12.12.2007 | 08:38
Land tækifæranna og hinna frjálsu !!!
Ég fór af forvitni inn á blogg Viðars Eggertssonar í dag, vegna fyrirsagnar, sem fékk mann til að vilja skoða innihaldið, og viti menn, hann benti á frásögn konu sem hefur orðið fyrir þeirri mestu svívirðingu af stjórnvöldum nokkurs lýðfrjáls ríkis sem ég hef heyrt um. Að vísu hef ég heyrt af svipuðum gjörðum þessara fávita, frásagnir af fjólki sem lenti í hremmingum og fangelsun fyrir að hafa einhverntímann dvalið fleiri daga í landinu en passinn segir til um.
En þetta er einfaldlega mál sem þarf að koma á framfæri, og hve rugluð þessi þjóð er orðin öll upp til hópa, en mest og hættulegast þeir sem eiga að heita opinberir starfsmenn. Hvernig höndla svona aðilar þá fólk sem einhver grunur liggur á um eitthvað misjafnt, þegar þeir koma svona fram við manneskju sem er alveg augljóst að hefur ekki gert nokkurn skapaðan hlut af sér. Frásögnin er hérna, http://erla1001.blog.is/blog/erla1001/entry/388660/#comment882893
Endilega við skulum öll taka þetta fyrir og láta bloggið loga af þessu. Svei bara, ef ég hefði ekki þegar misst allt álit á þessum aðilum þarna Búsknum og kó, þá hefði það farið niður vaskinn við þennan lestur.
En við eigum að krefjast þess að íslensk stjórnvöld hafi nú þegar frumkvæði að því að mótmæla þessum atburði, og krefjast skýringa á þessum harkalegu viðbrögðum. Utanríkisráðuneytið á að gefa það fyllilega út að svona framkoma við íslendinga verði ekki liðið framvegis.
Þetta er dropinn sem fyllti mælinn, ég mun aldrei leggja leið mína til Bandaríkjanna meðan þeir haga sér svona. Fávitar mega þeir heita mín vegna.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 2022941
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég las þetta hjá henni í gærkvöldi og átti ekki til orð! Stelpugreyið
Huld S. Ringsted, 12.12.2007 kl. 08:45
Kíki á það Jóna Ingibjörg mín.
Já þetta er alveg með ólíkindum Huld mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.12.2007 kl. 09:08
Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem þeir taka svona á móti fólki. Frænka mín lenti í svona móttökum sem að lokum eftir töluverða baráttu leiðréttust og hún fékk að koma inn í landið. Hún var þá að mig minnir 18 ára og hafði aldrei komið til Usa.
kidda, 12.12.2007 kl. 09:36
Hvenær ætlar alþjóðasamfélgaið að hætta að láta þessa fávita leiða alþjóðasamstarfið og ráða áhersluatriðum í heiminum. Þeir eru greinilega ekki færir um að stjórna sjálfum sér, hvað þá ættu að hafa til umráða einhvern fjandans takka, sem þeir geta þrýst á til að setja allt í bál og brand. Þeir eru ekkert annað en glæpamenn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.12.2007 kl. 10:15
já það verður að taka á þessu. Af hverju er þetta ekki í fréttunum?
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 12.12.2007 kl. 11:35
Hugsið ykkur að þessir taugaveikluðu fávitar eru stærsta herveldi heims. Það er hrollvekjandi staðreynd.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.12.2007 kl. 12:02
Ég las síðuna hennar í gær og ég get svarið að það hleypti í mig illu blóði.
Já það er ekki físilegur kostur að þessir fábjánar séu stærsta herveldi heim
Solla Guðjóns, 13.12.2007 kl. 13:05
Sem betur fer ætlar Ingibjörg Sólrún að mótmæla þessu og krefjast afsökunar. Gott mál.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.12.2007 kl. 13:11
Sæl Cesil.
Merkilegt fyrirbæri Internet og bloggveröld!
Ég las umsögn þína um þetta má á málefnin.com, kíkti á blogg Erlu, sneri frásögn hennar á ensku, setti inn þýðinguna nafnlaust sem athugasemd við bloggið, þar rakst Viðar Eggertsson á hana og setti á sitt blogg, ég sá tilvísun í blogg Viðars, las þýðinguna og sá eina villu, sendi Viðari tölvupóst og bað hann að lagfæra villuna, hann gerði það og spurði hvort hann mætti nafngreina mig sem þýðanda, ég sagði já, í gær fékk ég elskulegan tölvupóst frá Erlu - og viti menn, hún er ekki einasta Vesturbæingur heldur býr á Reynimel!
Hvað er svona merkilegt við það?
Jú, ég er fæddur á Víðimel, bjó síðan á Grenimel þar til ég fór utan til náms og starfs um tvítugt - móðir mín flutti síðan á Hagamel eftir lát föður míns.
Með öðrum orðum, Melarnir eru spes - góð frænka mín minnist enn bernskuára á þessum slóðum og talar um Melana sem nafla alheimsins!
Og öllu þessu komst þú af stað með innleggi á málefnin.com!
Beztu jóla- og nýjárskveðjur til þín og þinna,
Gunnar
Gunnar Tómasson (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 20:50
Gaman að heyra þetta Gunnar
Já það er svo sannarlega lítill heimurinn stundum. Ég var um tíma á að mig minnir Grenimel, en þar bjó fólk sem ég kynntist, hann var skoskur og bar nafnið Ritchie, faðir Normu Ritchie og Valdimars, afi hennar bjó þarna líka á þeim tíma, Valdimar ættfræðingur mikill. En það eru ufir 40 ár síðan. Norma droppaði að vísu inn úr dyrunum hjá mér bara um daginn. Já heimurinn er sannarlega lítill. Takk fyrir að leyfa mér að gleðjast yfir þessu. 
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.12.2007 kl. 21:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.