13.12.2007 | 16:10
Kristilegt siðgæði enn og aftur.
Hvað er kristilegt siðgæði ? Hér hefur við mikið rætt um trúmál, og mörgum heitt í hamsi.
Sjálfsagt kemur þar margt til, ný þýðing biblíunnar, sem alls ekki allir eru sáttir við. Sýnilegri hópar sem eru utan trúfélaga, eins og Siðmennt og Vantrú, enda hefur þeim greinilega vaxið fiskur um hrygg, og svo stækkandi hópar annara trúfélaga.
Umræðan hefur verið á þann veg, að undirstaða tilvistar okkar hér, sé hið kristilega siðgæði. Undir þetta sjónarmið hafa tekið Biskupinn, menntamálaráðherrann, ýmsir heittrúaðir einstaklingar, og núna síðast alþingismaðurinn Guðni Ágústsson og dóms- og kirkjumálaráðherra.
En hvað er hið kristilega siðgæði ? Sú spurning hefur vaknað hjá mér. Hvað er það í raun og veru sem menn hengja sig svo á að við getum ekki talist siðaðar manneskjur ef við höfum ekki fengið tilsögn í kristilegu siðgæði ?
Kærleikur, umburðarlyndi og þörfin á að láta gott af sér leiða, er manninum ásköpuð, þessir þættir í manneskjunni eru í innsta kjarna hverrar mannveru. Fólk sem aldrei hefur heyrt á Guð eða Jesúm minnst hefur þessar tilfinningar og hneigðir. Samfélög blómstruðu löngu áður en kristnin kom til.
Jólin eru líka eldri en Kristindómur. Þau voru hátíð ljóssins, löngu áður. Eins var með aðrar hátíðir sem nú eru taldar kristnar. Talsmenn trúarinnar tóku upp þessa siði fólksins, til að fá það til fylgilags við sig. Jesús er ekki heldur fæddur á jólunum. Því er hér um að ræða sögulega fölsun. Þetta vita menn. Því er það þegar menn segja fullum fetum að Jólin verði afnumin, Litlu jólin verði sett út í kuldan, krossinn í fánanum og þjóðsöngurinin séu í hættu, þá er það hræðsluáróður, sem ekki er samboðin sæmileg vel gefnu fólki sem veit betur.
Við sem þjóð ættum að geta rætt þessi mál af skynsemi og reynt að hafa sannleikan að leiðarljósi. Þeir sem þurfa á því að halda að hafa trúna á Jesúm Krist og fylgja þeirri hefð sem þar er viðhöfð, eiga að fá að hafa það þannig í friði. Og við hin, sem viljum hafa hlutina öðruvísi eigum að á að gera það líka í friði.
Auðvitað hefur margt komið fallegt úr kristni, yndisleg tónlist, falleg ljóð, og meiriháttar listaverk, bæði á sviði tónlistar, málara og annarrar listar. Þar hafa menn skapað ódauðleg verk af innblæstri trúar sinnar. En það hafa líka orðið til ótal innblásin listaverk af manneskjum sem ekki teljast trúaðar.
Ég vil neita því að kristnir menn eigi einir kærleikann umburðarlyndið og manngæskuna. Það hefur allt með manneskjuna sjálfa að gera. Allar manneskjur hafa þessa eiginleika, en svo er bara hvernig þær vinna úr þeim í lífi sínu. Þar hefur trúin sáralítið með að gera. Það er ekkert garantí fyrir því að menn séu góðir ef þeir hafa tekið trú. Og bænir þeirra sem ekki aðhyllst neina sérstaka trú eru alveg jafn fallegar og góðar og þeirra sem eru í trúfélögum.
Allt er þetta komið undir manneskjunni sjálfri hvernig hún ræktar sinn innri mann, hvernig hún vill koma fram við aðra, og hvernig hún vill að aðrir komi fram við hana.
Það er ekki hægt að tenga þetta neinu öðru en manni sjálfum. Að innræta börnum kærleika, umburðarlyndi og virðingu fyrir mannlegri reisn, auk þess að virða allt sem lifir í heimi hér, er því ekki kristilegt siðferði, heldur almennt siðferði, sem ekki lýtur neinum öðrum lögmálum en sínum eigin. Það er því engin vá fyrir dyrum, þá við aðskiljum trúarlíf manna og svo lífsstefnu þeirra í daglegu lífi. Fólk verður að geta skilið þarna á milli. Því þetta er sitt hvor hluturinn.
En það er erfitt að vinda ofan af einhverju sem manni hefur verið innrætt frá barnæsku. það er svo sem ekki slæmt í sjálfu sér, en það er að mínu mati ekki gott að trúa blint. Hver og einn þarf að leita sannleikans fyrir sjálfan sig. Þannig er hver einstaklingur sterkari.
Við eigum að hafa beint og milliliðalaust samband við almættið, hvað sem við kjósum að kalla það.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 2022948
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Spurning, hver er þín sýn á hvað gerist við dauðann ?
Ekki taka þessu sem neinni gagnrýni , ég er búin að lesa þinn pistil og sammála sumu og öðru ekki eins og gengur bara.
Ragnheiður , 13.12.2007 kl. 16:53
Ásthildur mín. Ég ætla að þakka þér góðann pistil. Þettað með það góða innra með okkur. Það er svo mikilvægt að það fái að vaxa og vera ráðandi afl í hugsun og gjörðum. Og hafðu það sem best með fjölskyldu þinni þessa daga og ALLA daga. Þói Gísla.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 16:55
Sæl Ásthildur !
Þetta er góður pistill hjá þér . Spurning hvernig er hægt að vinda ofan af þessum misskilningi margra lærðra og leikra., að m. a. jóla- og páskahaldi sé ógnað, og eða siðgæði almennt!
Kristján H Theódórsson, 13.12.2007 kl. 17:01
Takk Kristján og Þói. Já það er ekki auðvelt að vinda ofan af því sem hefur verið með manni alla ævi, innprentað og innmúrað. En umræða og skoðun er það sem best er til þess fallið. Alls ekki þöggun eins og Guðni leggur til.
Ragnheiður mín. Ég get auðvitað ekki alhæft hvað gerist við dauðan. En á átti afa sem var afar skyggn. Afi sá margt sem aðrir sáu ekki. Hann sá til dæmis þá sem voru að yfirgefa þennan heim, í jarðarför sinni, hitta fyrir aðra ættingja sem farnir voru yfir móðuna miklu, þar sem þeir stóðu og tóku á móti þeim sem þessa heims menn kvöddu. Hann gat þekkt þessa ættingja m.a. á ljósmyndum, þar sem hann benti á hverjir höfðu komið til að taka á móti.
Ragheiður mín, ég ætla mér tíma til að svar þessari spurningu þinni. Ég tel mig vita ýmislegt um það. En það er bara mín upplifun, það sem ég hef heyrt, og svo hvernig afi minn vissi hvernig þetta var. En það er ekki hægt að gera það hér og í stuttu máli. En eitt er víst, þeir sem héðan fara, fá sína hjálp í öllum tilfellum. Og það er vel tekið á móti þeim hinu meginn. Það er ekki nokkur spurning um það í mínum huga. Og þá er ekki spurt um trúarjátninguna, eða skírnarvottorð eða slíkt. Það er nokkuð ljóst frá minni hálfu. Það er ekki einu sinni spurt hvað menn hafi í lífinu, heldur hve tilbúnir þeir eru til að takast á við hið nyja líf.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.12.2007 kl. 17:33
Já ég get samþykkt þetta hjá þér vandræðalaust, ég er bara gríðarlega viðkvæm og uppnæm fyrir raski á trúnni af einskærum ótta við sáluheill míns unga manns.
Pistill þinn er góður og upplýsandi fyrir mig og kærar þakkir fyrir greinargott svar
Ragnheiður , 13.12.2007 kl. 17:46
Ragnheiður ég skil vel hvað þú ert að ganga í gegnum.
Og ekki vil ég verða til að auka á þá þjáningu. Enda er hér ekkert í húfi, því þinn sonur er örugglega komin í góðar hendur, það er til svo margt sem við skiljum ekki.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.12.2007 kl. 17:51
Ég get ekki að því gert elsku Ásthildur ég trúi á almættið ég hef þurf svo mikið á því að halda núna og og oft áður mastu þú sagðir við mig eigðu þér lítið afdrep ég hef nota það mikið ég mér finnst svo gott að fara í klaustrið og þar er ég ein með sjálfu mér og hugsað mér leið vel á eftir þar var svo mikil þögn og það finnst mér gott.
Kristín Katla Árnadóttir, 13.12.2007 kl. 18:41
Já alveg rétt Katla mín. Enda þurfa flestir að hafa eitthvað til að trúa á. En það er einstaklingnum í sjálfsvald sett hvað hann setur traust sitt á. Þar þarf hann að inna hvað það er í honum sjálfum sem hann villl fylgja. Ef það er Jesú, þá er það bara hið besta mál. Ef það er eitthvað annað, til dæmis eitthvað óskilgreint ljós og kærleikur, þá er það líka val. Og ef það er bara stokkar og steinar, þá er það frjálst. Það sem ég er að segja er, að við þurfum öll að leita að því sem við viljum leggja traust okkar á. En það þarf að koma innan frá. Að við sjálf séum tilbúin til að leggja traust okkar á eitthvað. Því fylgir ótrúlega góð tilfinning.
Ég á líka mitt musteri, eða stað sem ég bið fyrir bæði sjálfri mér og öðrum. Það er mitt helga vé. Það er líka bara milli míns og alheimskærleikans. Það sem ég er að reyna að segja er, að við þurfum að leita að okkar eigin trú. Hvað er það sem við viljum, og hvert vill sú leit taka okkur. Það er okkar sjálfra að meta. Það sem þú gerðir var að finna þína eigin leið til að nálgast það sem við í daglegu tali köllum Guð. Þú fannst það sem þú leitaðir að. Og það er mjög gott. Ég hef líka fundið minn stað í þessu. En sá staður er ekki innan kirkjunnar. En hann er samt sem áður alveg jafn kærleiksríkur, og háleitur. Við mennirnir getum ekki ákveðið fyrir einhvern annan hvað honum er fyrir bestu. Við getum bara reynt að leiðbeina öðrum, til að finna sína leið. Það hefur enginn gefið öðrum leyfi til að vera milligöngumaður milli okkar og þess innsta kjarna sem við höfum. Það hefur enginn gefið til dæmis páfa eða biskupi leyfi til að vera millistig milli manns og þess sem hann trúir á. það er allavega mín skoðun. Við erum öll jöfn, enginn er öðrum æðri. Eða þannig lít ég á málið.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.12.2007 kl. 19:40
Ég trúi á framhalds líf og mér liður vel í minni trú.
Ásdís Sigurðardóttir, 13.12.2007 kl. 20:04
Heyr heyr kæra Ásthildur. Sem mælt úr mínum munni. Prelátarnir berjast um á hæl og hnakka að fá að innræta börnum á leik og grunnskólastigi af því að þau eru óvitar, sem geta ekki skilið né andmælt þeirri þvælu, sem er látin fylgja með þessum sjálfsögðu mannlegu boðunum. Það hvarflar ekki að þeim að reyna að boða trú í framhaldskólum, þar sem unglingarnir eru komin með snefil af gagnrýnni hugsun. Er þetta einhver hemja að sitja svona um ungviðið og láta svo eins og heimurinn sé að farast ef þeir mega ekki andskotast í þeim? Börnin geta kennt þessum prelátum meira um kærleikann og fegurðina en þeir þeim. Kristur leggur meira að segja til að við reynum að líkjast þeim. Hann segir:" leyfið börnunum að koma til mín" en ekki "leyfið Faríseunum að fara til barnanna."
Enn og aftur vil ég benda á ástæðu þessarar kröfu um að trúboði verði hætt í skólum: Nú þegar jafnræði er orðið æðsta markmið samfélagsins og grundað í lögum, þá hafa fleiri trúarsöfnuðir og trúarbrögð viljað komast með sitt trúboð inn í skólana til jafns við þjóðkirkjuna. Það yrði algert upplausnarástand ef það yrði leyft, svo þrifalegast er að úthýsa öllu trúboði. Skóli skal vera skóli og Kirkja, Kirkja. Á sama jafnræðisgrunni er einnig verið að benda á að Ríkistrú er brot á jafnræðisreglu og lögum um trúfrelsi, svo það ætti að aðskilja ríki og kirkju sem fyrst. Þetta hefur verið gert mjög víða og reynst hið besta mál.
Ásdís og fleiri, sem lýsið trú ykkar á hitt og þetta: Haldið endilega í ykkar trú fyrir ykkur sjálf en látið bara aðra í friði með slíkt eins og Kristur boðar raunar líka. Þetta er persónulegt samband ykkar við eitthvað órætt og er ekki eins já neinum tveimur persónum. Þetta eru afstæðir hlutir.
Kennum endilega trúarbragðasögu áfram í skólum og bætum námsefnið og segjum þá sögu eins og hún er í raun og veru. Jafnvel hvernig menn voru brenndir fyrir það eitt að þýða biblíuna á þjóðtungur sínar og koma henni til fólksins. Trúarbrögð voru kúgunar og valdatæki og eru það enn. Kristur deildi á það líka og bölvaði Fariseum (prestastéttinni) fyrir að reisa stofnun og múr á milli fólksins og almættisins og selja aðgang að því. Skipulögð trúarbrögð ættu að heyra sögunni til. Blóðug reynsla okkar af þeim ætti að hafa kennt okkur það.
Jón Steinar Ragnarsson, 13.12.2007 kl. 20:27
Það er enginn að reyna að uppræta trú og kærleik hér. Ég botna ekki í þessum viðbrögðum og hvernig þetta er allt dregið niður á eitthvað hjárænulegt tilfinningaplan. Það getur enginn sagt af eða á um hvort Guð er til eður ei. Enginn er einusinni með sömu skilgreiningu á hugtakinu í kollinum og annar. Við vitum þetta ekki en kjósum að trúa hinu og þessu. Engin veit hvað tekur við eftir dauðann, því enginn hefur snúið þaðan aftur. Ég tel nokkuð víst að ekkert skelfilegt taki við ef það er handanlíf en hugmyndir um hreinsunareld og manngreinarálit er einmitt úr trúarsetningum, sem þið eruð á einhvern undarlegan hátt að verja. Ég er nokkuð viss um að við dauðann kemur friður. Eilífur friður.
Jón Steinar Ragnarsson, 13.12.2007 kl. 20:36
Ja, mín trú er mér náttúrlega tilfinníngaratriði, reyndar, án þess að ég finni hjá mér einhverja þörf fyrir að þröngva henni niður um kokið á næsta manni. Frekar en trúleysi, svona ef að út í það er farið.
Allir fyrir sinn smekk í þessu eiginlega, & hófs á að gæta í tátroðslum yfir annara skoðunum, á báða vegu.
Steingrímur Helgason, 13.12.2007 kl. 21:04
Já það er í raun og veru ekki ástæða til að óttast, ef menn óttast raunverulega um sálir fólksins. En ef menn eru að tala um valdatækið þjóðkirkjuna, þá er rík ástæða til að óttast. Því það fólkið er að vakna upp og skilja að þeirra er framtíðin, þeirra er valið og þeirra er að bera sjálfa kyndilinn áfram. Ekki að trúa blint á kennisetningar heldur hugsa sjálfstætt.
Brátt verður ekki hægt að telja fólki trú um að syndara bíði eilífur hreinsunareldur, og að menn komist ekki til himnaríkis ef þeir gjaldi ekki keisaranum sitt. Heldur er hver og einn sinnar gæfu smiður. Milligöngumennirnir verða ekki sjálfsagðir milligöngumenn. Heldur getur hver og einn átt sína trú, sinn Guð og sína sýn á lífið og dauðann. Að mannkyn verði loks laust undan kvöðum skrifræðis, sem því miður virðist lúta að því að halda fólki í greipum óttans og fáfræðinnar.
Páfar og prelátar þessa heims, verða bara dauðlegir menn, sem þar af leiðandi missa sitt vald. Þannig á það nefnilega að vera. Milliríkjalaust traust og kærleikur milli Guðs og manns.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.12.2007 kl. 21:07
Einmitt Steingrímur minn, það á að vera val hvers og eins. Og ekkert meira um það að segja. Því þitt er valið.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.12.2007 kl. 21:09
Takk fyrir frábæran pistil. Mér er svo sama hverju fólk trúir eða trúir ekki, bara að því líði vel og skaði ekki aðrar manneskjur með orðum og gjörðum í nafni trúar sinnar. Er alsæl í minni heimatilbúnu trú.
Jenný Anna Baldursdóttir, 13.12.2007 kl. 21:18
Steini. Það er búið að reyna að troða trúarboðskap ofan í kokið á mér frá því að ég var ómálga. Nú hef ég tekið það upp á mitt eindæmi að segja nei takk, ég er kominn með upp í kok. Við nánari athugun kom nefnilega í ljós að flest af því sem mér var byrlað með jarðaberjabragði kærleikans var lygi eða rakalaus og afstæð þvæla. Ég held ég sé að tala hug fleiri í því samhengi og ekki er ég að banna fólki að trúa. Ætla mér ekki það umboð. Hvass get ég verið en hrokafullur er ég ekki. Ef menn sjá annað út úr pári mínu, þá mega þeir lesa aftur ef þeir nenna. Eða þá að ég þarf að vera skýrari.
Jón Steinar Ragnarsson, 13.12.2007 kl. 21:19
Já ég skil hvað þú meinar .
Kristín Katla Árnadóttir, 13.12.2007 kl. 21:25
Góður pistill hjá þér, Ásthildur. Með betri pistlum sem ég hef lesið. Ég er næstum því alveg sammála þér í þessu.
En hver segir svo sem að við þurfum að vera sammála?
Furðufuglinn, 13.12.2007 kl. 21:34
Takk öll sömul. Nákvæmlega sem ég vildi segja Jenný mín, mín heimatilbúna trú, hún er bara best, því hún er sönn og kemur frá hjartanu.
Einmitt Jón Steinar minn.
Frábært katla mín
Takk Furðufugl og velkominn hingað inn, nei nákvæmlega málið er einmitt að þurfa ekki að vera sammála, en geta samt skiptst á skoðunum. Það er einmitt rétta málið.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.12.2007 kl. 21:56
Frábær pistill hjá þér Ásthildur. Og ekki eru "komment" Jóns Steinars síðri. Ég kvitta undir hvert orð hjá ykkur.
Jens Guð, 14.12.2007 kl. 04:25
Gott að heyra það Jens minn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.12.2007 kl. 08:29
Við erum að tala um mannlegt siðgæði, þessi siðgæði eru okkar og bara móðgun að sé verið að reyna að eigna þau einhverjum trúarsöfnuð og eða guðii, það er móðgun við okkur öll sem manneskjur
Við Ragnheiði vil ég segja að þegar við deyjum þá deyjum við, sorry ef það kripplar einhverja fallega fantasíu hjá þér, það er ekki 1 atriði til í allri sögu okkar sem segir að það sé líf eftir dauðann nema í æavintýrabókum
Trú utan söfnuða hlýtur að vera það eina rétta sem fólk getur gert í sínum trúmálum, allt annað er trúarvændi
DoctorE (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 08:41
Þessi pistill lýsir greind, innsæi og manngæsku
.
Í sambandi við framhaldslífið sem enginn veit neitt um, þa´skrifaði Simone de Bouvar bókina "allir menn eru dauðlegir" um þessar pælingar.
Í stuttu máli fjallar hun um mann sem kemst yfir vökva sem gerir mann ódauðlegan. Til að prófa hann gefur hann mús vökvann, og hun deyr ekki, sama hvað kemur fyrir hana. Þá tekur hann sjálfur inn töfradrykkinn. Síðan ráfar hann um og elskar og missir...elskar aftur og missir og missir...í lokinn vill hann bara deyja, en getur það ekki! Svo tekur hann fram að eftir allar syndir sínar í allan þennan tíma, hafi sú stærsta verið að gefa músinni líka drykkinn! Hún hafði ekkert VAL!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 14.12.2007 kl. 10:58
Takk Anna mín
Og veistu þetta er nefnilega alveg hárrétt, músin hafði ekkert val. Hann varð þó að taka afleiðingum af eigin gjörðum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.12.2007 kl. 11:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.