Helgason

Leitt að lesa með gróðurhúsið þitt vinkona...

Trúi þér nú samt til dugnast til að koma öðru upp fyrir vorið. 

Krampus, hinn þýðverski, er uppistaðan í amerísku sögunni um 'The Grinch', eftir Dr. Seuss, alveg eins & kókakólajólasveinninn, er upprunninn úr heilögum Nikulási hinum hollenska.  Ameríkaninn ógestrisni hefur kvikmyndað þessa kumpána eitthvað.

Veljum frekar íslenska hrekkjalóma... 

Steingrímur Helgason, 14.12.2007 kl. 22:44

9 Smámynd: Jens Guð

Vegna fjölda innlita á þitt blogg þætti mér vænt um það ef þú skrifaðir færslu um stöðu Aflsins,  systursamtaka Stígamóta á Norðurlandi,  http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/391858/

Jens Guð, 14.12.2007 kl. 23:57

10 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Hin vestfirzku fjöll þau eru tignarleg en skemmtileg frásögn af Krampus og fallegir englar, lítlu elskurnar.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 15.12.2007 kl. 01:14

11 Smámynd: Sigurður Hólmar Karlsson

Vonandi kemst gróðurhúsið í lag og það eru drungalegar myndirnar að vestan hef heyrt því fleygt að veðrið sé búið að vera svo skrítið að búast megi við eldgosum á næsta ári sel þetta ekki dýrara en ég keypti það

Sigurður Hólmar Karlsson, 15.12.2007 kl. 09:21

12 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 15.12.2007 kl. 10:35

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk öll sömul, Takk fyrir þessa góðu jólagjöf Vilhelmína, ég ætla svo sannarlega að skoða þetta, og takk fyrir hlý orð.

Jens ég skal setja inn á bloggið mitt færslu um Aflið, ekkert sjálfsagðara.

Takk svo öll sömul, ég var úti að skemmta mér í gær.  Fór á jólahlaðborð, ætla setja inn færslu um það á eftir.  Knús til ykkar allra.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.12.2007 kl. 12:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 2022944

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband