Karlakórinn Ernir - drengakór með tónleika á Þingeyri í kvöld. Upplagt að mæta með góða skapið og hlýða á fallegan söng.

Ég fór í dag og keypti jólafötin á stubbinn minn.  Hann þarf nefnilega á þeim að halda, þar sem hann er í drengjakór Karlakórsins Ernis, og þeir eru að syngja í Þingeyri í kvöld.

Hér er verið að binda bindishnútinn, en þar þarf afi að koma til.

IMG_0519

Jamm það er vandi að hnýta bindishnútinn.  Sumir læra það aldrei fyrst þarf mamma og svo eiginkonan að gera þetta. En minn kom með þekkinguna á þessu grafalvarlega alvörumáli með sér í hjónabandið, enda eins gott, því ég hef aldrei lært að hnýta bindishnút, og er frekar léleg að læra hvaða bnútabindingu sem er, nema ef til vill rembihnút, sem á ekkert skylt við rembingskoss, hvað þá rembing almennt. LoL

IMG_0520

Svona á að gera þetta hehehehe...

Svo ein mynd sem var tekinn seinnipartinn í dag.

IMG_0517

Og eitt að lokum, að það þurfi að biðja menn að sýna stillingu, þar sem alvarlegt slys hefur orðið, og að menn skuli reyna að ryðjast framhja slysstað meðan á lokun stendur, er sorglegt svo ekki sé meira sagt.  Reynið nú að sýna stillingu gott fólk og munið að tíminn er afstæður, lífið hleypur ekki fram hjá ykkur sem þarna bíðið.  Notið frekar tímann til að hugsa um náungakærleikann og senda fallegar hugsanir til þeirra sem um sárt eiga að binda.  Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Þú hefur fangað augnablikið á yndislegan hátt -

Greta Björg Úlfsdóttir, 6.12.2007 kl. 19:09

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

- verðlaunamynd!

Greta Björg Úlfsdóttir, 6.12.2007 kl. 19:10

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Gréta mín

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.12.2007 kl. 19:19

4 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Alveg trúi ég þessu með rembinginn.

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 6.12.2007 kl. 20:05

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég hélt í alvörunni að við myndum aldrei vaða áfram inn á slysavettvang, en mikið skelfing hef ég haft rangt fyrir mér.  Yndislegur drengur, stubburinn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.12.2007 kl. 20:37

6 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Flottur strákur  og ekki verra að hafa góðan afa til að aðstoða !

Sunna Dóra Möller, 6.12.2007 kl. 21:00

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm Matthildur mín, þetta með rembinginn hehehehe

Nákvæmlega Jenný mín. 

Stubburinn er flottastur næstur á eftir afanum

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.12.2007 kl. 21:00

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sunna Dóra það er algjört must að hann læri þennan bindishnút, það er að gefnu tilefni ekki hægt að stóla á hvorki ömmur né eiginkonur eða kærustur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.12.2007 kl. 21:01

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hann er svo fallegur þessi drengur ykkar,  góða skemmtun.

Ásdís Sigurðardóttir, 6.12.2007 kl. 21:22

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Ásdís mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.12.2007 kl. 21:34

11 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Æi hann er svo sætur litli stubburinn ykkar. Ég hef aldrei lært að hnýta bindishnút. Takk fyrir allt elsku Ásthildur mín þú er alveg einstök.

Kristín Katla Árnadóttir, 6.12.2007 kl. 21:58

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Katla mín þess vegna er það mikið mál að stubbar læri þetta af pöbbum eða öfum  Nema bindum verði útrýmt á næstu árum.  Knús á þig

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.12.2007 kl. 22:01

13 Smámynd: Steingrímur Helgason

Afi nafni kenndi mér minn fyrsta bindishnút, sú lexía hefur dugað vel & vafið utan á sig kunnáttu í fleirum en einum ítölskum, nú eða þá tvöföldum windsor.   Ætli þessi námi ekki slíkt hið sama.

Myndarlegust, alltaf.   Svona myndir verða sagnfræði strax.

Steingrímur Helgason, 6.12.2007 kl. 22:49

14 Smámynd: Sigurður Hólmar Karlsson

Já bindishnútur getur nú flækst fyrir mér ef ég er að binda hann á mig, en ekkert mál að hjálpa öðrum.

Ásthildur var að prufa að setja inn myndaalbúm og held að það hafi tekist

Sigurður Hólmar Karlsson, 6.12.2007 kl. 23:20

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ætli ungir menn í dag verði ekki líka að læra þessa hnúta Steingrímur minn 

Ég kíki á það Sigg minn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.12.2007 kl. 08:12

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk sömuleiðis ljúfust mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.12.2007 kl. 09:45

17 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Kæra frú Ásthildur!

Fyrr eða síðar fer nú alltaf eitthvað í "rembihnút" hjá okkur strákunum og þá er alltaf gott að eiga ykkur elskurnar að, mömmur, ömmur eða ástkonur!

Hef nú aldrei verið mikill bindishnútamaður, en mamma og heilir fimm bræður hafa þá komið til bjargar! En líka er jú ekki sama hvort um mann sjálfan er að ræða eða aðra, það er rétt.

vona að gærkvöldið hafi fært fjölskyldunni góða ánægjustund svona í byrjun föstunnar!

Og verð svo að láta fylgja með, að "Barmfærslan" hjá Heiðu var ansi falleg hjá þér!

Magnús Geir Guðmundsson, 7.12.2007 kl. 10:14

18 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir það Magnús minn. Ég er búin að fá bókina þína í hendur, og líkar bara mjög vel.  Skemmtilegt líka þegar sögurnar í kring um ljóðin fylgja með.  Ég ætla að senda þér greiðsluna í dag.  Með bestu rembihnútskveðjum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.12.2007 kl. 10:19

19 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

já voða flottur

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 7.12.2007 kl. 12:40

20 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.12.2007 kl. 12:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband