13.12.2007 | 22:02
Enginn veit sína ævina fyrr en öll er, svona til umhugsunar.
Ég vil setja hér inn frábæra frásögn ísfirðingsins og bloggvinar míns Þórarins Gíslasonar. Þetta er svo sannarlega til umhugsunar fyrir okkur öll svona mitt í önn jólanna.
http://icekeiko.blog.is/blog/icekeiko/entry/390173/#comment888613
LOFORÐ SKULU STANDA .TIL ÞESS ERU ÞAU GEFIN....................
ÉG VAR EKKI BEINLÍNIS HRESS ,hvorki til sálar né líkama í gærkvöldi,og vegna þess seinkaði þessari BLOGGFÆRSLU MINNI. ÉG TÓK ÞÁ ÁKVÖRÐUN AÐ LOFA YKKUR AÐ KOMA MEÐ MÉR Í FERÐ SEM ENGINN VILL FARA EN MARGIR VERÐA AÐSTÆÐNA VEGNA ,SÉRSTAKLEGA NÚ, Á JÓLAFÖSTU. JÆJA SAMLANDAR GÓÐIR,SVO VAR NÚ KOMIÐ FYIRIR HJÁ MÉR EINS OG SVO MÖRGUM AÐ LEITA Á NÁÐIR FÁTÆKRAHJÁLPARINNAR. ÞAÐ GERIR ENGINN NEMA AÐ AÐSTÆÐUR SÉU VERULEGA ALVARLEGAR.það er mikið búið að ganga á áður en þú stígur ÞESSI SKREF.ÉG FÓR UM KL 1500.ÞEGAR ÉG KOM INN Í HÚSNÆÐIÐ VAR MIKIÐ AF FÓLKI,MÉR VAR AFHENTUR MIÐI NR 109( ÚTGEFNIR MIÐAR 140 ) ENN FLEIRI KOMU.þAR SEM ÞAÐ VERSTA SEM ÉG GERI ER AÐ STANDA KYRR( út af hryggjarmeiðslum) fór ég út fyrir og rölti um,en inn fór ég aftur og i röðina. MEÐAN ÉG BÍÐ EINS OG AÐRIR,AÐ RÖÐIN KOMI AÐ MÉR,ÞÁ FLÖGRAR VITUND MÍN . ENGUM HÉR INNI LÍÐUR VEL AÐSTÆÐNA VEGNA , EN ÖLLUM LÍÐUR VEL, AÐ REYNA AÐ BJARGA JÓLUNUM. ÉG FER YFIR HÓPINN, LÍT Í ANDLIT OG ANDLITIN HORFA Á MIG. ÞAÐ ER LÍTIÐ TALAÐ, NEMA ÞÁ, UM HVERNIG STAÐAN SÉ Í NÚMERUNUM,HVORT BIÐIN SÉ AÐ STYTTAST. ÖLL ÞESSI ANDLIT HAFA SÍNA SÖGU, EINS OG MITT.ANDLIT SUMRA VORU YFIRVEGUÐ Í STÓISKRI RÓ YFIR ÖLLU ÞVÍ SEM YFIR ÞAÐ HAFÐI DUNIÐ. ÖNNUR ANDLIT VORU MEÐ MEIRI SÝNILEGRI VANLÍÐAN,SVO VORU ÞARNA MEÐ MÉR Í RÖÐINNI. ELDRA FÓLK MISVEL Á SIG KOMIÐ LÍKAMLEGA EÐA SÁLARLEGA OG ALLT AÐ ÞVÍ AÐ GETA EKKI BORIÐ POKANA SÍNA.HÚÐLITUR ,TRÚARAFSTAÐA, TUNGUMÁL OG UPPRUNI FÉLL SAMAN Í DULARFULLA HÓGVÆRÐ ÞEIRRA SEM VORU KOMNIR MATARINS VEGNA. ÞÁ VAR EINHVER MEÐ Í FÖR,VINUR,NÁGRANNI, BARN EÐA BARNABARN TIL AÐ HJÁLPA VIÐ BURÐINN. ALLIR VORU RÓLEGIR Á YFIRBORÐINU,EN HVAÐ UNDIR KRAUMAÐI? MARGIR VORU Á BÍLUM OG AÐRIR EKKI OG ÞÁ ÞARF AÐ BERA MATINN AÐ NÆSTU STRÆTÓSTÖÐ OG GUÐ EINN VEIT HVERT BLESSAÐ FÓLKIÐ ÞARF AÐ FARA LANGANN VEG Í ÞESSARI MATAFLA-FERÐ. SVO ÉG GERI LANGA SÖGU STUTTA.ÞÁ FÉKK ÉG EINS OG AÐRIR VEL ÚTILÁTIÐ. EG ÆTLA HÉR MEÐ AÐ ÞAKKA ÞEIM FYRIRTÆKJUM OG EINSTAKLINGUM SEM HÉR KOMA AÐ, ANNAÐ HVORT MEÐ VINNUFRAMLAGI, EÐA MATARGJÖFUM.ÉG ÞARF EKKI AÐ SKAMMAST MÍN FYRIR AÐ GANGA ÞESSI SPOR FREKAR EN HVER ANNAR SEM LENDIR Í ÞESSUM AÐSTÆÐUM. KÆRA FÓLK,SEM LES ÞESSA BLOGGFÆRSLU. ÉG Á MÉR DRAUM,AÐ KOMAST Á VINNUMARKAÐ Á NÝ ALLAVEGA AÐ EINHVERJU LEYTI. ENGINN VEIT HVAÐ ÁTT HEFUR, FYRR EN MISST HEFUR . ÞAÐ ER EKKI LANGUR TÍMI SÍÐAN ÉG VAR FULLFÆR UM AÐ VINNA OG VERA GÓÐUR OG GILDUR ÞAR Á MARKAÐI. EN VEIKINDI OG SLYS GERA EKKI BOÐ Á UNDAN SÉR. OG HVAR ERTU STADDUR ÞÁ. ALLT ÞAÐ FERLI SEM ÞÚ ÞARFT AÐ GANGA Í GEGN UM,ÞÁ ÆTLA ÉG SÉRSTAKLEGA TALA UM . FRUMSKÓGA TRYGGINGARSTOFNUNAR RÍKISINS,OG,SVO FRAMVEGIS. OG HVAÐ ÞÉR BER AÐ FÁ TIL FRAMFÆRIS.ÞÚ FELLUR ÚR XXXX TEKJUM NIÐUR Í X TEKJUR HVERNIG SNÝRÐU ÞÉR ÚT ÚR ÞVÍ? ENGINN ÞESSARA AÐGERÐA SEM ÞÉR STENDUR TIL BOÐA. NÆR TIL ÞESS HVAÐ VERÐUR UM ÞIG FÉLAGSLEGA. ÞAÐ ER ANNAÐ FERLI. ,SÁLAR OG ANDLEGA ERTU BARA TIL, ÞANGAÐ TIL EINHVER REYNIR AÐ KOMA ÞÉR Á LYF EÐA MEÐFERÐ. ÞÁ ER EFTIR AÐ ÁTTA SIG Á AÐKOMU ÆTTINGJA,VINA OG NÁGRANNA,OG SVO,FRAMVEGIS.ÞIÐ SEM EKKI ÞEKKIÐ ÞETTAÐ. ÞIÐ SKULUÐ BIÐJA TIL GUÐS UM AÐ SVO VERÐI EKKI ,EINFALDLEGA VEGNA ÞESS AÐ OKKAR BLESSAÐA VELFERÐARKERFI VILL ÞIG EKKI. FARÐU ÞVÍ VEL MEÐ HEILSUNA, TRYGGÐU ÞIG Í BAK OG FYRIR. SETTU SVO UPP FRONT SEM ENGINN SKILUR. MÉR FINNST ÞAÐ HRÆSNI AÐ ÞORA EKKI. ÞESS VEGNA BLOGGA ÉG UM ÞETTA NÚ. ÉG VONA AÐ MEÐ ÞESSARI FÆRSLU HAFI ÉG EKKI SÆRT NEINN, ALLAVEGA LAGÐI ÉG EKKI UPP MEÐ ÞAÐ. LIFIÐ HEIL OG EIGIÐ GLEÐILEGA HÁTÍÐ. NÆSTA BLOGGFÆRSLA VERÐUR EKKI FALLEG, EN HÚN VERÐUR, AÐ SJÁ DAGSINS LJÓS. KANNSKI VERÐA EINHVERJIR VITLAUSIR AF REIÐI . ÉG ÆTLA AÐ TAKA ÞVÍ. ÞANGAÐ TIL, LIFIÐ HEIL.Það er svo óendanlega margt sem við leiðum ekki hugan að, eitthvað sem gæti alveg eins gerst hjá okkur á morgun. Því langar mig til að leyfa þessari frásögn að standa hér til umhugsunar bæði mér og öðrum.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 2
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 2022948
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það veit Guð, að þegar þú ferð og biður um mat er lítið eftir af aurum.
Ásdís Sigurðardóttir, 13.12.2007 kl. 22:09
Já einmitt. þessi frásögn er svo sönn einhvernveginn og gefur manni innsýn í biðröðina, fólki sem þarna er og maður er staddur nákvæmlega inn á miðju gólfinu að bíða með öllum hinum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.12.2007 kl. 22:16
Þessi frásögn er góð & sönn, en umfram allt annað, hugrökk.
Vandinn er að það þora svo fáir að viðurkenna að þetta sé til, þeir þurfi á þessu að halda, því trúir öngvinn þessu að óreyndu.
Ég horfði á hana Vilborgu vinkonu mína reyna í hádegisviðtali á Stöð-II núna í vikunni að koma þessu á framfæri með að það væri virkilega til fátækt á íslandi hinu góða, & margir þyrftu á því að halda.
Vegna færslunar hér að undan fer ég ekkert dýpra í þá sálma hér...
Steingrímur Helgason, 13.12.2007 kl. 23:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.