9.12.2007 | 19:38
Tónleikar í Ísafjarðarkirkju í dag - Karlakórinn Ernir.
Tónleikarnir voru æðislegir. Flottir karlar og flottir drengir og flott tónlistarfólk sem við eigum hér.
Fyrst svona smá stemningsmyndir frá Ísafirði, þetta er gamla sjúkrahúsið, sem núna er safnahús og bókasafn.
Kirkjan okkar. Þó ég vildi presónulega heldur hafa þarna gömlu kirkjuna áfram. En þá hefði vantað það góða tónleikahús sem við höfum þarna núna.
Þessar myndir eru teknar um hálf fjögur svo birtan er ekki mikil.
Hér er svo kórinn, þetta voru mjög góðir tónleikar.
Það voru þó nokkrir tónlistarmenn sem settu svip sinn á tónleikana, hér er leikið tvíhent á píanó og flautuleikarar.
Og ekki endilega allir með margra ára þjálfun að baki, en stóðu sig óaðfinnanlega. Við erum rík af efnilegu tónlistarfólki.
Þeir voru ekki heldur allir háir í loftinu drengirnir, en þeir sungu eins og englar.
Sumir dunduðu við eitthvað annað, en söng
Hér eru svo þeir sem stuðluðu að tónleikunum, kórstjóri og hljóðfæraleikarar, og sú sem þjálfaði drengakórinn.
Og auðvitað voru veittar blómagjafir.
Og litla Evíta Cesil lét sig ekki vanta, með pápa sínum á tónleika.
Ég held að þessi ungi maður eigi eftir að ná langt. Hann hefur allt til þess að bera.
En ég vil bara þakka fyrir frábæra tónleika, svo var aðstandendum boðið upp á súpu á eftir. Aldeilis grand hjá karlakórnum Erni. Takk fyrir mig.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 2022939
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 30
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gamla sjúkrahúsið er náttúrulega flottasta bygging á landinu.
Alltaf nóg að gerast greinilega þarna heima, tónleikar og menningarviðburðir á hverju strái.
Þ
Þórdís Einarsdóttir, 9.12.2007 kl. 19:44
Gamla sjúkrahúsið er listahönnun!! Eitt af þessum húsum sem sýna og sanna að í den hafði fólk metnað til að gera vel! Í dag eru bara byggðir kassar...........
Greinilega góður dagur hjá þér Cesil mín
Hrönn Sigurðardóttir, 9.12.2007 kl. 20:02
Gaman að þessum myndum, þakka þér fyrir.
Ég var nú eiginlega að koma frá Ísafirði, því ég var að koma frá því að sjá Dugguholufólkið. Ég skemmti mér meira en mjög vel, þetta er rosa fín mynd.
Til hamingju með hana og þökk kæra þökk fyrir skemmtunina, kvikmyndagerðarfólk, leikarar og Vestfirðingar!
Greta Björg Úlfsdóttir, 9.12.2007 kl. 20:36
Já Gamla sjúkrahúsið er mjög fallegt hús, og það hefur fengið hlutverk við hæfi sem lista og safnahús. Jamm það var góður dagur hjá mér í dag Hrönn mín og Þórdís alveg rétt hér er mikið um menningu þessa daga, sem og aðra.
Gaman að heyra að þér líkaði við við Duggholufólkið Gréta mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.12.2007 kl. 21:15
Mig langar að bara flytja til ísafjarðar þar er ekkert stress eins og er í Rvk ég þarf að vera í rólegu umhverfi fallegar myndir Ásthildur mín. Knús á þig.
Kristín Katla Árnadóttir, 9.12.2007 kl. 21:15
Komdu bara hingað Katla mín. Jamm það er tiltölulega rólegt hér í þessum bæ. Knús á þig líka ljúfust.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.12.2007 kl. 21:17
já, GAMLA SJÚKRAHÚSIÐ geymir margar sögur í gegn um tíðina. ÞAÐ er svona ákveðið" MYSTERY" í kring um það.
ÞAR FÆDDIST FYRSTA BARNIÐ MITT.
FERTUG KONA Í DAG, BÚSETT Í SAN DIEGO CA. U.S.A. Einhverjir dagar síðan.
ÁSTHILDUR MÉR FINNST FRÁBÆRT að geta skotist heim í gegnum síðuna þína.HÚN ER ÓMISSANDI.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 21:34
Segi eins og Hrönn, gamla sjúkrahúsið er undurfögur bygging og þvílíkt jólalegar myndir. GMG
Rosalega er öflugt menningarlíf þarna hjá ykkur og þá einkum og sér í lagi í músík.
Takk fyrir mig.
Jenný Anna Baldursdóttir, 9.12.2007 kl. 22:23
Jólalegt hjá þér (líka hjá mér). En mikið ofsalega er alltaf mikið um að vera þarna hjá ykkur.
Huld S. Ringsted, 9.12.2007 kl. 22:35
Jólalegt hjá þér,það er það nú lika hér í Reykjavík en maður er duglegri að sækja viðburði þegar maður býr úti á landi
Sigurður Hólmar Karlsson, 9.12.2007 kl. 23:08
Já, þó að sé búið að segja það nokkrum sinnum áður að sjúkrahúsið gamla sé flott, sem að það er, þá er líklega ekki öllum gefið að mynda það svona fallega.
Steingrímur Helgason, 10.12.2007 kl. 00:03
Gleður mig að sjá allann þennan kraft í menningunni, sem hefur alltaf verið aðalsmerki á Ísó. Ég var að undrast hversu bæjarbrekkan er snautleg að sjá. Þetta þverhnýpi, sem hún var í minningunni.
Ég verð alltaf svo sæll að fá að kíkja í bloggholuna þína. Langar alltaf heim. Var í viðtali hjá Páli Ásgeiri í morgun fyrir vestanpóstinn og velti honum upp úr angurværri nostalgíy og söknuði til heimahaganna og þess heilsteypta fólks, sem þar er.
Jón Steinar Ragnarsson, 10.12.2007 kl. 01:42
Takk Öll, já Guðjón Samúelsson var eins og Rögnvaldur Ólafsson ísfirðingur. Og þeir eiga nokkur hús hér, sem vonandi tekst að vernda. Sjúkrahúsið hefur fengið gott umhverfi sem hæfir því. Þar hafði Guðjón teiknar háhýsi sitt til hvorrar handar á Sjúkrahústúnið. En það nýtur sín einmitt svo vel svona eitt og sér.
Þói það er skrýtið fyrir mig að hugsa til þess að þú eigir dóttir sem er fertug, fyrir mér ertu sami ungi maðurinn sem ég man eftir hehehe..
Já Jenný mín, það er einhverskonar hefð hér fyrir miklu og öflugu menningarlífi, Ragnar H. og hans yndislega kona Sigríður J. Ragnar unnu hér upp öflugan tónlistarskóla, nú eru þeir reyndar tveir. En þessir skólar hafa fylgt nútíðinni og eru með allskonar tónlist, þegar Ragnar H. var skólastjóri, kenndi hann okkur tónmennt í gaggó, ég man að við áttum að skrifa um uppáhaldshljóðfæri okkar, og setja inn myndir og slíkt. Ég sem hélt mest upp á gítar hafði mikið fyrir að skrifa um slíkan, setti inn myndir, hafði mikið fyrir að finna myndir af gítar klippa út og setja inn í bókina. Þegar þessi heiðursmaður sá þetta, henti hann í mig bókinni og tilkynnti mér að gítar væri ekki hljóðfæri.
Ragnar var ástríðumaður um tónlist, og þar átti ekkert að vera nema klassik, og nemendur hans máttu helst ekki vinna neitt á sumrin, sem gæti skaðað hendur þeirra. En svo sannarlega lögðu þau hjón þann grunn sem nú er byggt á. Ásamt öðru góðu fólki eins og Jónasi í Bókhlöðunni Gunnlaugi syni hans og mörgum fleirum.
Nú er kennt á allskonar hljóðfæri og djassnámskeið, og börnin fá að læra rokktakta og bara hvað sem hugurinn stendur til.
Ég var einmitt að segja við einhvern í gær Huld mín að það væri full vinna að taka þátt í menningarlífinu hér.
Ég held að það sé alveg rétt hjá þér Siggi minn, að fólk sé duglegra að taka þátt í félagslífi úti á landi, ef til vill stendur það oft nærri hinum venjulega manni.
Þakka hrósið Steingrímur minn, ég er alltaf ánægð með að fá svona athugasemdir
Þakka þér fyrir Jón Steinar minn. Ég ætla mér svo sannarlega að verða mér úti um Vestanpóstinn næst. Ég les hann reyndar alltaf upp til agna. Þar er nostalgían alveg í botni.
Já Arna mín, þetta voru mjög góðir og jólalegir tónleikar. Gaman að þessu ungu mönnum líka. Setti punktinn yfir iið.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.12.2007 kl. 10:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.