7.12.2007 | 15:32
Ótrúlegt en satt.
Hafiði heyrt það betra ?
Var að lesa þetta í Fréttablaðinu. Ég á ekki til orð.
Einu sinni bjó maður í litlu samfélagi, þar sem hver hugsaði um náunga sinn. Því er ekki til að dreyfa lengur, og það sem verra er. Hér virðist vera komið á einhversskonar möppudýrasamfélag, sem engu eirir.
Ég segi nú bara; viljiði gjöra svo vel að láta þetta niður falla. Ég vil skora á verslunina 10 - 11 að draga kæruna til baka og GEFA Lee Reyni einn eða jafnvel tvo lifrarpylsukeppi. Og dómskerfið allt má heldur betur skammast sín. Þetta heitir á mínu máli að skjóta flugu með fallbyssu. Svei ykkur bara.
Dreginn fyrir dóm út af lifrarpylsukeppi Lee Reynir Freer stakk á sig lifrarpylsukeppi í verslun 10-11 í mars. Starfsmaður hafði samband við lögreglu, aðallega til að koma Lee í húsaskjól. Málið verður þingfest á mánudag. "Með ólíkindum," segir framkvæmdastjóri 10-11. lögreglumál "Svona lagað gengur náttúrlega ekki," segir Hilmar Ingimundarson hæstaréttarlögmaður og skellir upp úr þegar hann er spurður út í þjófnaðarmál sem þingfest verður ílögreglumál "Svona lagað gengur náttúrlega ekki," segir Hilmar Ingimundarson hæstaréttarlögmaður og skellir upp úr þegar hann er spurður út í þjófnaðarmál sem þingfest verður í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudaginn. Hilmar er verjandi Lee Reynis Freer, heimilislauss manns sem freistaðist til að stinga inn á sig lifrarpylsukeppi.Tildrög þess eru þau að í mars var Lee Reynir svangur og lagði leið sína í 10-11 í Austurstræti og keypti þar harðfisk, rjóma og smjör. Þá voru peningar hans uppurnir. Hann segist hins vegar hafa verið afskaplega svangur og því freistaðist hann til að stinga inn á sig lifrarpylsukeppi, sem hann langaði mikið í. Þegar hann var kominn að útgangi verslunarinnar kom ungur starfsmaður 10-11 til hans og bað hann um að koma með sér inn á skrifstofu. "Ég skilaði honum auðvitað keppnum og baðst afsökunar. Maðurinn sagði að þetta væri allt í lagi og hann hefði fullan skilning á þessu. Hann hefði þó áhyggjur af því hvað ég væri illa til reika og spurði hvort ég gæti ekki komist í gistiskýlið í skjól. Ég sagði honum að það væri fullt," segir Lee Reynir. Hann segir unga manninn þá hafa stungið upp á að hringja í lögregluna svo hann gæti komist út úr kuldanum. Það þótti Lee Reyni góð hugmynd.Lögreglan tók skýrslu af Lee Reyni daginn eftir vegna málsins og sagði að keppinn yrði hann að greiða. Hann segir verslunarstjórann þó ekki hafa viljað þiggja greiðslu þar sem keppurinn hefði endað uppi í hillu og enginn skaði orðið.Hilmar furðar sig á því að ákæruvaldið hafi stefnt Lee Reyni fyrir dóm vegna málsins þótt forsvarsmenn 10-11 hafi ekki lagt fram kæru. "Þetta er svo mikið smámál og ég skil ekki hvað þeim gengur til, þetta mál kostar skattborgara svo margfalt meira en einn lifrarpylsukeppur gerir," segir Hilmar og kveðst steinhissa á viðbrögðum lögreglu og bætir við: "Þeir standa sig vel en það eru takmörk fyrir öllu."Í sama streng tekur Guðjón Karl Reynisson, framkvæmdastjóri 10-11. "Mér þykir þetta alveg með ólíkindum og finnst undarlegt að einhver vilji elta ólar við heimilislausa menn vegna svona lagaðs," segir Guðjón en tekur fram að málið þekki hann ekki til hlítar. karen@frettabladid.is
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.4.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já Ásthildur mín. Það er ótrúlegt hvernig komið er fyrri mörgum okkar minnstu bræðra. Hver kærði manninn? Var ekki hægt að gefa honum einn kepp?
Bryndís G Friðgeirsdóttir, 7.12.2007 kl. 15:58
Ásthildur, 10-11 kærði víst ekki málið og getur þ.a.l. ekki dregið neitt til baka eftir því sem mér sýnist. Kæran virðist því alveg að undirlagi lögreglunnar. En er sammála, hér er seilst of langt í vitleysunni.
Haukur Nikulásson, 7.12.2007 kl. 16:05
Heldur betur, ég hélt að þeir hefðu kært.
Hann hefði þó áhyggjur af því hvað ég væri illa til reika og spurði hvort ég gæti ekki komist í gistiskýlið í skjól. Ég sagði honum að það væri fullt," segir Lee Reynir. Hann segir unga manninn þá hafa stungið upp á að hringja í lögregluna svo hann gæti komist út úr kuldanum. Það þótti Lee Reyni góð hugmynd.Lögreglan tók skýrslu af Lee Reyni daginn eftir vegna málsins og sagði að keppinn yrði hann að greiða.
Ætli lögreglan hafi litið á þetta sem kæru ? Samt alveg ótrúlega langt seilst í vitleysunni. Skora á yfirvöld að sjá sóma sinn í því að draga þetta allt saman til baka.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.12.2007 kl. 16:18
Það er ekkert skrýtið þó að mikið sé að gera hjá þessum herramönnum og konum, ef það er verið að eltast við svona mál. Þá skilur maður kannski af hverju þeir hafa ekki tíma til að rannsaka td. hverjir það eru sem í rauninni fjármagna dópinflutninginn.
Myndirnar í færslunni fyrir ofan eru magnaðar
kidda, 7.12.2007 kl. 18:56
Einmitt Ólafía mín. Þeir hafa ef til vill of mikið að gera við að elta sitt eigið skott. Takk
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.12.2007 kl. 20:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.